Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 3
Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga
Tæp 19 tonn á land
á velheppnuðu móti
Aðalmót Sjóstangaveiðifé-
lags Ísfirðinga var haldið á
föstudag og laugardag. Alls
tóku 56 þátt í mótinu, 37 karlar
og 19 konur, sem mun hafa
verið met hvað varðar fjölda
þátttakenda. Leystar voru
landfestar í Bolungarvík kl.
06:00 báða dagana og róið að
veiðislóðum undir Stigahlíð,
Rit, Straumnesi og Kögri.
Veður var með eindæmum
gott báða dagana, sléttur sjór
og hlýtt í veðri.
Alls veiddust 12.200 fiskar
á mótinu og vógu þeir samtals
18.938 kílógrömm. Uppistaða
aflans var þorskur, en að auki
veiddust fáeinir ufsar, ýsur,
karfar, steinbítar, sandkolar,
lúður, marhnútar og rauð-
sprettur. Í fyrsta skipti á móti
sem þessu veiddist silungur,
en Jóhannes Sigurðsson frá
Vestmannaeyjum dró hann í
höfninni í Bolungarvík.
Í einstaklingskeppni karla
sigraði Sverrir S. Ólason frá
Siglufirði, en hann dró alls
839 kílógrömm úr sjó. Í öðru
sæti varð Árni Halldórsson
frá Akureyri með 796 kg. og í
því þriðja Einar Kristinsson
frá Reykjavík með 589 kg. Í
einstaklingskeppni kvenna
sigraði Akureyringurinn Guð-
rún Jóhannesdóttir sem skil-
aði 519 kílógrömmum á land.
Sigfríður Valdimarsdóttir varð
í öðru sæti með 399 kílóa afla
og Sigríður Kjartansdóttir frá
Ísafirði lenti í þriðja sæti með
386 kg.
Í sveitakeppni karla sigraði
sveit Árna Halldórssonar frá
Akureyri sem veiddi alls
1.945 kíló. Í sveitakeppni
kvenna sigraði sveit Sigfríðar
Valdimarsdóttur með 1.422
kílóa afla. Aflahæsti skipstjóri
mótsins var Ketill Elíasson á
Glað, en „hásetar“ hans drógu
samtals 2.098 kílógrömm úr
Einar Lárusson, þátttakandi í mótinu, með vænan ufsa sem hann dró í dag.
sjó. Í öðru sæti varð Eiríkur
Þórðarson með 2.022 kg. og í
þriðja sæti Skarphéðinn
Gíslason með 1.481 kíló.
Auk verðlauna fyrir sigur í
sveita- og einstaklingskeppn-
um voru veitt verðlaun fyrir
stærstu veiddu fiska einstakra
tegunda, fyrir stærsta fisk
mótsins, til aflahæsta heima-
mannsins, fyrir flestar veiddar
tegundir og mestu meðal-
þyngd. Mótið heppnaðist í alla
staði hið besta. Skipstjórar og
aðstoðarmenn þeirra lögðu sig
alla fram að hjálpa veiðimönn-
um að taka fiska af krókumog
gera að afla.
Aflanum landað við Brjótinn í Bolungarvík. Beðið eftir löndun í höfninni í Bolungarvík.