Bæjarins besta - 27.11.2002, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002
Óvissa um framboð
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
SPURNINGINSTAKKUR SKRIFAR
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Telurðu að sýningar
á hnefaleikum
hvetji til líkams-
árása?
Alls svöruðu 1.076
Já sögðu 540 eða 50,19%
Nei sögðu 504 eða 46,84%
Veit ekki sögðu
32 eða 2,97%
bb.is
Þar sem púlsinn slær...
Sonja
– Líf og leyndardómar
– kafli úr metsölubók Reynis Traustasonar, þar sem greinir
frá vestfirskum uppruna söguhetjunnar Sonju de Zorrilla
Sonja með fokdýrt gullúr sem Onassis gaf henni og hannað var af Van Cleef, einum þekkt-
asta skartgripahönnuði heims.
Líf heimskonunnar Sonju Wendel Benjamínsson
de Zorrilla hefur verið sveipað dulúð. Hún lagði ung
af stað út í heim, full af ævintýraþrá og glæstum
vonum. Hún dvaldist í Þýskalandi á valdatíð Hitlers
og kynntist þar bæði verðandi fyrirmönnum og
fórnarlömbum. Skömmu síðar hélt hún til London
þar sem hún lifði hinu ljúfa lífi innan um hina ríku
og frægu. Í París komst Sonja í kynni við ýmsa
frægustu tískuhönnuði heims en eftir að heimsstyrj-
öldin síðari brast á komst hún með naumindum með
skipi til New York. Þar bjó hún lengst af ævinnar og
haslaði sér völl í karlaveldinu á Wall Street og
kynntist ýmsu af frægasta fólki heimsins.
Sonja var fögur og hrífandi kona sem hafði gaman
af að umgangast fólk. Um sambönd hennar við
karlkynið hafa myndast ýmsar sögur og sumar
þeirra sannar. Um tveggja ára skeið átti Sonja í
eldheitu ástarsambandi við Aristotle Onassis,
grískan skipakóng sem giftist Jaqcueline Kennedy.
Síðar giftist hún Alberto Zorrilla, bráðmyndarlegum
Ólympíumethafa og töfrandi tangódansara frá
Argentínu. Alla tíð fylgdi Sonja þeirri bjargföstu
skoðun sinni að konur ættu að taka örlög sín í eigin
hendur. Hún bjó yfir miklu hugrekki og frelsisþrá,
stundaði myndlist, ræktaði með sér ótvíræða við-
skiptahæfileika og varð vellauðug. Í þessari ótrúlegu
bók sem Reynir Traustason færði í letur segir hún á
hispurslausan hátt frá langri og litríkri ævi sinni,
kynnum sínum af sumu af ríkasta fólki veraldar og
frá því þegar hún sneri aftur til Íslands til að eyða
þar ævikvöldinu með útsýni til íslenskra fjalla. Þessi
bók er saga um ævintýri og ástir heimskonu sem
setti sjálfstæði sitt ofar öllu öðru.
Vestfirskar rætur
Rætur mínar eru vestfirskar
og til Vestfjarða hugsa ég oft,
því að þrátt fyrir að ég hafi
sjaldan komið þangað er ég
nátengd þessu harðbýlasta
svæði Íslands, enda voru for-
eldrar mínir ættaðir að vestan.
Pabbi var frá Marðareyri við
norðanvert Ísafjarðardjúp en
mamma frá Þingeyri við Dýra-
fjörð. Ég er afar stolt af upp-
runa mínum og veit að lífs-
barátta forfeðra minna var
hörð og óvægin.
Faðir minn, Ólafur Benja-
mínsson stórkaupmaður, var
fæddur 19. september árið
1878 og dáinn 8. október árið
1936. Hann var frá Marðareyri
við Veiðileysufjörð í Jökul-
fjörðum. Faðir hans og afi
minn var Benjamín Einarsson
útvegsbóndi. Benjamín var
talinn dugnaðarmaður og
hann var um skeið oddviti
Grunnavíkurhrepps. Föður-
amma mín var Hansína Elísa-
bet Tómasdóttir, sem fæddist
í Nesi í Grunnavík, en for-
eldrar hennar voru Tómas Ás-
grímsson frá Furufirði á
Ströndum og Rebekka Jóns-
dóttir.
Fjölskyldan á Marðareyri
varð fyrir hræðilegu áfalli
þann 4. mars árið 1891 þegar
Benjamín afi fórst. Pabbi
minn var þá aðeins þrettán
ára gamall. Slysið bar þannig
að höndum að koma þurfti
gesti frá Marðareyri til Kvía.
