Bæjarins besta - 27.11.2002, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002
Múmían snýr aftur
helgardagbókin
skemmtanir · fundir · fólk · sjónvarp · veður · íþróttir · fréttir · kirkjustarf
Múmían snýr aftur, eða The Mummy Returns, er ævintýramynd sem
gerist á Englandi árið 1933 og Stöð 2 sýnir kl. 22:30 á laugardagskvöld.
Harðjaxlinn Rick O'Connell býr með eiginkonu og syni í Lundúnum.
Svo vill til að múmían Imhotep er flutt til Evrópu og er ætlaður staður
á breska þjóðminjasafninu. En auðvitað vaknar múmían af svefni sín-
um og þá verður fjandinn laus. Aðalhlutverkið leikur Brendan Fraser.
Sjónvarpið
Laugardagur 30. nóvember kl. 14:25
Þýski boltinn: Leikur óákveðinn
Laugardagur 30. nóvember kl. 16:20
Íslandsmótið í handbolta karla: ÍR – Valur
Sýn
Miðvikudagur 27. nóvember kl. 19:30
Meistaradeild Evrópu: Newcastle – Inter Milan
Miðvikudagur 27. nóvember kl. 21:40
Meistaradeild Evrópu: Roma – Arsenal
Sunnudagur 1. desember kl. 11:45
Enski boltinn: Liverpool – Manchester United
Sunnudagur 1. desember kl. 14:10
Enski boltinn: Newcastle – Everton
Sunnudagur 1. desember kl. 18:00
NFL deildin: Bein útsending - leikur óákveðinn
Stöð 2
Laugardagur 30. nóvember kl. 14:45
Enski boltinn: Arsenal – Aston Villa
Sportið í beinni...
smáar
Föstudagur 29. nóvember
16.35 At
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stubbarnir (78:89)
18.30 Falin myndavél (47:60)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.10 Kattarófétið. (That Darn Cat!)
Fjölskyldumynd frá 1965 um konu sem
er rænt. Henni tekst að lauma út skila-
boðum með ketti og eigandi hans lætur
lögregluna vita. Aðalhlutverk: Hayley
Mills, Dean Jones, Dorothy Provine og
Roddy McDowall.
22.05 Af fingrum fram. Jón Ólafsson
spjallar við íslenska tónlistarmenn og
sýnir myndbrot frá ferli þeirra. Gestur
hans í þættinum í kvöld er Jóhann Helga-
son.
22.50 Kvikmynd og kvennamál. (State
and Main) Bandarísk gamanmynd frá
2000. Allt gengur á afturfótunum hjá
kvikmyndagerðarfólki sem ætlar að taka
upp bíómynd í smábæ í Vermont. Meðal
leikenda eru Sarah Jessica Parker, Alec
Baldwin, Julia Stiles, William H. Macy,
Philip Seymour Hoffman og Charles
Durning.
00.35 Ógeðið og ofsinn. (The Filth and
the Fury) Heimildarmynd um bresku
pönkhljómsveitina Sex Pistols. e.
02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Laugardagur 30. nóvember
09.00 Morgunstundin okkar
09.02 Stubbarnir (79:90)
09.26 Malla mús (33:52)
09.33 Undrahundurinn Merlín
09.43 Póstkassinn
09.45 Fallega húsið mitt (22:30)
09.52 Lísa (11:13)
09.57 Babar (56:65)
10.20 Póstkassinn
10.23 Krakkarnir í stofu 402 (37:40)
10.45 Hundrað góðverk (17:20)
11.10 Kastljósið
11.35 At
12.05 Geimskipið Enterprise (8:26)
12.50 Svona var það (10:27)
13.15 Mósaík
13.50 Landsmót hestamanna (2:2)
14.25 Þýski fótboltinn. Bein útsending
frá leik í úrvalsdeildinni.
16.20 Íslandsmótið í handbolta. Bein
útsending frá leik ÍR og Vals í Essodeild
karla.
