Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002
Lærði meira
á viku í New
York en á
síðustu þrem-
ur árum í skóla
– segir Bolvíkingurinn Haukur Sigurðsson, sem
nýlega tók þátt í barnaþingi Sameinuðu þjóðanna
Haukur Sigurðsson heitir átján vetra gamall
Bolvíkingur sem nýlega gerði víðreist, alla leið
til stórborgarinnar Nýju Jórvíkur í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku. Tilgangur ferðar-
innar var að taka fyrir hönd íslenskra ung-
menna þátt í barnaþingi Sameinuðu þjóð-
anna, sem haldið var til undirbúnings fyrir
auka-allsherjarþing SÞ um málefni barna og
unglinga sem Haukur sat einnig. Hann dvald-
ist í viku í einni af stærstu borgum heims
ásamt íslenskri jafnöldru sinni, sem einnig
sótti þingið. Og þó að flestir dagarnir hafi
farið í stíf fundahöld lét hann það ekki aftra
sér frá því að ferðast um borgina, sjá helstu
minjarnar og kynnast frændum okkar í vestri
ögn betur.
Ferðinni frestað vegna
hryðjuverkanna
Ekki er hægt að segja annað
en að hryðjuverkin sem fram-
in voru þann 11. september,
þegar meintir liðsmenn Al-
Queda hreyfingar Sádi-Arab-
ans Osama Bin Laden rændu
farþegaþotum og flugu þeim
á turna World Trade bygging-
arinnar, hafi haft áhrif á ferða-
lag Hauks. Barnaþinginu sem
hann sat var upphaflega ætlað
að hefjast þann 14. september,
aðeins fjórum dögum eftir að
árásin varð, og þurfti því að
fresta því um óákveðinn tíma.
„Ég var nú ekki farinn að
pakka niður ennþá og þakka
það íslenska kæruleysinu“,
segir Haukur, „Engu að síður
var ég undirbúinn að flestu
öðru leyti og farinn að hlakka
til ferðarinnar, þannig að mér
brá kannski öðrum fremur
þegar ég frétti hvað hefði gerst
í New York. Ég var vantrúaður
fyrst þegar ég frétti af þessu,
skólafélagarnir sögðu mér að
einhver hefði keyrt flugvél á
eitthvert háhýsi í New York
og ég vissi vart hvort að ég
ætti að taka þá alvarlega, enda
spéfuglar þar á ferð.
Þegar ég kom heim til
ömmu í Bolungarvík og
kveikti á sjónvarpinu runnu
hins vegar á mig tvær grímur.
Þarna var allt í rúst. Hryðju-
verkin komu mér á óvart, eins
og heimsbyggðinni allri, og
ég velti lengi fyrir mér hvers
kyns mannhatarar hefðu verið
þar að verki.“
„Eyðileggingin
var yfirþyrmandi“
Fljótlega í kjölfar hryðju-
verkanna var hringt í Hauk og
hann látinn vita að þinginu,
og ferðinni þar með, hefði ver-
ið frestað um óákveðinn tíma.
„Ég þóttist nú vita að til þess
myndi koma, enda fáar þjóðir
heims sem hætta á að senda
ungviði sitt beint inn í svona
skelfilega atburðarás“, segir
Haukur. Engu að síður hefur
ferðin nú, rúmu hálfu ári síðar,
verið farin og Haukur er snú-
inn heim til ömmu sinnar og
afa í Bolungarvíkinni heill á
húfi.
„Ég skoðaði rústirnar þegar
ég var í New York og eyðilegg-
ingin sem blasti við þar var
yfirþyrmandi. Þarna var alveg
risastórt svæði ekkert nema
rústir einar. Nærliggjandi
byggingar voru að hruni kom-
nar og girtar af og hvar sem
augað leit sást ekkert annað
en eyðilegging. Þarna hafði
fólk komið fyrir ýmsum minn-
ismerkjum um horfna ástvini
og ég varð verulega snortinn
af því að sjá hve margir höfðu
þurft að upplifa missi í kjölfar
hryðjuverkanna. Þau höfðu
greinilega mikil áhrif á þjóð-
arsálina og það sást kannski
best á gífurlegum fjölda
bandarískra fána í borginni.
Hvert sem maður fór gat mað-
ur fundið fánann eða annars
konar tákn um föðurlandsást.“
Málmleitartæki og
hefðbundið þukl
– Hvernig stóð á því að þú
varst valinn til ferðarinnar?
