Bæjarins besta - 24.07.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 7
ina út fyrir Reykjavík, enda
hefur alþjóðlegt mót aldrei
verið háð á Suðurlandi. Hér
vestra voru hinsvegar haldin
tvö alþjóðlegt mót á níunda
áratugnum. Þau voru skipu-
lögð af Jóhanni Þóri Jónssyni,
þeim mikla skipuleggjanda og
velgjörðarmanni skáklistar-
innar. Ég er að láta mig
dreyma um að skipuleggja al-
þjóðlegt skákmót á Vestfjörð-
um á næsta eða þarnæsta ári,
og auglýsi hér með eftir
áhugasömum samstarfsaðil-
um! Skákmót eru ótrúlega
skemmtileg vítamínsprauta í
mannlífið. Norsku landnem-
arnir tóku með sér taflsett til
Íslands og því má segja að
eiga skáklistin og Íslendingar
hafi átt samleið frá upphafi.
Skákin er þannig skemmti-
legur hluti af þjóðararfi Ís-
lendinga. Við eigum að gæta
arfsins, ekki satt, og ávaxta
hann.“
Hrafn er ekki hættur rit-
störfum, þótt hann segist í
kærkomnu fríi frá blaða-
mennskunni. „Ég er með sitt-
hvað í takinu, meðal annars í
samvinnu við Illuga, bróður
minn. Mig langar að skrifa
ótal bækur, en næsta árið fer
að miklu leyti í þjónustu við
skákgyðjuna.“
Fóstursonur
Strandanna
Faðir Hrafns, leikskáldið
Jökull Jakobsson (1933-
1978), ætti að vera flestum
Vestfirðingum að góðu kunn-
ur, en hann dvaldi langdvölum
á Ísafirði á áttunda áratug síð-
ustu aldar og sótti þaðan sjó-
inn milli þess sem hann drakk
í sig mannlífið og nýtti til inn-
blásturs í verk sín. Sjálfur er
Hrafn ekki ókunnur Vestfjörð-
um með öllu því hann vann
meðal annars í fiski í Hnífsdal
um nokkurra vikna skeið þeg-
ar hann var á átjánda aldursári.
„Ég bjó á verbúðinni
Heimabæ, sem var þá alræmd-
ur sukkstaður. Reyndar stóð
hún ekki undir væntingum
hvað það varðaði, sem hentaði
mér alveg ágætlega. Tengsl
mín við Vestfjarðakjálkann
eru hinsvegar sterkari norður
á Ströndum, enda var ég mörg
sumur vinnudrengur hjá
sómafólkinu Guðmundi
bónda Jónssyni í Stóru-Ávík
og Huldu Kjörenberg. Ég er
þakklátur fyrir þá lífsreynslu
að hafa kynnst lífsbaráttunni
á Ströndum og fólkinu þar.
Ég naut líka þeirra forréttinda
að vera nokkra hríð með Krist-
ni Drangajarli og hans fólki á
Seljanesi og Dröngum. Þaðan
á ég minningar sem mér þykir
vænt um.“
– Nú hafa skoðanir þínar
oft vegið þungt í þjóðmála-
umræðunni. Hefur þú myndað
þér einhverjar sérstakar skoð-
anir á bæjarpólitík í Ísafjarð-
arbæ á þeim stutta tíma sem
þið hafið dvalið hér?
„Nei, ekki get ég sagt það.
Ég fylgdist með bæjarstjórn-
arkosningunum og tók eftir
að hér voru jafnmargir fram-
boðslistar og í höfuðborginni,
sem bendir vissulega til að
hér séu margir sem láta sig
pólitík varða. Það er jákvætt,
því mér finnst að allir eigi að
hafa áhuga á pólitík.“ Þó
Hrafn sé ekki kunnugur bæjar-
fulltrúum á Ísafirði styður
hann eindregið launahækkun
til þeirra, sem nokkuð hefur
verið deilt um að undanförnu.
„Ég sá í blaðinu ykkar að
einhverjir voru að kvarta yfir
því að laun bæjarfulltrúanna
hefðu verið hækkuð. Þau voru
hinsvegar ákaflega lítilfjörleg
og mér finnst sjálfsagt að fólk
fái laun fyrir störf í þágu sam-
félagsins. Svo hafa nú margir
ísfirskir stjórnmálamenn náð
langt á landsvísu, og sjálfsagt
að halda uppeldisstarfinu
áfram,“ segir Hrafn og minnir
á að Ísafjörður hafi áður og
fyrrum verið pólitískur suðu-
pottur.