17.55 Táknmálsfréttir
18.05 Forskot (39:40)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.40 Laugardagskvöld með Gísla
20.25 Spaugstofan
20.50 Aftur heim. (Back Home) Bresk
sjónvarpsmynd frá 2001. Ung stúlka er
send frá Bretlandi til Bandaríkjanna á
stríðsárunum en þegar hún snýr heim að
loknu stríði er allt breytt og hún líka. Að-
alhlutverk: Sarah Lancashire, Stephanie
Cole og Jessica Fox.
22.30 Skaðræðisgripur IV. (Lethal
Weapon 4) Bandarísk spennumynd frá
1998. Lögreglumennirnir Riggs og
Murtaugh eru mættir til leiks eina ferðina
enn og nú eiga þeir í höggi við kínversk
glæpasamtök. Aðalhlutverk: Mel Gib-
son, Danny Glover, Joe Pesci, Rene
Russo og Chris Rock.
00.40 Haust í New York. (Autumn in
New York) Bíómynd frá 2000 um ástar-
samband fimmtugs flagara í New York
og rúmlega tvítugrar stúlku sem berst
við illvígan sjúkdóm. Aðalhlutverk: Ric-
hard Gere, Winona Ryder og Anthony
LaPaglia. e.
02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sunnudagur 1. desember
09.00 Morgunstundin okkar
09.01 Disneystundin
09.55 Bubbi byggir (10:26)
10.06 Stundarkorn
10.12 Kobbi (6:13)
10.28 Franklín (46:65)
11.00 Nýjasta tækni og vísindi
11.15 Spaugstofan
11.35 Laugardagskvöld með Gísla
12.15 Mósaík
12.50 Heimur Charles og Ray Eames
13.50 Af fingrum fram
14.35 Árin og seglið. Fyrri hluti heim-
ildarmyndar um sjósókn Íslendinga á
opnum bátum á öldum áður. Bjarni Jóns-
son listmálari lýsir áraskipunum, mis-
munandi gerðum þeirra og lagi sem tók
mið af aðstæðum við lendingar. Með
málverkum Bjarna og sjóminjum á Eyr-
arbakka, Akranesi og víðar er brugðið
upp myndum af merkilegum þætti í
atvinnusögu þjóðarinnar og lýst starfi
þeirra sem sóttu gull í greipar Ægis, oft
við erfiðar aðstæður.
15.15 Vörin og verbúðin. Seinni hluti
heimildarmyndar um sjósókn Íslendinga
á opnum bátum á öldum áður.
15.50 Drengjakór Norska útvarpsins
16.30 Maður er nefndur
17.05 Markaregn
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar
18.30 Sammi svali og Súsí sæta
18.48 Jóladagatalið - (1:24)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Sauðaþjóðin. Saga sauðkindar-
innar á Íslandi er samofin sögu þjóðar-
innar. Í þessari mynd er varpað ljósi á
sögu sauðaþjóðar.
20.45 Old Spice. Verðlaunastuttmynd
frá 1999 eftir Dag Kára Pétursson. Einar
rakari hefur klippt herramenn í hálfa öld
en nú eru viðskiptavinir hans farnir að
týna tölunni. En hvað gerist þegar einn
þeirra kemur á rakarastofuna eftir að
hann er dáinn? Leikendur eru Eggert
Þorleifsson, Karl Guðmundsson og Rúrik
Haraldsson.
21.05 Helgarsportið
21.30 Höldum lífi. (Staying Alive 2002:
The Documentary) Heimildarmynd þar
sem fylgst er með þremur alnæmissjúkl-
ingum, í Kambódíu, Lettlandi og á Fíla-
beinsströndinni.
22.25 Höldum lífi - Tónleikar á al-
næmisdegi. (Staying Alive - World AIDS
Day Concert) Upptaka frá baráttutón-
leikum gegn alnæmi sem haldnir voru í
Höfðaborg og Seattle. Meðal þeirra sem
koma fram eru Sean “P. Diddy” Combs,
Alicia Keyes, Missy Elliott, Dave Matt-
hews Band og Michelle Branch.
