Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2002, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 24.07.2002, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 Á ferð á seglskútu um Norður-Atlantshaf Súðavíkurmærin Ester Ösp Guðjónsdóttir sigldi snemmsumars um 1.520 sjómílna leið frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur með viðkomu í sjávarþorpum í Danmörku og Noregi og á Hjaltlandseyjum. Farkost- urinn var finnsk tveggja mastra skúta að nafni Fiia. Siglingin, sem enn stendur yfir með nýrri áhöfn, er lokaverkefni tveggja finnskra listaskólanema sem þær kalla „Nordic messages from the seas“. Markmiðið með verkefninu er að norræn ungmenni komist í kynni við hafið og sjávarþorp Norðurlanda milli þess sem þau skapa listaverk á hafi úti með aðstoð ýmissa miðla ásamt því að læra þá mætu list að sigla seglskútu. Ester er ein þriggja vestfirskra stúlkna er voru valdar til þess að taka þátt í verkefninu. Auk hennar sigla systurnar Kristjana Sigríður og Borgný Skúladætur frá Þingeyri við Dýrafjörð með ævintýrafleyinu Fiia. Enn með salt- bragð í munni Það liggur við að Ester sé ennþá með saltbragð í munni þegar hún mætir til viðtals. Enda er þá ekki liðin heil vika frá því að hún kvaddi skútuna Fiia með söknuð í hjarta eftir rúmlega þriggja vikna veru þar um borð. Hún segist fyrst hafa fengið fregnir af sigling- unni síðla vetrar og ákveðið að slá til og sækja um þátttöku, þar sem verkefnið hljómaði vel í eyrum hennar. „Það var margt sem kom til að ég ákvað að sækjast eftir þátttöku í verkefninu. Ég hef alltaf fundið mikla tengingu við hafið og ólst nánast upp á bryggjunni í Súðavík. Faðir minn er sjómaður og ég var á sjó með honum eitt sumarið. Einnig fannst mér sjálf hug- myndin áhugaverð. Helsta ástæðan er þó sú að ferðin hljómaði eins og ævintýri og það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að upplifa slíkt“, segir Ester. Ester sitjandi á aðalbómunni. Lífið um borð var ekki bara harðræði. Til þess að sannfæra verk- efnisstjórana um listræna hæf- ni sína þurfti hún að skila inn listaverki sem sýndi tengingu hennar við hafið. „Ég ákvað að senda rekaviðarbút frá Rekavík bak Látur á Horn- ströndum sem ég hafði málað og skreytt með öldum og mar- bendlum.“ Þrjóskaðist við sjóveikinni Þegar umsókn Estarar hafði verið samþykkt þurfti hún að útvega sér styrki til ferðarinn- ar. Zontaklúbburinn Fjörgyn, Súðavíkurhreppur og Horn- strandir ehf. studdu rækilega við bakið á henni svo hún gæti ferðast með Fiia. „Það var frábært að fá hjálp frá svo mörgum, án þeirra hefði ég einfaldlega ekki komist“, seg- ir hún. Þegar peningamálin voru komin á hreint setti Ester stefnuna á Kaupmannahöfn, þar sem ný áhöfn átti að taka við skútunni. „Það fyrsta sem við gerðum var að skoða skút- una. Við vorum frædd um grunnatriði skútusiglinga, hvernig seglin virka, hvernig á að hífa þau og taka niður og hvernig best er að geyma far- angur í káetunum svo hann slasi okkur ekki þegar skútan veltist um í öldugangi.“ Þegar þeirri vinnu var lokið lögðum við loks af stað í ferðalagið. Áhöfn Fiia saman- stóð af Grænlendingi, Dana, þremur Svíum og þremur Finnum auk Esterar, en einnig voru skipuleggjendur verkefn- isins um borð ásamt stýri- manni og skipstjóra í fullri vinnu. „Það kom mér talsvert Hetjuleg uppstilling. Horft í átt til Íslands. á óvart að mikill meirihluti þátttakenda í verkefninu er kvenkyns. Ég hélt alltaf að strákar væru meira fyrir segl- báta og svoleiðis græjur.