Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 helgardagbókin skemmtanir · fundir · fólk · sjónvarp · veður · íþróttir · fréttir · kirkjustarf veðrið Horfur á fimmtudag: Norðan 3-8 m/s og skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi, en hæg norð- læg eða breytileg átt annars staðar og rigning með köflum. Hiti 7-14 stig, hlýjast sunnanlands. Horfur á föstudag: Hæg suðaustan- eða austanátt og rigning eða súld með köflum, en skýjað og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8-18 stig, hlýjast norðanlands. Horfur á laugardag: Hæg suðaustan- eða austanátt og rigning eða súld með köflum, en skýjað og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8-18 stig, hlýjast norðanlands. Horfur á sunnudag: Hæg norðlæg eða breyti- leg átt, skýjað með köflum eða skúrir víða um land. Hiti 8-15 stig. Horfur á mánudag: Hæg norðlæg eða breyti- leg átt, skýjað með köflum eða skúrir víða um land. Hiti 8-15 stig. Föstudagur 12. júlí 17.00 Lífskraftur (11:12) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stubbarnir (40:90) 18.30 Falda myndavélin (28:60) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.10 Ævintýri Indiana Jones (6:22) 21.45 Miami-hljómkviðan. (Miami Rhapsody) Bandarísk gamanmynd frá 1995 um unga konu sem er örlítið tví- stígandi þegar kærastinn hennar ber upp bónorðið - og hefur ærna ástæðu til. Að- alhlutverk: Sarah Jessica Parker, Gil Bellows, Antonio Banderas, Mia Farrow, Paul Mazursky og Kevin Pollak. 23.30 Gullmótin. Annað gullmótið í frjálsum íþróttum fór fram á ólympíu- leikvanginum í Róm í kvöld. Meðal keppenda eru allir bestu frjálsíþrótta- menn heims og í þeim hópi eru Maurice Greene og Marion Jones frá Bandaríkj- unum. 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 13. júlí 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 09.02 Stubbarnir (41:90) 09.30 Maja (14:52) 09.35 Albertína ballerína (17:26) 09.45 Fallega húsið mitt (2:30) 09.54 Friðþjófur (9:13) 10.01 Babar (36:65) 10.23 Krakkarnir í stofu 402 (16:40) 10.45 Hundrað góðverk (4:20) 11.10 Kastljósið 11.30 Hvernig sem viðrar (7:10) 12.00 Skjáleikurinn 15.30 Gullmótin 17.55 Táknmálsfréttir 18.05 Forskot (20:40) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Fjölskylda mín (1:8) (My Fam- ily) Gamanþáttaröð um fjölskyldu sem virðist slétt og felld á yfirborðinu en inn- byrðis standa meðlimir hennar í sálfræði- legum skæruhernaði. Aðalhlutverk: Robert Lindsay, Zoë Wanamaker, Kris Marshall, Daniela Denby-Ashe og Gabri- el Thompson. 20.30 Þegar ég hitti Jesú. (Da jag traff Jesus med sprettert) Norsk fjölskyldu- mynd sem gerist á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldulífi í skugga fátæktar og aðsteðjandi styrjaldar. Aðal- persónan er ungur drengur sem sér heim- inn með öðrum augum en fullorðna fólk- ið í kringum hann. Aðalhlutverk: Fredrik Stennberg og Martin Raren. 21.55 Halifax réttargeðlæknir. (Hali- fax f.p. : Takes Two) Áströlsk sakamála- mynd þar sem réttargeðlæknirinn Jane Halifax glímir við dularfullt sakamál. Aðalhlutverk: Rebecca Gibney. 23.30 Straumhvörf. (Before and After) Bandarísk bíómynd frá 1996. Ungur maður hverfur eftir að vinkona hans hefur verið myrt á hroðalegan hátt. e. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Meryl Streep, Edward Furlong og Alfred Mol- ina. