Bæjarins besta - 27.11.2002, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 13
Bændur á norðanverðum Vestfjörðum uggandi um sinn hag
Mjólkurframleiðsla og mjólkur-
samlag að syngja sitt síðasta?
Bændur á sex bæjum í Ön-
undarfirði og Súgandafirði
hafa ritað bæjaryfirvöldum í
Ísafjarðarbæ og óskað eftir
stuðningi bæjarfélagsins við
mjólkurframleiðslu. Fram
kemur í erindi þeirra, að þeir
telja að mjólkurframleiðsla á
norðanverðum Vestfjörðum
og mjólkursamlagið á Ísafirði
muni leggjast af, verði ekkert
að gert innan mjög skamms
tíma. Bréfritarar binda helst
vonir við lánsfjármagn á hag-
stæðum kjörum frá Lánasjóði
landbúnaðarins, Byggða-
stofnun og Ísafjarðarbæ og
segja nauðsynlegt að einhver
þessara aðila ríði á vaðið. „Af-
greiðsla þessara þriggja aðila
á málinu ræður úrslitum um
framtíð greinarinnar á okkar
svæði“, segir í erindi bænd-
anna.
Í bókun bæjarráðs Ísafjarð-
arbæjar segir að ráðið telji, að
komi til lánveitinga sé Ísa-
fjarðarbæ óheimilt að lána
fjármagn án vaxta og verð-
bóta, eins og óskað er. Ráðið
telur sér ekki fært að taka
ákvörðun í þessu máli fyrr en
fyrir liggi frekari upplýsingar
um aðkomu Byggðastofnunar
að málinu.
„Eins og bæjarstjórn er
kunnugt“, segir í bréfi bænd-
anna, „þá hafa farið fram um-
ræður um nauðsyn þess að
tryggja áframhaldandi mjólk-
urframleiðslu á norðanverð-
um Vestfjörðum og rekstur
mjólkursamlags á Ísafirði.
Allir þeir sem munu hugsan-
lega koma að málinu hafa nú
þegar allar upplýsingar um
hvert horfir að óbreyttu. Það
er að mjólkurframleiðsla og
mjólkursamlag leggst af ef
ekkert er gert innan mjög
skamms tíma til þess að færa
mjólkurframleiðsluna í nú-
tímalegt rekstrarform sem
víðast. Jafnframt er þekkt að
slíkt verður ekki gert nema
viðkomandi framleiðendur
sem hyggja á breytingar og
aðrir sem kunna að byggja
síðar fái stuðning hins opin-
bera til framkvæmdanna.
Stuðningur getur verið í formi
beinna styrkja og/eða í formi
hagstæðra lána.
Helstu fjármögnunarmögu-
leikar eru: Lán frá Lánasjóði
landbúnaðarins, helst allt á
3,43% vöxtum, lán frá Bygg-
ðastofnun, einnig á hagstæð-
um kjörum, og stuðningur frá
Ísafjarðarbæ. Nauðsynlegt er
að einhver þessara aðila ríði á
vaðið og ákveði sína aðkomu.
Undirrituð óska því eftir að
fá upplýst hvers er að vænta
sem lágmarksstuðningur
sveitarfélags. Við viljum jafn-
framt gera að tillögu okkar að
stuðningur sveitarfélags verði
sá, að það láni allt að kr. 80 á
hvern lítra greiðslumarks sem
kann að verða keyptur sam-
fara verulegum nýfram-
kvæmdum við fjósbyggingar
í samræmi við nútímakröfur.
Lánin endurgreiðist á átta
árum. Endurgreiðsla hefjist að
tveimur árum liðnum frá
upphafi hvers láns. Lánin
verði vaxtalaus og óverð-
tryggð.
Ljóst er að hér er beðið um
töluverðan stuðning en jafn-
framt er okkur ljóst, að það er
einfaldlega góður fjárhagsleg-
ur kostur fyrir sveitarfélagið,
miðað við að þessi atvinnu-
þáttur með margfeldisáhrifum
hverfi annars hér úr byggðum.
Stuðningur þessi myndi
jafnframt hvetja Lánasjóð
landbúnaðarins og Byggða-
stofnun til þess að koma vel
að málinu. Afgreiðsla þessara
þriggja aðila á málinu ræður
úrslitum um framtíð greinar-
innar á okkar svæði.“
Efnisríkt og vandað Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2002 komið út
Upphaf vélvæðingar í sjávar-
útvegi og fyrsta Færeyjaflugið
Út er komið Ársrit Sögu-
félags Ísfirðinga 2002, fer-
tugasti og annar árgangur.
Efni þess er mjög vandað
og fjölbreytt að venju. Má
þar fyrst nefna samantekt
eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing
um upphaf vélvæðingar í ís-
lenskum sjávarútvegi. Til-
efnið er að þessa dagana er
rétt öld liðin frá þeim sögu-
lega atburði, þegar fyrsta
vélin var sett í íslenskan bát.
Þar er um að ræða sexæring-
inn Stanley á Ísafirði, sem
þeir Árni Gíslason og Sop-
hus J. Nielsen áttu. Lokið
var við að setja vélina í bát-
inn 25. nóvember 1902 og
var hann þá settur á flot og
farið í reynsluferð frá Ísa-
firði til Hnífsdals.
Jón Páll Halldórsson
fræðimaður ritar um fyrsta
Færeyjaflug Íslendinga og
Færeyjaferð ísfirskra
íþróttamanna árið 1949.