Rabbað í Samkaupum
Milli þess sem hjónin skrifa
og skipuleggja hafa þau verið
dugleg að kynna sér Ísafjörð
og næsta nágrenni. Sundferðir
og fjallgöngur hafa ofan af
fyrir þeim auk þess sem bíl-
ferðir til nágrannabæjanna eru
tíðar.
– Hvernig hefur ykkur svo
líkað vistin á Vestfjörðum það
sem af er?
„Ljómandi vel. Hér er feg-
urð og friður, gott mannlíf og
blómleg menning. Einn dag-
inn var hægt að velja milli
þess að fara á opnun listsýn-
ingar eða horfa á kraftakarla
leika listir sínar úti á götu, og
skömmu síðar voru þúsund
harmóníkuspilarar búnir að
leggja undir sig bæinn. Svo er
gaman að rölta um bæinn, fara
niður í fjöru eða upp í fjall,“
segir Guðrún Eva.
Og þeim hefur verið vel tek-
ið af heimamönnum?
„Jú, sannarlega. Hér býr
hressilegt og skemmtilegt
fólk, og ég lendi reglulega á
kjaftatörn í sundlauginni,
bókasafninu eða í Samkaup-
um. Ég hef ekki fundið annað
en við farfuglarnir að sunnan
séum meira en velkomin,“
segir Hrafn og skötuhjúin
kveðja og halda áfram vinnu
sinni við ódauðleg meistara-
verk og skipulagningu stór-
meistaramóta.
Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar 2002
Magnús Gautur og Anna
Ragnheiður klúbbmeistarar
Meistaramót Golfklúbbs
Ísafjarðar var haldið um
helgina. Keppt var í þremur
karlaflokkum, kvenna- og
unglingaflokki. Í 1. flokki
karla sigraði Magnús Gautur
Gíslason, en hann sló alls
314 högg á mótinu. Næstir
komu Þorsteinn Örn Gests-
son með 317 högg og Hákon
Hermannsson með 321 högg,
en sá síðastnefndi afrekaði að
fara holu í höggi á 15. braut.
Í öðrum flokki karla sigraði
Ingi Magnfreðsson á 341
höggi, en Gunnar Sigurðsson
og Óli Reynir Ingimarsson
komu næstir með 346 og 353
högg. Þá var Jakob Ólafur
Tryggvason efstur kylfinga í
3. flokki, sló alls 373 högg á
mótinu. Gunnar Þór Helgason
varð í öðru sæti á 382 höggum,
en Finnur Magnússon í því
þriðja með 384 högg.
Anna Ragnheiður Grétars-
dóttir varð hlutskörpust
kvenna, fór hringina á 185
höggum, en Kolbrún Bene-
diktsdóttir varð önnur með
210 högg og Margrét Ólafs-
dóttir í þriðja sæti með 237
högg.
Í unglingaflokki sigraði
Sigurður Fannar Grétarsson
með yfirburðum, sló 161
högg, en næstir komu Loftur
G. Jóhannesson með 183
högg og Magnús H. Guð-
mundsson með 189 högg.
Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur 2002
Bjarni og Guðrún sigruðu
Bjarni Pétursson og Guð-
rún D. Guðmundsdóttir sigr-
uðu á meistaramóti Golf-
klúbbs Bolungarvíkur sem
haldið var um helgina. Leik-
nar voru 36 holur í tveimur
flokkum karla, en 18 holur í
kvenna- og unglingaflokki.
Bjarni var með átta högga
forskot á Birgi Olgeirsson
sem kom næstur í 1. flokki
karla eða 163 högg á móti
171 höggi hjá Birgir, en
þriðji varð Unnsteinn Sigur-
jónsson á 175 högum. Í 2.
flokki karla sigraði Guð-
mundur Ó. Reynisson á 196
höggum, annar varð Jóhann
Þór Ævarsson á 199 höggum
og Jón Þorgeir Einarsson varð
þriðji á 200 höggum.
Guðrún sigraði í kvenna-
flokki á 134 höggum en þar
voru leiknar 18 holur. Valdís
Hrólfsdóttir varð önnur á 138
höggum og Fjóla Bjarnadóttir
varð þriðja á 149 höggum. Þá
sigraði Hafsteinn Þór Jó-
hannsson í flokki unglinga
á 114 höggum.
