Bæjarins besta - 27.11.2002, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002
Dægurlagakeppni Kven-
félags Sauðárkróks 2003
Kvenfélag Sauðárkróks efnir til dægur-
lagakeppni sem lýkur með úrslitakvöldi í
Sæluviku 2. maí 2003.
Öllum er heimil þátttaka. Verk mega ekki
hafa birst eða verið flutt opinberlega áður.
Þátttakendur skili verkum sínum undir dul-
nefni og láti rétt nafn og heimilisfang fylgja
með í vel merktu, lokuðu umslagi.
Þátttökugjald fyrir hvert lag er kr. 1.500.-
Síðasti skilafrestur er til og með 20. jan-
úar 2003. Innsendar tillögur skulu merktar:
„Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauð-
árkróks“, Pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur.
Hver höfundur getur aðeins átt eitt lag í
úrslitakeppni.
Kvenfélagið áskilur sér allan rétt til hvers
kyns útgáfu á þeim tíu lögum sem komast
í úrslit.
Atvinna
Starfsmann vantar til verslunar- og út-
keyrslustarfa.
Allar nánari upplýsingar gefur Grétar á
staðnum í Húsgagnaloftinu, Skeiði 1.
100 ára afmæli vélvæðingar í fiskibátaútgerð á Íslandi
„Vélbátarnir fóru eins
og eldur um sinu“
Upphaf vélbátaútgerðar á
Íslandi markast af þeim sögu-
fræga atburði, þegar vél –
„mótorvél“ eða „olíuhreyfi-
vjel“ – var sett í sexæringinn
Stanley á Ísafirði í nóvember
1902 eða fyrir réttum hundrað
árum. Formaður á Stanley var
Árni Gíslason, sem átti bátinn
í félagi við Sophus J. Nielsen
verslunarstjóra. Vélin var
dönsk af gerðinni Møllerup
og kom til Ísafjarðar 5. nóv-
ember. Fyrstu sjóferð sína
með vélarafli fór Stanley 25.
nóvember 1902. Af þeirri ferð
segir svo m.a. í frétt í blaðinu
Vestra á Ísafirði:
„Báturinn var inni á Polli,
og fór formaður hans ásamt
meðeiganda sínum og nokkr-
um bæjarmönnum fyrstu ferð-
ina út í Hnífsdal. Ferðin gekk
ágætlega, og gekk báturinn
álíka og sex menn róa. Hann
var 40 mínútur utan úr Hnífs-
dal og inn á Ísafjörð, en fór þó
sjálfsagt fimm mínútna krók
inn í Djúpið.“
Með vélinni kom frá Dan-
mörku nítján ára piltur, Jens
Hansen Jessen, til þess að
setja vélina í bátinn og kenna
Árna meðferð hennar. Jessen
hélt utan að verki loknu en
kom fljótlega aftur til Íslands
og settist að á Ísafirði. Hann
setti þar á stofn vélaverkstæði,
hið fyrsta sinnar tegundar hér-
lendis. J. H. Jessen eignaðist
hér eiginkonu og afkomendur
en varð skammlífur.
Á laugardag var opnuð sýn-
ing í Turnhúsinu í Neðsta-
kaupstað á Ísafirði í minningu
þessara tímamóta í íslenskri
atvinnusögu. Meðal þess sem
þar getur að líta er Møllerup-
vél sem varðveist hefur hér-
lendis og kann að vera einmitt
sú hin sama og knúði Stanley.
Eftir hátíðlega stund í Turn-
húsinu héldu gestir í Verk-
menntahús Menntaskólans á
Ísafirði, þar sem meðal annars
var greint frá stofnun Styrkt-
arsjóðs vélstjóra í Ísafjarðar-
bæ (sjá baksíðu). Að hátíða-
höldunum stóðu í sameiningu
Vélstjórafélag Íslands og
Byggðasafn Vestfjarða.