Heimir G. Hansson sagn-
fræðingur og safnvörður á
Ísafirði segir frá óhappafley-
inu Skarphéðni, sem fórst
við Hjaltland árið 1884, og
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir
sagnfræðingur á Ísafirði
fylgir úr hlaði frásögn Þor-
bjarnar Þórðarsonar læknis
af læknisvitjun að Dröngum
í Árneshreppi árið 1902.
Geir Guðmundsson
fræðimaður og safnvörður í
Bolungarvík ritar um
hreppsverslunina í Bolung-
arvík 1917-1919, dr. Ólafur
Halldórsson handritasér-
fræðingur ritar um og býr til
prentunar Ágrip um ætt og
Úr Ársriti Sögufélags Ísfirðinga 2002: Katalínaflugbátur kemur til lendingar á Pollinum
á Ísafirði. Ljósmynd: Jón Páll Halldórsson.
æfi Jóns bónda Íslendings eftir
séra Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal og Einar Jóns-
son fiskifræðingur frá Núpi í
Dýrafirði fjallar um tvo garða
forna við Núp.
Erla Hulda Halldórsdóttir
sagnfræðingur og Erna Sverr-
isdóttir bókmenntafræðingur
segja frá tveimur ástarbréfum
frá öndverðri 19. öld, Lýður
Björnsson sagnfræðingur ritar
samantekt sem nefnist Flatey
verður verslunarstaður og
Kristján Bersi Ólafsson fyrr-
um skólameistari fjallar um
kennararáðningar á Ísafirði
1920-1924 og afskipti fræð-
slumálastjóra af þeim.
Fremst í Ársritinu er í minn-
ingu Guðmundar Inga heitins
Kristjánssonar á Kirkjubóli
birt ljóð um hann eftir Garðar
Halldórsson, sem flutt var á
hátíðarkvöldvöku í Króks-
fjarðarnesi árið 1983 þegar
Guðmundur Ingi lét af for-
mennsku í Búnaðarsambandi
Vestfjarða. Einnig er í ritinu
syrpa af gömlum ljósmyndum
úr ýmsum áttum.
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga
kom fyrst út árið 1956 og
heildarfjöldi lesmálssíðna er
nú kominn yfir sjö þúsund.
Ársritið geymir fjölþættan
fróðleik um sögu Ísafjarðar-
sýslna og Ísafjarðarkaupstað-
ar að fornu og nýju. Það er því
kjörið lestrarefni fyrir alla þá
sem vilja kynna sér horfið
þjóðlíf og menningarsögu
þessa landshluta. Ritið er nú
fáanlegt frá upphafi, ýmist í
frumprenti eða ljósprentað.
Þeir sem vilja gerast félags-
menn í Sögufélagi Ísfirðinga
geta haft samband við Geir
Guðmundsson, Vitastíg 16 í
Bolungarvík, og verður ritið
Jón Páll Halldórsson.
þá sent um hæl. Félags-
menn geta einnig fengið
eldri árganga eftir því sem
þeir óska.
Formaður Sögufélags Ís-
firðinga er og hefur lengi
verið Jón Páll Halldórsson,
fræðimaður og áður lengst-
um framkvæmdastjóri á
Ísafirði.
Stuðningur við Gamla apótekið
„Mikil viðurkenn-
ing og hvatning“
– segir Halldór Hlöðversson forstöðumaður
Rekstrarfjármagn sem
stjórnvöld í samvinnu við
Ísafjarðarbæ hafa ákveðið ver-
ið að setja í starf Gamla apó-
teksins á Ísafirði og hér hefur
verið greint frá, mun létta
mjög á rekstri þess og gera
það að verkum að meira „púð-
ur“ fer í innra starf þess en
áður. Þetta er niðurstaða Hall-
dórs Hlöðverssonar, forstöðu-
manns Gamla apóteksins.
„Eitt er þó klárt og ætti að
vera öllum ljóst, að um mikla
viðurkenningu og hvatningu
er að ræða. Með þessari styrk-
veitingu er verið að segja að
það frumkvöðlastarf sem
Gamla apótekið hefur unnið
sé gott fordæmi og góð fyrir-
mynd fyrir landið allt“, segir
Halldór.
„Á tímamótum sem þessum
er vert að líta um öxl“, segir
hann enn fremur. „Það eru
margir búnir að leggja hart að
sér að gera Gamla apótekið
að því sem það er í dag. Má
þar nefna fyrrverandi for-
stöðumenn, allt unga fólkið
sem lagt hefur hönd á plóg og
fyrirtæki, einstaklinga og aðra
sem styrkt hafa verkefnið með
einhverju móti.“
Ýtt úr vör
Fimmtudaginn 28. nóvember stendur At-
vinnuþróunarfélag Vestfjarða fyrir stuttu
námskeiði sem ber heitið „Hvað geri ég
við viðskiptahugmynd?“ Námskeiðið er
hið fyrsta í röð námskeiða sem félagið
stendur fyrir nú í vetur undir yfirskriftinni Ýtt
úr vör.
Þetta fyrsta námskeið er endurgjalds-
laust. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa
á því að hefja eigin rekstur, eða eru nú
þegar í rekstri og vilja bæta við þekkingu
sína, til þess að mæta. Nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðu Atvinnuþróunar-
félags Vestfjarða www.atvest.is
Námskeiðið hefst kl. 20:00 í sal Þróunar-
seturs Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.