Bæjarins besta - 02.12.2003, Blaðsíða 4
4
Að skreyta trén með alls kyns pappírsskrauti er þekkt þegar á
17. öld en náði fyrst verulegri útbreiðslu á þeirri 18. og þá fyrst
og fremst í Þýskalandi þar sem jólatréð á uppruna sinn. Var
skrautið þá fyrst og fremst í formi úrklippumynda og einfaldra
stiga. Segja má að uppeldisfræðingurinn Friedrich Fröbel
(1782–1852) hafi fært pappírsskrautið á æðra stig en aðferð
hans fólst m.a. í að flétta skraut úr strimlum sem í senn jók
hugmyndaauðgi barnanna og reyndi á þolinmæði og aga.
Jólastjarna hans sem fléttuð er úr 4 pappírsstrimlum er t.d.
enn þann dag í dag mjög vinsælt föndur.
Pappírsskrautið hafði borist til Danmerkur frá Þýskalandi þegar
í upphafi 19. aldar en elsta þekkta pappírsskrautið þar er
mikill Jakobsstigi sem búinn var til fyrir árið 1837. Á 8. áratug
19. aldar komu út leiðbeingar um gerð pappírskrauts í Dan-
Jólahjörtu
mörku en það vekur athygli að
ekkert hjarta er þar að finna. Á
sama tíma er farið að gefa út
munsturarkir með kramarhúsum og
körfum með litríkum munstrum en
það er þó ekki fyrr en árið 1924 að
slík örk er gefin út með hjörtum. Þá
er reyndar talað um þann gamla sið
að flétta jólahjörtu en hversu
gamall siðurinn er kemur ekki fram.
Hversu gamall er þá þessi „gamli”
siður” í raun? Benno Blæsild safn-
stjóri við Den Gamle By í Árósum hefur tekið saman sögu
jólahjartans og komist að þeirri niðurstöðu að í upphafi hafi
fléttuð hjörtu ekkert haft með jólatré að gera. Elsta þekkta
fléttaða hjartað í Danmörku er frá H.C. Andersen en það er án
hanka og hefur því aldrei þjónað sem jólatrésskraut. Og sjálfur
minnist hann aldrei á jólahjarta í sögum sínum. Elsta þekkta
jólahjartað er frá 1873 en flest bendir til að þá hafi þau verið
mjög sjaldgæf enda ekkert um þau að finna í heimildum.
Fyrsta ljósmyndin sem vitað er um að sýnir fléttuð jólahjörtu
er frá árinu 1901 og svo virðist sem um það leyti sé það að
ryðja sér til rúms á dönskum herragörðum á Lálandi og Falstri
og hafi borist þaðan til betri borgara landsins sem jólaskraut
með það hentuga hlutverk að geyma í sælgæti. Hvaðan sið-
urinn að flétta hjörtu kom upphaflega er þó ekki vitað og
engar heimildir finnast t.d. um hvar H.C. Andersen lærði
tæknina. Þó er vitað til þess að munkar í klaustri nærri Bonn í
Þýskalandi höfðu þann sið að pakka ölmusugjöfum inn í
fléttuð hjörtu en siðurinn tengdist á engan hátt jólunum. Það
að hjörtun verða útbreitt jólaskraut í Danmörku og öðrum
Norðurlöndum getur átt sér þá skýringu að þar var til siðs að
hengja gjafirna á jólatréð. Sælgæti var sett í körfur og kramar-
hús sem jólagjafir handa börnum og öðrum sem minna máttu
sín. Og hvað táknar betur gjafmildi og gæsku jólanna en
hjartað? Nú er jólahjartað þekkt um allan heim og þá gjarnan
sem hið danska jólahjarta. Til Íslands hefur það borist frá
Danmörku með dönskum kaupmönnum, blöðum og bókum.
Byggt á: Benno Blæsild: Flettede hjerter et særtræk ved den danske jul. Den Gamle By 2002
Að tengja hjörtu við jól er ekki svo ýkja gamall siður.
Elsta hjartalagaða jólaskrautið sem vitað er um, er
þýskt frá því um 1880. Þá þegar þekktist að skreyta
trén með hjartalaga kökum en ekkert segir af fléttuðum
hjörtum fyrr en í byrjun 20. aldar. Jóna Símonía
Bjarnadóttir, safnvörður á Skjalasafninu Ísafirði, segir
frá uppruna jólahjartanna sem eru svo rækilega tengd
jólum í okkar huga.