Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.11.2002, Side 9

Bæjarins besta - 27.11.2002, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 9 mót taldist ekki þéttbýli í Bol- ungarvík, en árið 1910 voru 815 íbúar taldir í þéttbýli í Bolungarvík af rúmlega þús- und íbúum.“ Um áhrif vélvæðingarinnar á útgerð landsmanna sagði Sigurður Pétursson: „Það er eftirtektarvert, að vélbátarnir fóru eins og eldur um sinu. Það sama gerðist alls staðar á landinu: Þrem til fjór- um árum eftir að fyrsti vél- báturinn var gerður út frá ver- stöð höfðu flestir útgerðar- menn eða útvegsbændur skipt yfir í vélar. Þetta gerðist hér við Ísafjarðardúp, þar sem flestir bátar í Bolungarvík voru komnir með vél strax árið 1906. Sama gerðist á Austfjörðum, í Vestmannaeyj- um og víðar.“ Erindi Sigurðar Péturssonar var byggt á fyrirlestri sem hann flutti í Neðstakaupstað á liðnu sumri. Fyrirlesturinn má finna í heild í Vestfirska fróðleikshorninu, sem er einn af undirvefjum bb.is. „Möllerupsmótorinn“ úr Bolungarvík Sýningin í Turnhúsinu í til- efni aldarafmælis vélvæðing- ar í íslenskum sjávarútvegi verður þar áfram þegar Bygg- ðasafn Vestfjarða verður opn- að í vor. Hins vegar verður hægt að fá að skoða hana eftir pöntun og samkomulagi enda þótt safnið sjálft sé ekki opið. Leiddar hafa verið að því líkur, að Møllerup-vélin á sýn- ingunni í Neðstakaupstað sé einmitt sú sem kom til Ísa- fjarðar í nóvember árið 1902 og sett var í Stanley. Hvorki hefur tekist að sanna það né afsanna, þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan. Endalok Stan- leys urðu þau, að hann rak á land í Skötufirði árið 1908. Í traustri heimild frá 1939 segir: „Líkindi eru til að vélin úr honum hafi náðst, því í leitir- nar hefir komið í Bolungavík 2ja hestafla Möllerupsmótor, smíðaður 1902, sem síðan hefir verið breytt í landmótor af Th. Thomsen vélsmið, er fyrstur hafði vélaverkstæði í Bolungavík... Bendir ýmislegt til, að þarna sé einmitt fyrsta íslenzka fiskibátavélin...“ Umræddur „Möllerups- mótor“ er einmitt vélin sem gestir á Ísafirði fengu að líta á laugardaginn. Árið 1939 var Jóhann Pétursson kennari við Vélskólann sendur vestur í Bolungarvík til að sækja vél- ina vegna sjávarútvegssýning- ar. Síðan gekkst Jóhann fyrir því, að hún var falin Þjóð- minjasafninu til eignar og varðveislu. Nokkrir gestanna við opnun sýningarinnar í Byggðasafninu á Ísafirði á laugardag. „Vélbátaútgerðin var ekkert minna en upphaf byltingar“ – sagði Þorsteinn Pálsson við hátíðahöldin í aldarminningu fyrsta vélbáts Íslendinga Þorsteinn Pálsson, sendi- herra og fyrrum sjávarút- vegsráðherra, var meðal gesta á Ísafirði við hátíðar- höldin á laugardag, en Árni Gíslason formaður á Stanley var langafi hans. Þorsteinn flutti ávarp og sagði m.a.: „Djúpmenn voru kunnir fyrir harða sjósókn. Þeir vissu að miðin voru gull- kista. Árni Gíslason gerði lokakafla árabátaútgerðar- innar hér við Djúp og upp- hafi vélbátaútgerðarinnar ágæt skil í stuttri en skil- merkilegri bók, sem hann nefndi Gullkistu með skír- skotun til fiskimiðanna hér í Djúpinu. Menn voru að opna gullkistu nýrrar aldar. Mér er nær að halda að í huga hans hafi vélarkaupin fyrst og fremst átt að létta róðurinn. Og ef til vill sá hann fyrir lítils háttar meiri afla og ef til vill eitthvað bættan hag. En mér er á hitt borðið stórlega til efs, að í huga hans hafi verið bylting atvinnuhátta og lífskjara. En þegar við lítum til baka, réttri öld síðar, getur engum blandast hugur um að vélbáta- útgerðin var ekkert minna en upphaf byltingar að þessu leyti á Íslandi. Sameignarmaður Árna Gíslasonar að