„Íris Ósk, stúlkan sem fór
með mér á þingið, hafði þegar
verið valin til ferðarinnar og
það vantaði einn strák með
henni þar sem hver þjóð sendi
tvo fulltrúa af sitt hvoru kyn-
inu. Það fór svo að haft var
samband við Gamla Apótek-
ið, kaffi- og menningarhús
ungs fólks á Vestfjörðum, þar
sem ég hef starfað sem kaffi-
skenkill undanfarið, og óskað
eftir einu stykki vestfirskum
dreng. Ég sló til og sótti um
að fá að fara og var loks valinn
úr hópi þriggja umsækjenda
til þess að taka þátt í þinginu.“
Haukur lenti á JFK-flug-
velli í New York að kvöldi 4.
maí og var ferðalöngunum þá
strax ekið áleiðis að Plaza-
Fifty hótelinu þar sem þeir
gistu vikuna sem þingstörf
tóku. Með honum í för var
sem áður sagði Íris, sem einn-
ig var þátttakandi í barnaþing-
inu, auk tveggja barnapía sem
höfðu það hlutverk eitt að
gæta Hauks og samferðar-
konu hans öllum stundum.
Hann segir að sér hafi þótt
ögn skrýtið að hafa barna-
gæslukonu sér við hlið öllum
stundum, en að hann hafi
skilið tilganginn, enda ekki
öllum unglingum treystandi
til þess að bjarga sér á eigin
spýtur í stórborginni New
York.
„Þegar ég vaknaði morg-
uninn eftir að ég kom til
borgarinnar héldum við strax
að SÞ-byggingunni á Man-
hattan-eyju. Til þess að kom-
ast þangað þurftum við að fara
í gegnum stranga öryggis-
gæslu. Götunni sem bygging-
in stendur við var allri lokað á
meðan þinginu stóð og til þess
að komast inn á hana þurftum
við að fara í gegnum vega-
tálma og sýna öll skilríki og
vegabréf margoft. Ekki tók
betra við þegar að bygging-
unni sjálfri var komið því að
þar voru fleiri öryggishlið sem
Haukur á Times Square torginu fræga.
þurfti að fara í gegnum. Þegar
ég loksins komst inn í SÞ-
bygginguna var margbúið að
leita á mér ansi gaumgæfilega,
bæði með málmleitartæki og
hefðbundnu þukli.“
Lærði meira en á
þremur árum í skóla
Þátttakendur í þinginu gátu
valið milli sjö málefna til að
ræða um. Þau voru menntun,
vernd, heilsa, HIV, þátttaka,
mismunun og umhverfið og
var skipt í hópa eftir því.
Haukur valdi að ræða um
menntun þar sem hún er hon-
um hjartfólgin og var honum
skipað í umræðuhóp ásamt
krökkum úr nokkrum löndum
Vestur-Evrópu. Í hópnum var
þeim ætlað að ræða sín á milli
hvað mætti betur fara varðandi
menntamál og aðgengi að
menntun í heiminum og skila
úrbótatillögum. Þær skyldu
síðan ræddar af öllum þátttak-
endum í fundarsal á síðasta
degi þingsins. Ef þær yrðu
samþykktar skyldu þær síðan
sendar áfram til auka-allsherj-
arfundarins um málefni barna
og unglinga sem fór fram að
barnaþinginu loknu. Var með
því verið að veita rödd barna
heimsins og skoðunum aukna
vigt á þessum vettvangi „full-
orðna fólksins“.
– Vann auka-allsherjarþing-
ið mikið eftir þeim tillögum
sem gerðar voru á barnaþing-
inu?
„Í sannleika sagt er ég ekki
alveg viss. Niðurstöður auka-
allsherjarþingsins eru komnar
á blað en ég hef ekki ennþá
fengið þær í hendur. Sjálfsagt
hefur eitthvert tillit verið tekið
til tillagnanna en ég efast um
að þær hafi haft einhver úr-
slitaáhrif. Burtséð frá því, þá
lærði ég afskaplega mikið á
því að taka þátt í þessu þingi,
meira en á síðustu þremur
árum í skóla.“
Það hafa það
ekki allir jafn gott
„Af frásögnum barna frá
þriðja heiminum varð mér æ
betur ljóst hve mikill ójöfnuð-
ur ríkir í heiminum og hversu
gífurleg misskipting við-
gengst þar. Krakkarnir frá
Mið-Ameríku töluðu til dæm-
is um að þar væri skólahald
óreglulegt í meira lagi og að
þeir fáu landar þeirra sem
menntuðu sig eitthvað af ráði
flyttu til Bandaríkjanna þann-
ig að það verður sáralítil
endurnýjun. Menntamennir-
nir flytjast allir á brott með
sína þekkingu og því verður
engin uppbygging. Á öðrum
stöðum fá svo börnin ekki að
sækja skóla, heldur þurfa þau
að vinna fyrir fjölskyldum sín-
um frá unga aldri og enn ann-
ars staðar er ekki boðið upp á
neitt slíkt. Mér varð öðru betur
ljóst hve gífurlega heppin við
erum hérna á Íslandi og á Vest-
urlöndum og hvað við höfum
það ofsalega gott. Ég hef