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Sunnudagur 14. júlí 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 09.02 Nýju fötin keisarans 09.55 Andarteppa (15:26) 10.07 Gleymdu leikföngin (13:13) 10.18 Svona erum við (12:20) 10.28 Ungur uppfinningamaður 11.00 Kastljósið 11.20 Hvernig sem viðrar (7:10) 12.10 Timburmenn (5:8) 12.20 Skjáleikurinn 15.00 Meistaragolf 16.00 Opna breska meistaramótið 2001 17.00 Mannsandlitið (4:4) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Nautabaninn 18.15 Umhverfis jörðina 18.30 Knútur og Knútur (1:3) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Sigla himinfley (4:4) 21.00 Bláa dúfan (2:8) (Blue Dove) Breskur myndaflokkur um fjölskyldu sem rekur postulínsverksmiðju. Þegar forstjórinn deyr taka börnin við. Rekstur- inn gengur illa og börnin fá liðsauka en bjargvætturin hefur annað í huga en að bjarga fyrirtækinu. Í aðalhlutverkum eru Paul Nicholls, EstherHall, Nicky Henson. 21.50 Helgarsportið 22.15 Ali Zaoua. (Ali Zaoua) Marokk- ósk verðlaunamynd frá 2000 sem lýsir með áhrifamiklum hætti örlögum götu- barna í Casablanca. Aðalhlutverk: Mou- nïm Kbab, Mustapha Hansali. 23.45 Kastljósið 00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Föstudagur 12. júlí 06.58 Ísland í bítið 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 Í fínu formi 09.35 Oprah Winfrey (e) 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi 12.40 Murphy Brown (e) 13.05 Lucas 14.40 Ved Stillebækken (2:26) (e) 15.10 Segemyhr (34:34) (e) 15.35 Andrea (e) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 (e) 17.40 Neighbours 18.05 Friends (24:24) (e) 18.30 Fréttir 19.00 Ísland í dag 19.30 Digging to China (Alla leið til Kína) Harriet nálgast unglingsárin en henni finnst raunveruleikinn heldur ómerkilegur og nýtir hvert tækifæri til að hverfa á vit drauma sinna. Móðir hennar er alkóhólisti, eldri systirin er gálan í bænum og jafnöldrum hennar finnst hún vera skrýtin. Það lifnar því yfir stúlkunni þegar hún kynnist Ricky, þrítugum þroskaheftum manni sem virð- ist vera sá eini sem botnar eitthvað í henni. Fjölskyldur þeirra mistúlka vin- skapinn en þau eru ákveðin í að halda honum. Vönduð mynd sem jafnframt er frumraun leikstjórans Timothys Huttons sem fékk Óskarsverðlaunin árið 1980 fyrir leik sinn í Ordinary People. Aðal- hlutverk: Kevin Bacon, Mary Stuart Masterson. 21.10 Smallville (13:22) 22.00 Legionnaire. (Útlendingaher- sveitin) Van Damme er boxari sem sting- ur af með peninga í eigu mafíunnar og sér þann kost vænstan að flýja af hólmi. Hann sér hóp valinkunna manna í frönsku útlendingahersveitinni á leið úr landi og slæst í hópinn. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme. 23.35 Payback. (Makleg málagjöld) Hörkuspennandi mynd um tvo smá- krimma, Val og Porter, sem í sameiningu ræna 140 þúsund dollurum af kínverskri klíku. Val er hins vegar ekki á því að deila peningunum með öðrum og fær eiginkonu Porters til að drepa hann. Port- er lifir morðtilraunina af og er mættur hálfu ári síðar til að ná fram hefndum. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Gregg Henry, Maria Bello. 01.15 Go. (Farðu!) Á einum sólarhring lenda leikararnir Adam og Zack í ótrú- legum ógöngum. Þeir eru ýmsu vanir úr heimi sápuóperanna en raunveruleikinn getur verið lyginni líkastur. Fyrir tilviljun blandast þeir inn í viðskipti með eiturlyf og þá verður ekki aftur snúið. Þrátt fyrir háalvarlegt umfjöllunarefni er grínið skammt undan í þessari eftirminnilegu mynd. Aðalhlutverk: Scott Wolf, Jay Mohr, Sarah Polley, Katie Holmes. 02.55 Ísland í dag 03.20 Tónlistarmyndbönd Laugardagur 13. júlí 08.00 Barnatími Stöðvar 2 10.05 Titan A.E. 11.35 Friends (2:24) (e) 12.00 Bold and the Beautiful 13.45 Butch and Sundance 15.35 Pretty in Pink. (Sæt í bleiku) Þessi skemmtilega unglingamynd fjallar um Andy sem er ekki meðal vinsælustu stelpna skólans. Hún hangir aðallega með tveimur vina sinna, Ionu og Duckie sem lengi hefur verið skotinn í henni. Andie fellur hins vegar fyrir nýja strákn- um í skólanum sem er bæði ríkur og sópar að sér vinum. En geta þessir tveir heimar mæst svo vel sé? Aðalhlutverk: Andrew McCarthy, Jon Cryer, Molly Ringwald. 