Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 27. nóvember 2002 • 48. tbl. • 19. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk 100 ára afmælis vélvæðingar í fiskibátaútgerð á Íslandi minnst Sexæringurinn Stanley var fyrsti íslenski vélbáturinn Hátíðarhöld voru á Ísafirði á laugardag í minningu þess, að öld er liðin frá því að fyrst var sett vél í bát á Íslandi. Það var einmitt gert á Ísafirði og telst sá atburður marka ein- hver merkustu þáttaskil sem orðið hafa í íslenskri útgerðar- og atvinnusögu. Báturinn var sexæringurinn Stanley en vél- in dönsk af gerðinni Møllerup. Fyrir hátíðarhöldunum stóðu Byggðasafn Vestfjarða og Vélstjórafélag Íslands, en þessi atburður fyrir einni öld markar upphaf vélstjórastétt- arinnar á Íslandi. Vélin í Stanley kom til Ísa- fjarðar 5. nóvember 1902 en báturinn fór sína fyrstu ferð með vélarafli 25. nóvember. Formaður á Stanley var Árni Gíslason, sem átti hann í fé- lagi við Sophus J. Nielsen, verslunarstjóra Tangsverslun- ar á Ísafirði. Meðal gesta á Ísafirði við hátíðarhöldin á laugardag var Þorsteinn Páls- son, sendiherra í Lundúnum og fyrrum sjávarútvegsráð- herra, en Árni Gíslason var langafi hans. Þar var einnig afkomandi J.H. Jessens vél- fræðings, sem fylgdi fyrstu vélinni til Íslands og markaði síðan varanleg spor í sögu Ísa- fjarðar. Í tilefni af þessum tímamót- um var á laugardag opnuð sögusýning í Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar getur meðal ann- ars að líta Møllerup-vél smíð- aða 1902, sem hugsanlegt er að sé einmitt sama mótorvélin og knúði Stanley fyrir hundrað árum. Sjá nánar á bls. 8. Finnbogi Bernódusson, Pétur Sigurðsson, Jón Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Einarsson skoða Møllerup-vélina frá 1902 á sýningunni í Byggðasafninu á Ísafirði. Skoðanakönnun DV meðal kjósenda í Norðvesturkjördæmi Einar K. Guðfinnsson, fyr- sti þingmaður Vestfirðinga, nýtur mests álits af stjórn- málamönnum í Norðvestur- kjördæmi meðal kjósenda í kjördæminu, samkvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var í síðustu viku. Annars veg- ar var spurt um þann stjórn- málamann í kjördæminu sem fólk hefði mest álit á og hins vegar þann sem fólk hefði minnst álit á. Flestir nefndu Einar Kristin sem þann sem þeir hefðu mest álit á. Hins vegar komst hann naumast á blað í hópi þeirra sem fólk hafði minnst álit á. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra var sá stjórn- málamaður í kjördæminu sem flestir kváðust hafa minnst álit á. Vilhjálmur Egilsson er um- deildastur samkvæmt könn- uninni en hann lenti í öðru sæti bæði hvað vinsældir og óvinsældir varðar. Ekki mun- aði miklu á honum og Einari Kristni í vinsældum en hins vegar var hann langt frá Sturlu Böðvarssyni í óvinsældum. Á eftir Einari Kristni (D) og Vilhjálmi (D) á vinsælda- listanum komu, í þessari röð: Magnús Stefánsson (B), Einar Oddur Kristjánsson (D), Sturla Böðvarsson (D), Jón Bjarnason (V), Guðjón Guð- mundsson (D) og Kristinn H. Gunnarsson. Flestir hafa mest álit á Einari K. Flateyri Bókasafnið á Flateyri var opnað að nýju nú um helgina. Safnið hefur verið lokað undanfarin misseri vegna óvissu í húsnæðis- málum þess við hlið gömlu hreppsskrifstofunnar við Hafnarstræti. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að safnið verði áfram á sama stað. Bókasafnið hef- ur verið endurskipulagt og töluverðu af gömlum og úreltum ritum hefur verið komið fyrir í geymslum. Nú eru aðgengileg rit í útlánasalnum um sex þús- und og öll aðstaða töluvert betri en áður var. Pétur Þor- kelsson sem sinnti bóka- safninu á Flateyri um árabil hefur tekið að sér bóka- vörsluna áfram. Bókasafnið opnað á ný Vestfirðir 86 manns at- vinnulausir Fyrir helgina voru 86 manns skráðir án atvinnu á Vestfjörðum. Þetta jafn- gildir 2,1% atvinnuleysi í fjórðungnum. Atvinnu- leysi hefur aukist nokkuð síðustu vikur eins og venjulega á þessum árs- tíma. Í október mældist at- vinnuleysi á Vestfjörðum 1,2% að meðaltali. Það jafngildir því að 49 hafi verið atvinnulausir á degi hverjum, 29 karlar og 25 konur. Atvinnuleysi á Vest- fjörðum er sem fyrr tölu- vert minna en á landsvísu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.