Elsti sérsmíðaði
vélbáturinn er
líka ísfirskur
Í ávarpi við upphaf hátíðar-
haldanna í Turnhúsinu sagði
Jón Sigurpálsson, forstöðu-
maður Byggðasafns Vest-
fjarða meðal annars:
„Byggðasafnið hefur af
þessu tilefni sett upp litla sýn-
ingu, sem er samsett annars
vegar úr veggspjöldum þar
sem þessi saga er rakin í gróf-
um dráttum, og hins vegar er
það svo vélin, tveggja hestafla
Møllerupvél árgerð 1902, sem
Þjóðminjasafn Íslands hefur
lánað okkur. Þetta er sams
konar vél og sett var í Stanley,
og raunar er verið að kanna
hvort þetta sé hugsanlega sú
eina sanna...
Stanley er því miður glatað-
ur, en það er þó gaman að
geta þess, að við eigum hér á
safninu annan merkan bát úr
þessari sögu, en það er Gestur
frá Vigur, sem mun vera elsti
sérsmíðaði vélbáturinn sem
varðveist hefur hér á landi.
Hann er nú þessi misserin í
umfangsmikilli viðgerð og
endursmíði. Þannig er einnig
ástatt um annan merkan sem
safnið á, en það er eikarbátur-
inn Sædís sem Bárður G.
Tómasson, fyrsti skipaverk-
fræðingur Íslendinga, teiknaði
og smíðaði. Báðir þessir bátar,
Gestur og Sædís, verða að við-
gerð lokinni varðveittir á floti
og hafðir í nokkurri notkun,
og er það nýlunda í varðveislu
báta á söfnum á Íslandi.“
Engill á gröf Jessens í
Ísafjarðarkirkjugarði
Meðal gesta við hátíðina á
Ísafirði laugardag var Ingólfur
Harðarson, afkomandi J. H.
Jessens vélfræðings, og flutti
hann kveðju frá móður sinni,
Sif Ingólfsdóttur, og engils-
styttu, sem hún óskaði að sett
yrði á leiði Jessens í kirkju-
garðinum á Ísafirði. Kveðjan
frá Sif Ingólfsdóttir var svo-
Málverk af sexæringnum Stanley frá Ísafirði.
hljóðandi:
„Fyrir hönd okkar, sem eig-
um ættir okkar að rekja til
Jens Hansen Jessen, eru hér
með sendar kærar kveðjur.
Sérstakar kveðjur eru frá
tengdadóttur og sonardætrum
hans í Esbjerg í Danmörku.
Mæt minning Jens Hansen
Jessen og traust og virðing
sú, er hann naut, hefur yljað
okkur um hjartaræturnar alla
tíð. Stolt okkar yfir hæfni hans
og verkum veitir okkur öllum
meðbyr í lífsins ólgusjó og
þar verðum við því aldrei vél-
arvana. Í stað blóma flytur
þessi engill kveðju frá okkur,
með ósk um Guðs blessun
öllum til handa hér á Ísafirði.“
Áhrif vélbátavæðing-
arinnar á samfélagið
Sigurður Pétursson sagn-
fræðingur á Ísafirði flutti fróð-
legt erindi um áhrif vélvæð-
ingar íslenskra fiskiskipa, sem
oft er nefnd Iðnbylting Íslend-
inga, á ýmsa þætti þjóðlífs og
atvinnulífs. Varðandi áhrifin
á þéttbýlisþróun á Vestfjörð-
um og fólksfjölda sagði Sig-
urður:
„Á 19. öld hafði verslunar-
frelsi og saltfiskverkun verið
undirstaða mikillar uppbygg-
ingar í árabátaútgerð í kring-
um landið, ekki síst hér á Vest-
fjörðum. Þar við bættist svo
öflug þilskipaútgerð kaup-
manna á helstu verslunarstöð-
unum. Skútubæirnir urðu til á
þessum tíma, Ísafjörður, Flat-
eyri, Þingeyri og Bíldudalur
eru dæmi um kaupstað og
kauptún sem byggðust upp
kringum verslun og skútur,
með þeirri þjónustu sem slíkur
rekstur þurfti, fiskverkun,
handiðnað og stjórnsýslu.
