Bæjarins besta - 24.07.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002
Sitja við ritstörf í ver-
búð Norðurtangans
Hjónin Hrafn Jökulsson og Guðrún Eva
Mínervudóttir hafa um nokkurra vikna skeið
dvalið í fornri verbúð á Eyri við Skutulsfjörð
og hyggjast ekki snúa á heimaslóðir í Reykja-
vík fyrr en líða tekur á sumar. Hrafn er kannski
kunnastur fyrir störf sín í fjölmiðlageiranum,
en hann hefur komið víða við á blaðamanns-
ferli sínum, nú síðast á vefmiðlinum Press-
unni.is. Undanfarið hefur hann þó varið mest-
um tíma í þágu skákgyðjunnar, og er að undir-
búa ýmislegt henni til dýrðar. Guðrún Eva er
rithöfundur að atvinnu og hefur gefið út smáar
sögur og stærri sem jafnan hafa hlotið góðar
viðtökur hjá gagnrýnendum jafnt sem lesend-
um. Til Ísafjarðar segjast þau hafa komið til
þess að öðlast frið frá erlinum í höfuðborginni,
og einbeita sér að vinnu sinni án utanaðkom-
andi truflana.
ritverki. Ferill Guðrúnar Evu
hófst þó með öðrum hætti og
óvenjulegri.
„Ég hafði sáralítið gert af
því að skrifa þegar ég byrjaði
á minni fyrstu sögu. Ég fékk
bara einn daginn góða hug-
mynd að sögu og settist í fram-
haldinu niður og skrifaði hana.
Þannig stendur nú á því að ég
get haldið upp á rithöfundar-
afmæli mitt. Þar að auki var
þetta prýðilega tilefni fyrir
Hrafn að töfra fram eina
rjómatertu, enda er hann snill-
ingur í þeirri listgrein.“
Rithöfundarferill Guðrúnar
Evu spannar eitt smásagna-
safn, þrjár skáldsögur, kenn-
slubók (safn heimspekilegra
smásagna fyrir börn) og hálfa
ljóðabók sem verður að teljast
nokkuð góður árangur á að-
eins sjö árum. Nýjasta verk
hennar, „Albúm“, kom út nú
á vordögum, en útgáfa hennar
var einskonar tilraun til upp-
reisnar af hálfu Guðrúnar Evu.
„Ég reyndi að safna liði
meðal höfunda til þess að gefa
út bækur að sumarlagi og
brjóta þannig upp þá hefð að
aðeins megi gefa út bækur
fyrir jólin. Ég endaði reyndar
bara ein á báti, en það er aldrei
að vita hvort að þessi tilraun
eigi eftir að verða fyrsti sprot-
inn í byltingunni. Það myndi í
það minnsta gera bæði bóka-
forlögum og rithöfundum gott
að mínu mati,“ segir Guðrún
Eva. „Albúm“ hefur fengið
ágætar viðtökur þrátt fyrir að
hafa ekki komið út á jólaver-
tíðinni. Bókin hefur sérkenni-
lega uppbyggingu, en í henni
gerir Guðrún Eva ævi ungrar
stúlku skil með stuttum frá-
sögnum. Nýstárleg stílbrigðin
virka vel í bókinni og ættu
flestir að geta haft gaman af
henni.
Skrölt vestur á
skrjóðnum góða
Meðal þess sem varð til
þess að draga athygli Hrafns
og Guðrúnar Evu að Ísafirði
sem ákjósanlegum sumar-
dvalarstað eru fræðimanna-
íbúðir sem fregnir bárust af
að Ísafjarðarbær ætlaði sér að
starfrækja í vannýttum félags-
legum íbúðum sem eru margar
í sveitarfélaginu. Ekki hefur
hugmyndinni verið komið í
framkvæmd enn þótt prýðileg
sé, þannig að þegar parið hafði
samband við bæjarskrifstof-
una vísaði starfsfólk hennar á
hugmyndasmiðinn Elísabetu
Gunnarsdóttur, arkitekt með
meiru. Hún reyndist hjálp-
semin öll og var meira en lítið
tilbúin að hýsa þau í gamalli
verbúð Norðurtangans sáluga
við Tangagötu.