23.55 Kastljósið
00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Starf í Kaupmannahöfn. Óskum
eftir ráða stúlku til starfa frá og
með áramótum til að gæta tvegg-
ja barna, fara með þau í og úr
leikskóla/skóla og sinna léttum
heimilisstörfum. Viðkomandi
þarf að vera minnst 18 ára,
barngóð og sjálfstæð. Við bjóð-
um upp á góða aðstöðu, stórt
herbergi, sér inngang, tölvu,
sjónvarp og stutt í bæinn. Uppl.
í síma 557 7901.
Stór frystikista óskast keypt.
Uppl. í síma 456 6221.
Grunnvíkingar! Aðventufagn-
aður Grunnvíkinga verður hald-
inn sunnudaginn 1. des. kl. 15
í Sigurðarbúð við úlfsá. Fjöl-
mennum og fögnum aðvent-
unni. Nefndin.
Foreldri til foreldris! Foreldrar
barna með hegðunarvanda s.s.
ofvirkni, misþroska, þráhyggju,
áráttu o.fl. Fundur verður hald-
inn í gamla skólanum í Hnífsdal
miðvikud. 4. des. kl. 20:30.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Útprjónaðir vettlingar fundust í
hlíðinni fyrir ofan Ísafjörð. Eig-
andi getur vitjað þeirra í síma
456 3663.
Til leigu er 3ja herb. íbúð á Ísa-
firði. Uppl. í símum 456 4212
og 893 1769.
Átján ára strák vantar vinnu. Er
með bílpróf. Allt kemur til
greina. Uppl. í síma 690 9168.
Til leigu er 2ja herb. íbúð í vest-
urbænum í Reykjavík. Laus strax
og eingöngu reglusamir aðilar
koma til greina. Uppl. í símum
486 1150 og 864 3772.
Til sölu er MMC L300, sendi-
bíll, 8 manna, árg. 98. Sumar-
og vetrardekk á felgum fylgja.
Uppl. í síma 868 4080.
Óska eftir notuðu sjónvarpi fyrir
lítinn pening eða gefins. Uppl. í
síma 868 4080.
Par óskar eftir íbúð til leigu á
Ísafirði. Uppl. í símum 846
8638 eða 566 7564.
Til sölu er Siemens þurrkari.
Uppl. í síma 456 3748.
Spilavist verður í Guðmundar-
búð föstudaginn 29. nóv. kl.
20. Allir velkomnir!
Óska eftir stelpu til að passa 2ja
stráka, 1-2 kvöld í viku inni í
Firði. Uppl. í símum 456 5446
eða 867 9085.
Óskum eftir neysluvatnskúti.
Uppl. í síma 891 7715.
Til sölu er Skoda Felicia árg. 96
ekinn 123 þús. km. Nýskoðað-
ur. Uppl. í síma 848 0511.
Til sölu er miðstöðvarketill með
spíral, 3,5 m² að stærð. Háþrýsti-
brennari fylgir. Uppl. í síma 894
0809.
Til sölu er MMC Space Wagon
árg. 87, nýskoðaður. Einnig
barnarimlarúm með dýnu.
Uppl. í síma 864 3178.
Til sölu er Nokia GSM. Á sama
stað er til sölu Panasonic GSM
sími. Uppl. í síma 866 8276.
Til sölu er 2ja herb. íbúð að
Urðarvegi 78 með sérinngangi.
Uppl. í síma 456 3928.
Til leigu er 218m² einbýlishús
að Móholti 9 á Ísafirði ásamt
bílskúr. Uppl. í s. 896 2880.
Föstudagur 29. nóvember
06.58 Ísland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 Í fínu formi
09.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours
12.25 Í fínu formi
12.40 Three Sisters (7:16)
13.00 Jonathan Creek (17:18)
13.50 The Education of Max
14.35 Ved Stillebækken (22:26)
15.00 Tónlist
15.35 Andrea
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.20 Neighbours
17.45 Fear Factor (3:9)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.30 Monkeybone. (Apaköttur) Ævin-
týramynd um höfund teiknimyndasögu
sem af ókunnum ástæðum lendir í öðrum
heimi. Kvöldið sem Stu Miley ætlar að
biðja kærustunnnar lendir hann í slysi.