bátnum Stanley, Sophus Nielsen verslunar- stjóri, var efasemdamaður í fyrstu, en sannfærðist síðar við upplýsingu að utan. Marg- ir brostu glettnislega í kamp- inn þegar báturinn kom úr fyr- sta róðri en sáu skjótt að hér voru nýir möguleikar. Og vél- bátunum fjölgaði skjótt.... Allir þeir sem gengist hafa fyrir því að þessa atburðar yrði minnst hér í dag með svo sómasamlegum hætti eiga því þakkir skildar. En minning þessa atburðar á ekki heldur að kveldi þessa dags að falla í gleymskuskaut nýrrar aldar. Hann markaði sannarlega meiri þáttaskil í atvinnusögu og Íslendinga allra en svo. Í því ljósi þykja mér það ánægjuleg tíðindi, sem Jón Páll Halldórsson, formaður Sögufélags Ísfirðinga, hefur tjáð mér, að félagið muni hafa forgöngu um, í samráði við afkomendur og með tilstyrk frá Alþingi, að reistur verði hér á Ísafirði minnisvarði um þennan atburð. Til þess hefur verið valið verkið Harpa hafsins eftir Svanhildi Sigurð- ardóttur myndhöggvara. Ég hygg að það geti naum- ast verið tilviljun, að neisti þessara framfara hafi kviknað hér á Ísafirði. Hér var átaka- vettvangur í umróti og gerjun stjórnmálabaráttu þessa tíma. Hér var einnegin uppspretta að ýmsu nýju í menningu og Þorsteinn Pálsson flytur ávarp sitt í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. skáldskap. Og hér hafa strengirnir í hörpu hafsins vissulega ómað skýrt alla tíð. Að minni hyggju fer vel á því, að listaverkið Harpa hafsins rísi einmitt hér á miðju sögusviðinu og á vettvangi þess mannlífs þar sem rætur þeirra lágu, sem við minnumst hér í dag.“ Þriðja starfsári Skjólskóga á Vestfjörðum að ljúka 260 þúsund plöntur gróðursettar og 22 km af skjólbeltum lagðir út Senn lýkur þriðja starfsár- inu og jafnframt ágætu skóg- ræktarári hjá Skjólskógum á Vestfjörðum. Um þessar mundir stendur yfir uppgjör við skógarbændur á Vestfjörð- um en 30 jarðir fá framlög til beinna framkvæmda á þessu ári, alls um 17 milljónir króna. Gróðursettar voru 260.000 skógarplöntur og lagðir út 22 km af skjólbeltum en í þá fóru 44.000 græðlingar. Vestfirskir skógarbændur bíða nú spennt- ir eftir að sjá hvað fjárveit- ingavaldið hyggst láta renna til verkefnisins á næsta ári. Gert var ráð fyrir að níu ár tæki að þrepa verkefnið upp í full afköst til að ná settu marki laga um skógræktarverkefni. Í því felst að rækta fjölnytja- skóg á 5% láglendis á 40 ár- um. Til að ná fullum afköstum þarf að planta trjám í 700 ha árlega. Til þess þarf árleg fjár- veiting að fara yfir 100 millj- ónir króna en hún er 30 millj- ónir á þessu ári. Hjá Skjólskógum eru nú 3,25 stöðugildi. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir á bú- jörðum skapi rúmlega 3 árs- verk til viðbótar, auk þeirrar atvinnu sem skapast við fram- leiðslu plantna og annarra að- fanga í héraði. Framkvæmda- stjóri Skjólskóga er Sæmund- ur Kr. Þorvaldsson í Dýrafirði. Hannað hefur verið nýtt merki fyrir Skjólskóga á Vestfjörðum. Starfsmenn Skjólskóga með góðum gesti í skoðunarferð um Mjóafjörð: Hallfríður Sigurðardóttir, Hólmavík, Kristján Jónsson, Ísafirði, Arnlín Óladóttir, Bjarnarfirði, og Sigurður Blöndal á Hallormsstað, fyrrum skógræktarstjóri. Sá fimmti í þessari för var Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Dýrafirði, framkvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum, en hann tók myndina. Vöxtur trjáa á Vestfjörðum er víða með ágætum. Tölurnar sýna árlegan viðarvöxt tveggja trjátegunda í rúmmetrum á hektara. Talið er að hann þurfi að vera að lágmarki 3-4 rúmmetrar á hektara á ári til að skógrækt teljist arðbær.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.