„Þetta er prýðilegt sumar-
hús,“ segja þau. „Það minnir
reyndar á eyðibýli, en hefur
þess mun meiri sál og sjarma.
Við skröltum hingað vestur á
gamla skrjóðnum á sjómanna-
daginn og sjáum ekki eftir því.
Það er gott að vera á Ísafirði.“
Nota hvert tilefni
til rjómatertugerðar
Daginn sem viðtalið fór
fram vildi svo skemmtilega
til að Guðrún Eva átti sjö ára
starfsafmæli sem rithöfundur
og var því fulltrúa blaðsins
boðið upp á ljúffenga rjóma-
tertu með tilheyrandi kaffi.
Tæpast er algengt að rithöf-
undar geti tímasett upp á dag
hvenær þeir hófu skriftir því
yfirleitt er um að ræða langa
þróun frá frístundadútli og yfir
í skipulagðari vinnubrögð
sem síðan skila sér í fyrsta
þegar hún kemur út í vetur.
Sjálfur er Hrafn að vinna að
margvíslegum verkefnum í
verbúðinni við Tangagötu.
„Ég er m.a. að undirbúa
vetrarvertíð í skákinni,“ segir
Hrafn, en hann er sem kunn-
ugt er forseti Skákfélagsins
Hróksins, sem kom eins og
stormsveipur og sigraði á Ís-
landsmóti skákfélaga í vor.
Hrókurinn byrjaði í 4. deild
fyrir fjórum árum, vann eina
deild á ári og sigraði með yfir-
burðum í efstu deild í fyrstu
tilraun. Í liði Hróksins voru
heimsfrægir meistarar í bland
við unga og efnilega skák-
menn. Hrafn segir að Hrókur-
inn muni freista þess að verja
Íslandsmeistaratitilinn næsta
vetur. Fyrsta viðureign félags-
ins í haust verður einmitt gegn
Taflfélagi Bolungarvíkur og
Hrafn talar af virðingu um þá
andstæðinga.
„Margir góðir skákmenn
koma af Vestfjörðum og lið
Bolungarvíkur er afar vel
skipað. Í liði þeirra eru harð-
snúnar kempur, þeir eru firna
baráttumenn.“ Þá mun Hrók-
urinn standa að alþjóðlegu
skákmóti á Hótel Selfossi í
haust og verður það sterkasta
mót sem fram hefur farið á
Íslandi í meira en áratug. Með-
al keppenda verða Jóhann
Hjartarson, stigahæsti skák-
maður Norðurlanda, sem ekki
hefur teflt á kappskákarmóti í
fimm ár, Ivan Sokolov og
Predrag Nikolic, en allir eru
þeir svokallaðir „ofurstór-
meistarar“. Þarna verður líka
Luke McShane, yngsti lands-
liðsmaður Breta og fv. heims-
meistari barna, auk fjölda ann-
arra meistara, íslenskra og er-
lendra. „Mótið á Selfossi
verður efalaust bæði skemmti-
legt og spennandi,“ segir
Hrafn.
„Mig langaði að færa skák-
Sagan af sjóreknu
píanóunum
Ísafjarðardvölina nýtir
Guðrún Eva til þess að vinna
að annarri skáldsögu sem fyr-
irhugað er að komi út síðar á
árinu. Verkið er titlað „Sagan
af sjóreknu píanóunum“, en
höfundurinn fæst ekki til að
ljóstra frekar upp um innihald
hennar né söguþráði, enda erf-
itt að gera heilli skáldsögu
skil í einni setningu. Hrafn
virðist þó kunnugur bókinni
og segir að íslenskir lesendur
megi búast við afbragðs lestri