Hann er fluttur meðvitundarlaus á sjúkra-
hús og á meðan unnustan telur Stu í dái
er hann í raun kominn á vit ævintýra í
nýjum heimkynnum. Og þá vaknar sú
spurning hvort Stu komist aftur heim til
elskunnar sinnar. Aðalhlutverk: Brend-
an Fraser, Bridget Fonda, Chris Kattan.
21.00 Gnarrenburg (4:10)
21.45 Írafár. Írafár er ein vinsælasta
hljómsveit landsins. Hér er sveitinni fylgt
eftir á tónleikum og rætt við söngkonuna
Birgittu Haukdal. Þess má geta að nýjasta
geislaplata Írafárs, Allt sem ég sé, er
nýkomin út.
22.15 Dracula 2001. Hörkuspennandi
hrollvekja. Seinheppnir þjófar brjótast
inn í vistarverur til að stela dýrmætum
málverkum. Svo illa vill til að þeir brjót-
ast inn hjá sjálfum Drakúla sem í kjölfarið
rís úr dvala og fer að taka upp fyrri iðju!
Aðalhlutverk: Johnny Lee Miller, Justine
Waddell, Gerard Butler.
23.50 The Mummy. (Múmían) Ævin-
týramynd sem gerist á fyrri hluta 20.
aldar. Harðjaxlinn Rick O´Connell er
kominn til hinnar fornu borgar Hamu-
naptra í Egyptalandi. Hlutverk hans er
að aðstoða fornleifafræðinga sem eru að
kynna sér sögulegt grafhýsi. Þar er m.a.
að finna háttsettan klerk sem var lokaður
inni lifandi fyrir mörgum öldum í kjölfar
ástríðuglæps. Svo illa vill til að múmían
vaknar til lífsins þegar Rick og félagar
eru að sinna sínum störfum og í kjölfarið
verður fjandinn laus. Aðalhlutverk:
Brendan Fraser, Rachel Weisz, John
Hannah, Arnold Vosloo.
01.50 Suspect. (Sakborningurinn)
Myndin segir frá lögfræðingi sem er
fenginn til að verja heyrnarlausan úti-
gangsmann í morðmáli. Málið virðist
gjörtapað þar til óvænt aðstoð berst frá
einum kviðdómenda. Aðalhlutverk:
Cher, Dennis Quaid, Liam Neeson.
03.50 Ultraviolet (5:6)
04.40 Fear Factor (3:9)
05.25 Ísland í dag, íþróttir og veður
05.50 Tónlistarmyndbönd
Laugardagur 30. nóvember
08.00 Barnatími Stöðvar 2
09.55 Muppets from Space
11.20 Friends I (21:24)
11.40 Bold and the Beautiful
13.30 Viltu vinna milljón?
14.20 Alltaf í boltanum
14.45 Enski boltinn
17.10 James Bond: Die Another Day.
Nýjasta myndin um James Bond er kom-
in í kvikmyndahús. Hluti myndarinnar
er tekin upp á Íslandi og um það er fjall-
að í þessum þætti.
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Lottó
19.00 Ísland í dag, íþróttir og veður
19.30 Dharma og Greg (3:24)
20.00 Spin City (15:22)
20.30 Sweet November. (Notalegur
nóvember) Rómantísk kvikmynd. Nel-
son Moss býr og starfar í San Francisco.
Hann vinnur við auglýsingagerð og þykir
einn sá besti í faginu. En daginn sem
hann fer í ökuprófið tekur líf hans stakka-
skiptum. Hann hittir Söru Deever, stúlku
sem gefur lítið fyrir lífsgæðakapphlaup-
ið. Með þeim takast góð kynni og Nelson
verður að gera það upp við sig hvað það
er sem virkilega skiptir máli. Aðalhlut-
verk: Keanu Reeves, Charlize Theron,
Jason Isaacs.