17.10 Best í bítið 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag 19.30 Dharma & Greg (19:24) 20.00 Spin City (1:22) 20.30 Reyndu aftur. (Down to You) Al og Imogen eru háskólanemar í New York. Þau eru ástfangin en óvíst er hvort þau vilja skuldbinda sig til framtíðar. Aðalhlutverk: Freddie Prinze, Jr., Julia Stiles. 22.00 Pay It Forward. (Góðverkakeðj- an) Þessi hlýja mynd fjallar um ungan dreng sem fær allsérstætt heimaverkefni frá kennaranum sínum. Hann á að finna leið til að bæta heiminn. Hann ákveður að að gleðja þrjár persónur og fá þessa sömu einstaklinga til að gera það sama við aðra þrjá, og svo koll af kolli. Í fyrstu virðist tilraunin mistakast hrapallega en nokkru seinna rekur blaðamaður keðju góðverka víðs vegar um landið aftur til stráksins. Aðalhlutverk: Helen Hunt, Kevin Spacey, Haley Joel Osment. 00.05 Ronin. (Málaliðar) Írskur lýð- veldissinni ræður harðsvíraða málaliða til þess að hafa uppi á ferðatösku sem er í vörslu fyrrverandi KGB-njósnara. Inni- hald töskunnar má ekki komast í rangar hendur en þegar málaliðarnir viðast hafa náð takmarkinu kemur í ljós að engum er treystandi. Hörkuspennandi mynd með stórleikurum. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Jean Reno, Stellan Skarsgard, Sean Bean, Jonathan Pryce. 02.05 Ravenous. (Rándýrseðli) Höfuðs- maðurinn John Boyd er hækkaður í tign fyrir hetjudáð en síðar kemst upp að hann reyndist algjör bleyða á örlaga- stundu. Hann er því sendur í herbúðir fyrir helstu úrhrök hersins. Skoskur flæk- ingur kemur til herbúða Boyds og segir óhugnanlega sögu af leiðangri sem end- aði með morðum og mannáti en óhugn- aðinum er ekki lokið enn. Aðalhlutverk: Jeffrey Jones, Guy Pearce, Robert Car- lyle. 03.45 Tónlistarmyndbönd Sunnudagur 14. júlí 08.00 Barnatími Stöðvar 2 11.10 The Simpsons (13:21) (e) 11.35 Undeclared (2:17) (e) 12.00 Neighbours 13.50 Madonna - Úrval 14.35 Mótorsport (e) 15.00 A Night at the Roxbury (Dansinn dunar) Steve og Doug Butabi vilja koma á fót næturklúbbi sem á að veita svalasta klúbbnum í bænum, Roxbury, harða samkeppni. Gallinn er sá að þeir eru fjarri því að vera svalir náungar en eru þó reiðubúnir að gera hvað sem er til þess að ná takmarki sínu. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Chris Kattan, Molly Shann- on. 16.25 Þorsteinn J. (6:12) (e) 16.50 Andrea (e) 17.15 Pukka Tukka (1:4) (e) 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir 19.00 Ísland í dag 19.30 The Education of Max 20.20 Random Passage (3:8) 21.10 The Invisible Circus. (Ásókn minninga) Phoebe er óhamingjusöm ung kona. Þegar hún var tíu ára gömul missti hún pabba sinn og eldri systir hennar gerðist pólitískur róttæklingur og stakk af til Evrópu ásamt kærasta sínum. Ári síðar framdi hún sjálfsmorð í Portúgal. Phoebe finnst minning þeirra sveipuð dulúð og ákveður að fara til Evrópu og hafa uppi á kærastanum. Hún finnur hann og sterkar sýnir sækja á hana í kjölfarið og henni finnst hún vera að missa tökin. Að lokum liggur leiðin til Portúgal þar sem uppgjör við fortíðina er óhjákvæmi- legt. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Christopher Eccleston, Jordana Brew- ster. 22.40 Random Hearts. (Hverflynd hjörtu) Hugljúf kvikmynd um tvær manneskjur sem eiga um sárt að binda. Dutch og Kaye missa ástvini sína í flug- slysi. Þau voru bæði sannfærð um að samband þeirra hefði verið til fyrirmynd- ar. Við rannsókn flugslyssins kemur hins vegar í ljós að makar þeirra sátu saman í vélinni. Í fyrstu álíta þau bæði að tilviljun hljóti að ráða en svo reynist ekki vera og sannleikurinn kemur í ljós. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kristin Scott Thomas, Charles Dutton, Bonnie Hunt. 00.50 Cold Feet 2 (4:6) (e) 01.40 Tónlistarmyndbönd Föstudagur 12. júlí 18.30 Íþróttir um allan heim 19.30 Gillette-sportpakkinn 20.00 Lax í Kanada (1:2). Hópur ís- lenskra stangveiðimanna hélt á ævintýra- slóðir í Kanada. Ætlunin var að láta gaml- an draum rætast; Drauminn um að veiða í útlöndum. Ekki spillti fyrir vitneskjan um þrjátíu punda laxa og stöku fiska yfir fjörutíu pundum. Dvalið var í viku við veiðar í tveimur ám á fylkjamörkum New Brunswick og Quebec. 20.30 South Park (1:14) (Trufluð til- vera) Ný þáttaröð í heimsfrægum teikni- myndaflokki um félagana Kyle, Stan, Cartman og Kenny. 21.00 Players Club, The. (Leikmenn- irnir) Dramatísk grínmynd sem fjallar um einstæða móður sem berst við að komast í háskólanám. Fjárskortur leiðir til þess að hún gerist fatafella en sá bransi er ekki eins saklaus og hann er látinn líta út fyrir. Aðalhlutverk: LisaRaye, Bernie Mac, Monica Calhoun. 22.40 Formula For Death. (Drepsóttin) Spennumynd. Marissa Blumenthal er ungur læknir á sjúkrahúsi í stórborg. Hún rannsakar dularfullan sjúkdóm sem læknavísindin hafa ekki fundið svör við. Marissa óttast afleiðingarnar ef sjúkdóm- Ísfirðingar blóðþrýstings- og kólesterólmældir Félag hjartasjúklinga Mælingar á blóðþrýstingi og kólesteróli sem fram- kvæmdar voru á Ísafirði við upphaf júní mánaðar í boði Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum komu vel út þegar á heildina er litið. Á þeim fjórum klukkustund- um sem mælingarnar stóðu yfir komu alls 103 gestir, 72 konur og 31 karlmaður á aldrinum 21-88 ára. Efri mörk blóðþrýstings gestanna reyndust að með- altali vera 126,5 mmHg og neðri mörkin 77 mmHg. Æskilegt er að vera sem næst 120 mmHg í efri mörk- um og 80 mmHg í þeim neðri. Gildið á heildarkól- esteróli var að meðaltali 4,93 mmol/L, en eftirsókn- arvert þykir að vera undir 5- 5,5 mmol/L. Karlar mæld- ust að jafnaði með hærri blóðþrýsting í könnuninni og konur með hærri gildi á kólesteróli. 13% af þeim 103 sem mældir voru greindust tæp með háþrýsting, en þar af var aðeins ein ný greining. 59% gestanna voru með heildarkólesteról undir 5 mmol/L, 275 voru með 5-6 mmol/L og 14% voru með yfir 6 mmol/L. Þess ber að geta að góð útkoma í blóð- þrýstings- og kólesteról- mælingum gæti að ein- hverju leyti verið til komin vegna þess að tæpur helm- ingur gestanna notar að jafnaði blóðþrýstings- og/ eða blóðfitulækkandi lyf. Niðurstöður útreikninga á líkamsþyngdarstuðli reyndust ekki jafn jákvæð- ar. Aðeins 24% gestanna reyndust vera í kjörþyngd miðað við hæð, 43% gest- anna flokkuðust í ofþyngd. netið Áhugaljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson á Ísafirði hefur opnað um- fangsmiklan vef tileinkað- an landsmóti Landssam- bands harmónikkufélaga er fram fór á Ísafirði á liðinni helgi. Þar má finna gífurlegan fjölda mynda er Þorsteinn tók af móts- gestum og bæjarbúum við ýmsar athafnir og skemmtanir á meðan mótinu stóð auk þess sem hægt er að panta eintök af þeim til einka- nota. Vef Þorsteins er að finna á slóðinni http:// notendur.snerpa.is/ steini, en þangað ættu sem flestir að gera víðreist og athuga hvort þar leynist ekki svipmynd af þeim í góðu glensi. bb.is Flúið á vit draumanna Þessi vandaða mynd bet heitið Digging to China, eða alla leið til Kína, og skartar stórstjörnunum Kevin Bacon og Mary Stuart Masterson í óvenjulegum hlutverkum. Myndin fjallar um ungu stúlk- una Harriet sem nálgast ungl- ingsárin. Henni finnst raun- veruleikinn heldur ómerki- legur og nýtir hvert tækifæri til að hverfa á vit drauma sinna. Móðir hennar er alkó- hólisti, eldri systirin er gálan í bænum og jafnöldrum henn- ar finnst hún vera skrýtin. Hún finnur lífsgleðina á ný þegar hún kynnist þroska- heftum manni. Stöð 2 kl. 19:30 föstudaginn 12. júlí.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.