Verðlaunahafar á mótinu. Ljósmynd: Baldur Smári Einarsson.
Bílstjóri óskast
Bílstjóri með meiraprófsréttindi óskast til
afleysinga í einn mánuð.
Upplýsingar gefur Ragnar í símum 892
0660 og 456 4710.
Samkomuhúsið á Reykhólum
Hlunnindasýning opnuð
Hlunnindasýning verður
formlega opnuð í samkomu-
húsinu á Reykhólum nk.
laugardag, 27. júlí kl. 14:00.
Á sýningunni verður nýt-
ing sels gerð góð skil sem
og nýting æðarfugls og sex
tegunda sjófugla. Þá eru á
sýningunni, myndir og upp-
settir hlutir og er allur skýr-
ingartexti bæði á íslensku
og ensku auk þess sem sér-
stakt barnahorn hefur verið
sett upp. Í frétt frá Reyk-
hólahreppi segir að með sýn-
ingunni sé stigið skref í þá
átt að auka menningartengda
ferðaþjónustu á landsbyggð-
inni.
„Höfuðbólið Reykhólar í
Austur-Barðastrandarsýslu er
viðurkennt sem mikil hlunn-
indajörð. Þar sátu höfðingjar
til forna og höfðu um sig hirð
mikla. Væringar voru tíðar
með mönnum og því oft gott
að ekki var langt að leita fanga
til matar fyrir heimilisfólk og
gesti. Breiðafjörðurinn var og
er mikil matarkista. Eyjarnar
á Breiðafirði og sjórinn þóttu
gefa vel, bæði af fugli og
fiski,“ segir í frétt frá hreppn-
um um þema sýningarinnar.
Að uppsetningu hlunninda-
sýningarinnar stóðu þau Sig-
rún Kristjánsdóttir, þjóðfræð-
ingur, Finnur Arnar Arnarson,
leikmyndasmiður og Þórarinn
Blöndal, myndlistarmaður,
auk heimamanna sem smíð-
uðu og máluðu og unnu að
útvegun muna. Sýningin verð-
ur opin alla daga frá kl. 13-18
til 15. ágúst. Eftir þann tíma
verður opnunartíminn styttur.
„Það er tilvalið að skreppa í
helgarferð til Reykhóla sem
er aðeins í rúmlega 200 km
fjarlægð frá Reykjavík,
skoða þessa fögru sveit, þar
sem landslag er afar fjöl-
breytt. Gista í tjaldi eða á
gistiheimili, fara í sund og
heita potta, nota sér göngu-
leiðir sem búið er að merkja
í nágrenninu, skoða hlunn-
indasýninguna og enda svo
með góðum kvöldverði í
Bjarkalundi, þar sem einnig
er hægt að gista,“ segir í
frétt frá Reykhólahreppi.
Bjarnabúðarmótið í golfi
punkta, en Unnsteinn Sigur-
jónsson varð annar með 39
punkta. Þá hlaut Páll Guð-
mundsson 38 punkta.
Hólmfríður Einarsdóttir
þótti kvenna best enda hlaut
hún 32 punkta. Margrét Ólafs-
dóttir varð önnur með 31
Bjarnabúðarmótið í golfi
fór fram á Syðridalsvelli í
Bolungarvík á sunnudag.
Alls mætu tæplega 30 kylf-
ingar til leiks og léku 18
holur með punktakeppnis-
formi. Þorleifur Ingólfsson
sigraði á mótinu, hlaut 40
Á þriðja tug kylf-
inga tóku þátt
punkt, en Anna Ragnheiður
Grétarsdóttir þriðja með 30
punkta. Þá sigraði Sigurður
Fannar Grétarsson í unglinga-
flokki og hlaut hann 28 punkta.
Að venju voru veitt verð-
laun fyrir lengsta pútt á 9.
flöt, en að auki voru veitt
nándarverðlaun á 12. og 14.
holu. Jón Þorgeir Einarsson
átti það teighögg sem næst
fór 12. holu, en bolti Önnu
Ragnheiðar lenti næst 14.
holu. Unnsteinn Sigurjóns-
son átti svo lengsta púttið á
9. flöt.
Verðlaunahafar á mótinu.