Afi flutti gestinn á bátnum
Þorski ásamt Sigurði Stefáns-
syni heimiliskennara. Þegar
þeir voru á bakaleið og áttu
stutt eftir í Marðareyrarodda
skall á hvöss vindhviða og
bátnum hvolfdi. Hansína
amma mín var heima ásamt
fleiri konum en þær gátu ekk-
ert aðhafst og þarna horfði
hún hjálparvana á mann sinn
drukkna.
Hansína amma var í blóma
lífsins, aðeins rúmlega fertug,
þegar maður hennar fórst. Hún
giftist aftur tveimur árum síð-
ar, árið 1893, vinnumanni sín-
um, Jóni Guðmundssyni, sem
var tuttugu árum yngri en hún.
En raunum ömmu var ekki
lokið því sama ár, þann 9.
nóvember, hlaut Jón sömu ör-
lög og Benjamín afi og drukk-
naði.
Ég get ímyndað mér hve
djúp sorg hennar var eftir að
hafa séð á bak tveimur eigin-
mönnum í hafið. En henni féll-
ust ekki hendur og þegar
Norðmenn og Danir hófu
stórfelldan atvinnurekstur í
Jökulfjörðum greip hún tæki-
færið.
Stóriðja
í Jökulfjörðum
Árið eftir að Jón Guð-
mundsson fórst sigldi gufu-
skip inn fyrir Hesteyri og kast-
aði ankerum rétt utan við
Stekkeyri. Þegar var hafist
handa við að flytja í land vélar
og byggingarefni. Það spurð-
ist út með leifturhraða að
hvalstöð ætti að rísa í sveit-
inni. Það var komin stóriðja í
Jökulfirði. Ásgeirsverslun á
Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lauk á laugardaginn. Niðurstaða
þess var einkar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Sú ályktun verður dreg-
in hér, að eftirmál prófkjörs í Norðvesturkjördæmi hafa haft þau áhrif í
Reykjavík, að frambjóðendur í prófkjöri hafi farið fram af nokkru meiri hóg-
værð en ella hefði mátt búast við. Hvort sem sú er raunin eður ei urðu niður-
stöður prófkjörs í Reykjavík einkar athyglisverðar fyrir tvennar sakir. Hið
fyrra er að ungir karlar náðu góðum árangri. Hið síðara er eftirtekt vakti var
hve konur virtust eiga erfitt uppdráttar. Sú þeirra sem bestum árangri náði,
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, hlaut fimmta sætið, er mun væntan-
lega tryggja henni þriðja sætið á lista Davíðs Oddssonar. Aðrar konur voru
mun neðar. Upp úr stendur að unga kynslóðin hefur hafið innreið sína.
Hvers vegna eru úrslit prófkjörs í Reykjavík gerð að umræðuefni hér?
Svarið er á þá lund, að það sé gert vegna þeirrar staðreyndar að enn eru ekki
öll kurl komin til grafar vegna þeirra vandræða er hlutust af framkvæmd
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Endurtalning hefur
farið fram og leiddi ekki fram neitt nýtt, enda vart við því að búast. Engu að
síður eru ekki allir sáttir og nægir að benda á mikla óánægju Vilhjálms Egils-
sonar. Svo á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins eftir að fjalla um málið og kom-
ast að niðurstöðu. Hverjir eru kostir hennar í stöðunni? Prófkjörið hefur far-
ið fram. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki
sé fýsilegt að endurtaka prófkjörið.
Það er öllum augljóst, að sú leið er fremur ólíkleg til þess að þjappa
mönnum saman. Yrði hún farin mætti búast við því að hefndarsjónarmið
réðu kosningabaráttu fremur en samstaðan, sem er landsbyggðinni einkar
brýn um þessar mundir. Engu að síður er ljóst að framkvæmd þessa próf-
kjörs virðist hafa verið haldin nokkrum göllum, sem erfitt kann að vera að
mæla, að minnsta kosti verður aldrei séð með fullri vissu hver áhrif utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslunnar umdeildu urðu. Að auki má búast við því
að sjónarmið um aukinn hlut kvenna kynnu að hafa einhver áhrif við end-
urtekt prófkjörs. Miðstjórn á eftir að segja sitt, en hún er í vandasamri stöðu,
og kjördæmisráðið hefur síðasta orðið varðandi uppstillingu. Kjósandinn á
að lokum síðasta orðið í kjörklefanum. Sú staðreynd undirstrikar hve vand-
meðfarið málið er í heild sinni.
Á sama tíma er framsóknarmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson óánægður
með annað sætið og Samfylkingarmaðurinn Karl V. Matthíasson orðinn
herskár og krefst þriðja sætisins í sínum flokki. Vart verður því annað sagt
en að nokkur óvissa ríki enn varðandi framboðsmál í Norðvesturkjördæmi.
Því má heldur ekki gleyma, að ekkert er ljóst um Vinstri græna enn. Við því
er að búast að óskir um framgang ungs fólks á framboðslistum til Alþingis
eigi enn eftir að aukast.