22.30 The Mummy Returns. (Múmmí-
an snýr aftur) Ævintýramynd sem gerist
á Englandi árið 1933. Harðjaxlinn Rick
O´Connell býr með eiginkonu og syni í
Lundúnum. Svo vill til að múmían Im-
hotep er flutt til Evrópu og er ætlaður
staður á breska þjóðminjasafninu. En
auðvitað vaknar múmían af svefni sínum
og þá verður fjandinn laus. Aðalhlutverk:
Brendan Fraser, Rachel Weisz, John
Hannah.
00.40 Ed TV
02.40 Tónlistarmyndbönd
Sunnudagur 1. desember
08.00 Barnatími Stöðvar 2
09.40 Saga jólasveinsins
10.00 Barnatími Stöðvar 2
11.35 Greg the Bunny (11:13)
12.00 Neighbours
14.00 60 mínútur
15.00 Angels in the Infield
16.25 Írafár
16.50 Einn, tveir og elda
17.15 Andrea
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir og veður
19.30 Viltu vinna milljón?
20.20 Sjálfstætt fólk
20.50 Sól að morgni. Upptaka frá út-
gáfutónleikum Bubba Morthens. Sól að
morgni nefnist nýjasta verk meistarans
en geislaplatan hefur hlotið einróma lof
gagnrýnenda.
21.50 60 mínútur
22.35 Concpiracy. (Banaráð) Sjón-
varpsmynd um hinn örlagaríka fund í
úthverfi Berlínar árið 1942 þegar örlög
gyðinga voru ákveðin. Hópur háttsettra
nasista og sérsveitarmanna gæddi sér á
ríkmannlegu hlaðborði og ræddi um
lausnir til að útrýma heilli þjóð. Gerð
voru nokkur afrit af fundarskjalinu en
þau glötuðust öll í stríðinu. Seinna fannst
eitt afrit í skjalasafni þýska ríksins og er
myndin byggð á því. Aðalhlutverk:
Stanley Tucci, Kenneth Branagh, Colin
Firth.
00.10 Dangerous Beauty. (Hættuleg
fegurð) Veronica Franco er ákveðin í að
rísa úr lágstéttarumhverfi sínu í Feneyj-
um á 17. öld. Hún nýtir kynþokka sinn
til hins ýtrasta og fer brátt að umgangast
fína og fræga fólkið. Aðalhlutverk: Cath-
erine McCormack, Jacqueline Bisset,
Rufus Sewell.
02.00 Silent Witness (3:6)
02.55 Tónlistarmyndbönd
Föstudagur 29. nóvember
18.00 Sportið með Olís
18.30 Nash Bridges IV (3:24)
19.30 Alltaf í boltanum
20.00 South Park 6 (8:17)
20.30 Harry Enfield´s Brand Spankin
21.00 The Real Howard Spitz. (Besti
vinur barnanna) Vance Kirby er þekktur
rithöfundur en hefur ekki gengið sérstak-
lega vel að skrifa að undanförnu. Hann
ákveður því að snúa sér að barnabók-
menntum. Eini gallinn er sá að hann á
enga samleið með börnum. Aðalhlut-
verk: Kelsey Grammer, Amanda Dono-
hoe, Genevieve Tessier.
22.40 The Scarlet Letter. (Fordæmd)
Stórmynd sem gerð er eftir sígildri skáld-
sögu Nathaniels Hawthornes. Hester
Prynne er ung og fögur en er fangi í
samfélagi heittrúaðra og kúguð af eigin-
manni sínum. Þegar ástir takast með Hest-
er og prestinum Dimsdale bíða þeirra
miklir erfiðleikar og niðurlæging í harð-
neskjulegu samfélagi. Trúarofstækið og
fordómarnir ráða ríkjum og fremstur í
flokki fer eiginmaður Hesterar sem þráir
að koma fram hefndum. Aðalhlutverk:
Demi Moore, Gary Oldman, Robert
Duvall.
00.50 Vanishing Point. (Á ofsahraða)
James Kowalski, fyrrverandi kappakst-