Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Blaðsíða 29

Bæjarins besta - 02.12.2003, Blaðsíða 29
29 Skreytingar á hátíðarborðið Fallega skreytt matarborð gleður augað og veitir ekki síður vellíðunar- kennd en velheppnaður matur og ljúffengt vín. Það er líka við hæfi að leggja smá vinnu í að skapa matnum rétta umgjörð eftir að hafa kannski eitt heilum degi í að útbúa hann. Til að fá hugmyndir um skreytingar á jólamatarborð annars vegar og nýársmatarborð hins vegar, var leitað til Blómaturnsins á Ísafirði og beðið um góð ráð. Júlíana Ernisdóttir, einn eigenda verslunarinnar, varð góðfúslega við þessari beiðni og útbjó tvö borð með ýmsum tillögum. Útkoman var einstaklega skemmtileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hvað jólaborðið varðar, þá segir Júlíana að dumbrauði og græni liturinn verði alls- ráðandi á komandi jólum en sá gyllti verði ekki langt undan. Epli eru vinsæl núna í jólaskreytingar, sérstaklega eplakertin, en Júlíana segir líka sniðugt að taka venju- legt epli, skera í það rauf og stinga þar í nafnspjaldi ef raða á til borðs. Rauðar rósir geta einnig verið afskaplega jólalegar og notar Júlíana þær gjarnan einar sér eða með greni. Lífga má upp á kertastaup á ýmsan hátt, t.d. með smá greni og jólaborða, en það er líka tilvalið að nota vínglös sem kertastaup. Júlíana segist mikið nota litlar seríur með batteríi til að skreyta með enda séu möguleikarnir óþrjótandi. Það má vefja þeim utan um jólaskreytingar, nota þær í blómvendi, setja þær í glæra vasa eða skálar með t.d. könglum, jólakúlum eða englahári. Í hvítvínsglösin setti Júlíana litla jólapoka og segir sniðugt að setja í þá litla gjöf fyrir hvern og einn matargest.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.