Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Page 2

Bæjarins besta - 02.12.2003, Page 2
2 Útgefandi: H-prent ehf, Sólgötu 9, 400 Ísafirði • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson • Efnisstýring: Guðfinna M. Hreiðars- dóttir • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson • Föndur: Helga Guðný Kristjánsdóttir • Borðskreytingar: Júlíana Ernisdóttir (verslunin Blómaturninn) • Matur: Hugljúf, Margrét og Elín Ólafsdætur • Guðlaug Stefánsdóttir • Ingunn Ósk Sturludóttir. Aðrir eftirtaldir aðilar fá þakkir fyrir ýmsa aðstoð við gerð blaðsins: Jóna Símonía Bjarnadóttir • Guðrún B. Magnús- dóttir • Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir • Ómar Smári Kristinsson • Nína Ivanova • Rannveig Hjaltadóttir • Ásthildur Cesil Þórðardóttir Jólakort Fyrsta jóla- og nýárskort í heiminum var gefið út á Englandi árið 1843, þremur árum eftir að frímerkið var fundið upp. Varð það til fyrir algera slysni og gerðist með þeim hætti sem hér segir. Í desember árið 1843 áttaði Henry Cole, mikilsmetinn Lundúnabúi, sig á að hann hafði gleymt að skrifa bréf með jólakveðjum til vina og ættingja. Aðventan 2003 Hér má sjá jólakort frá miðri síðustu öld. Efst t.v. er kort merkt Ragnheiði Ólafsd. ‘42, efst t.h. er kort eftir Halldór Pétursson sem gerði sömuleiðis kortið neðst t.v. en kortið n.h. er eftir Ragnar Pál. Honum hraus hugur við því að þurfa að skrifa öll þessi bréf á svona stuttum tíma og þess vegna bað hann vin sinn, listamanninn John Callot Horsley, að hanna fyrir sig kort með staðlaðri kveðju. Innan fárra daga var fyrsta jólakort sög- unnar tilbúið, prentað í eitt þúsund eintökum. Það var afar látlaust í útliti, með mynd af fólki við gleðskap og alveg án trúarlegs ívafs. Kveðjan var einföld: „Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár“. Horsley var einn af uppá- halds listamönnum Viktoríu drottn- ingar og varð hún yfir sig hrifin af kortinu. Að hennar áeggjan lagði hann fyrir sig að gera fleiri kort og keypti drottningin hundruð þeirra til að senda fjölskyldu sinni og vinum. Sending jóla- og nýárskort breiddist eftir það hratt út um alla Evrópu og Norður-Ameríku. Á Íslandi komu fyrstu jólakortin á markað kringum 1890 og voru dönsk eða þýsk. Nokkru eftir aldamót var byrjað að gefa út íslensk jóla- og nýárskort. Í fyrstu voru einkum á þeim myndir af landslagi eða einstökum kaupstöð- um en seinna komu teiknuð kort til sögunnar. Heimildir: Árni Björnsson: Saga daganna, Rv. 1993. Jólavefur Júlla (www.islandia.is/~juljul/jol/Jol99.htm) Ísfirsk jólakort frá 7. áratugnum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.