“ – Fannst þú eitthvað fyrir sjóveiki þegar komið var á haf út? „Ég hafði nú ekki búist við því að verða sjóveik á ferða- laginu þar sem ég þykist frek- ar vön sjóferðum, en fyrstu tvo dagana voru næstum allir um borð grænir í framan af sjóveiki nema skipstjórinn og stýrimaðurinn. Enginn annar var undanskilinn og þeim sem veltingurinn hafði ekki áhrif á varð bara flökurt af því að horfa á hina æla. Mér fannst sjálfri alveg fjarstæðukennt að ég yrði sjóveik og þrjóskaðist þess vegna við að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri slöpp. Ég held jafnvel að það hafi bjargað mér frá því að verða veikari en ég varð. Eftir tvo daga á skútunni voru hins vegar flestir orðnir nokkuð sjóaðir og þá gátum við tekið til við að kynnast hvert öðru almennilega. Fyr- stu vikuna notuðum við nán- ast bara ensku til þess að tjá okkur. Eftir það blómstruðu tungumálin og við vorum öll farin að tala einhvers konar sambland af Norðurlandamál- unum.“ Að standa sína pligt – Hvað aðhöfðust þið svo þegar komið var af stað? „Það var mismunandi hvað hver og einn gerði á skútinni. Þema þessa leggjar verkefn- isins var að fylgjast með breyt- ingunum sem verða þegar far- ið er úr innhafi og í úthaf. Við stoppuðum í höfnum á um tveggja daga fresti og leituð- umst þá við að kynnast fólkinu á viðkomandi stað og kanna viðhorf þess til hafsins og hvernig hafið hefur haft áhrif á líf þess. Svo voru krakkarnir að sinna mismunandi verkefn- um. Ein stúlkan var allan tím- ann í því að skrifa ljóð um okkur og leiðangurinn, einn teiknaði það sem fyrir augu bar, einhverjir voru að ljós- mynda og aðrir héldu viða- miklar dagbækur. Fólk fylgd- ist með ákveðnum hlutum um borð og safnaði heimildum til þess að skapa listaverk. Af- rakstur þessarar vinnu má sjá á sýningu um verkefnið í Hafnarhúsinu í Reykjavík sem verður uppi fram á haust. Svo fór líka mikill tími í að læra að sigla. Við þurftum að fylgja mjög strangri áætlun sem fólst m.a. í því að hvert okkar tók nokkrar vaktir á hverjum sólarhring þar sem við fylgdumst grannt með skútunni og framgangi sigl- ingarinnar. Reyndar var það bara eins og vinna og þar voru engar afsakanir teknar gildar. Það gilti einu hvort maður var sjóveikur, þreyttur, með haus- verk eða bara illa upplagður, maður gerir það sem gera þarf og stendur sína vakt. Það er ákveðinn agi sem maður þarf að temja sér úti á sjó og ég er ekki frá því að það væri gott fyrir flesta unga Íslendinga að reyna eitthvað á borð við þetta. ég veit að ég hafði í það minnsta gott af þessari reyn- slu.“ Heilluð af Hjalt- landseyjum Ferðalag Fiia yfir Atlants- hafið gekk yfir heildina litið vandræðalaust. Þó urðu nokk- rar tafir þegar halda átti frá Noregi til Hjaltlandseyja, sem voru einn viðkomustaða leið- angursins, vegna slæms veð- urs á Norðurhafinu. Því þurfti áhöfnin að sigla milli hafna í Noregi um nokkurra daga skeið og bíða þess að óveðrið gengi niður. En þegar haldið var aftur af stað tók ekki betra við því vél skútunnar bilaði. „Þá var ekki um annað að ræða en að bíta á jaxlinn, snúa aftur til Noregs og láta gera við vélina þar þrátt fyrir að við hefðum verið búin að sigla í fleiri tíma í gagnstæða átt. Allar þessar tafir urðu á end- anum til þess að við gátum ekki stoppað nema fjórar klukkustundir á Hjaltlands- eyjum, en þar hafði verið fyr- irhugað að dvelja í heila tvo daga. Mér þótti leiðinlegt að geta ekki verið þar lengur, því ég varð alveg heilluð af eyj- unum á þeim litla tíma sem við dvöldum þar. Það voru mikil viðbrigði að sjá ekta breskan bæ með gráum stein- steyptum húsum eftir að hafa siglt með ströndum Noregs framhjá þorpum sem saman- stóðu mestmegnis af pastel- lituðum sveitahúsum.“ Í bómu yfir ólgusjó „Á leiðinni til Hjaltlands- eyja sá ég líka eina mögnuð- Dolfallnir áhafnarmeðlimir horfa á Heimaey.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.