En á nítjándu öld urðu einn-
ig til minni þéttbýli við sjáv-
arsíðuna, sem spruttu upp
vegna aukinna fiskveiða og
Møllerup-vélin í Byggðasafninu á Ísafirði.
hagstæðara verðs á lýsi og
saltfiski. Þetta voru sjávar-
byggðirnar sem áttu blóma-
tíma sinn frá 1880 og fram
yfir 1900.
Hér við Ísafjarðardjúp finn-
ast margar slíkar byggðir eða
verstöðvaþorp, eða réttara
sagt, leifar þeirra. Því þessi
litlu þéttbýli eru næstum öll
komin í eyði nú. Dæmi um
þessar byggðir eru: Arnarnes
við Skutulsfjörð, Folafótur í
Seyðisfirði, Ögurnesið, Hest-
eyri og Skálavík. Á þessum
stöðum bjuggu oft 80-100
manns í hverri verstöð. Þarna
var blómlegt líf um tíma, skól-
ar og samkomuhús byggð,
jafnvel verslunarhús. En nú
standa aðeins tóftirnar eftir.
Þessar verstöðvar urðu undir
þegar vélbátarnir komu til
sögunnar.
Aðrar verstöðar héldu á-
fram að eflast eftir að vélbát-
ar komu til sögunnar, svo sem
Hnífsdalur, Súðavík og ekki
síst Bolungarvík. Það var
hafnaraðstaðan sem gerði út-
slagið. Að vísu lentu bæði
Hnífsdalur og Bolungarvík í
tilvistarvanda, þegar vélbátar-
nir stækkuðu, því öruggar
hafnir voru þar ekki til staðar
frá náttúrunnar hendi. Hitt
atriðið sem réði úrslitum var
þjónustan: Vélaverkstæði,
iðnaðarmenn og verslun. Það
er einmitt eftir tilkomu vél-
bátanna sem Ísafjarðarkaup-
staður verður ótvíræður höf-
uðstaður Vestfjarða. Þar var
allt til staðar til að fóstra vél-
bátaútgerðina. Ein besta höfn
landsins, iðnaðarmenn og
verslun til að þjóna þörfum
útgerðarinnar og mannafli til
að vinna úr aflanum.
Við sjáum þetta á þróun
fólksfjöldans: Íbúar í Ísafjarð-
arkaupstað voru 1.067 alda-
mótaárið 1900. Næsta áratug
1901-1910 fjölgaði hins vegar
í kaupstaðnum um heilar 787
manneskjur samkvæmt
manntali og voru þá íbúar í
bænum orðnir 1.854. Þessi
mikla fjölgun milli vekur
athygli, og ástæðan er: Vél-
bátar.
Ef við lítum til Vestfjarða
og skoðum þéttbýlisþróunina,
þá sker Bolungarvík sig úr.
Þar hafði verið blómleg ver-
stöð um aldaraðir, en eins og
títt var um verstöðvar, þá
höfðu ekki margir þar fasta
búsetu allt árið. Þetta breyttist
með vélbátunum. Um alda-
kirkja
Ísafjarðarkirkja:
Foreldrasamvera á
fimmtudag kl. 10:30 til
12:00. Kirkjuskóli barn-
anna á laugardag kl.
11:00. Messa og altar-
isganga á sunnudag kl.
11:00. Sr. Stína Gísla-
dóttir þjónar fyrir altari.
Hnífsdalskapella:
Kirkjuskóli barnanna á
sunnudag kl. 13:00.
Aðventuhátíð á sunnu-
dag kl. 17:00.
Flateyrarkirkja:
Bænastund á fimmtu-
dag kl. 17:30. Kirkju-
skóli á laugardag kl.
13:30.
Holtskirkja:
Guðsþjónusta fyrsta
sunnudag í aðventu kl.
15:00. Fermingarbörn
flytja aðventuþátt. Alt-
arisganga. Messukaffi í
Holtsskóla.