Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Síða 12

Bæjarins besta - 02.12.2003, Síða 12
12 Nú er þetta blessað ár senn á enda runnið. Margs er að minnast í lok hvers árs. Víða nemur hugurinn staðar, en þó hvergi eins lengi og við jólin. Þessa miklu hátíð og stjörnuna skæru sem ljómaði austur í Betlehem fyrir 2003 árum og ljómar jafn dýrðlega enn í dag fyrir okkur. En þó að við sjáum hana öll enn þá verður mér á að spyrja, hefur hún nokkurn tímann lýst með öðrum eins undur ljóma eins og þegar við Við Aðalstræti á Þingeyri, í einu elsta húsi bæjarins - Hallhúsi, búa hjónin Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir og Guðberg Kristján Gunnarsson, ásamt dætrum sínum Brynhildi Elínu og Sigríði Guðrúnu. Þær eru báðar upp- komnar og hafa stundað nám fjarri heimahögum en koma heim í öllum fríum og alltaf á jólum. Tvo syni eiga þau hjón einnig, Garðar Rafn og Sigurjón Hákon, sem báðir eru komnir með eigin fjölskyldur. Garðar, sá eldri, býr í Reykjavík með konu og tveimur börnum en sá yngri, Hákon, býr á Þingeyri ásamt konu sinni og þremur börnum. Húsfreyjan í Hallhúsi segir frá skötu- veislu á Þorláksmessu, möndlugrautinum á aðfangadag og fleiri jólahefðum fjölskyldunnar: vorum börn á kyrrlátum heimilum með foreldrum og systkinum hrein, saklaus og ósnortin af ys og hégómaskap tískunnar. Held ég að flestir sem verða til svara, svari spurningunni neitandi. Á þessum árstíma sem er að ganga í garð fara allflestir að undirbúa hátíð ljóss og friðar, hver á sinn hátt. Við erum frekar íhaldssöm á margt frá bernsku okkar, en að vísu eru aðrar aðstæður hjá okkur nú en voru hjá foreldrum okkar, svo ýmislegt hefur breyst. En eitt er það sem haldið er fast við; verkun á jólahangikjötinu sem húsbóndinn sér um. Við hjónin erum bæði alin upp við að feður okkar sáu um þennan undir- búning og það er alveg ómissandi að verka jólamatinn sinn sjálfur. Það jafnast ekkert á við að fá taðreykt kjöt úr kofanum í sveitinni okkar. Sveitin okkar er í Haukadal og á Sveinseyri þar sem við ólumst upp við líkar aðstæður. Fyrsta sunnudag í aðventu förum við til kirkju og hlýðum á boðskap þess tíma sem framundan er. Þá kemur virkilega í mann tilhlökkun yfir þeirri birtu sem bíður okkar í svartasta skammdeginu þegar sól er lægst á lofti. Við reynum eftir fremsta megni að eyða þessum tíma í gleði og ró með fjölskyldu okkar og vinum. Undirbúum jólakortin og jólakveðjur til ástvina sem eru í fjarlægð, pússum og prýðum heimilið að okkar hætti og bernsku okkar, bökum smákökur, tertur og útbúum annað góðgæti. Tvær kökutegundir eru alltaf bakaðar HALLARARÚGBRAUÐ 8 bollar rúgmjöl • 300 g malt extra 3 bollar heilhveiti • ½ bolli púður- sykur (má sleppa) 4½ tsk natron 3 bréf þurrger • 3 tsk salt 1½ l súrmjólk Öllu hrært saman, látið í 6 fernur. Bakað í 12-16 tíma í 80 – 100°C heitum ofni. Látið fernurnar standa uppréttar neðst í ofninum. JÓLAKAKA 250 g smjörlíki • 1 bolli súkkat • 250 g sykur • 2 bollar rúsínur • 500 g hveiti 1 bolli súkkulaði • 4 tsk ger (lyftiduft) 4 stk egg • 2½ dl mjólk • 1 tsk kardi- mommudropar • 1 tsk vanilludropar Smjörlíki hrært létt og ljóst, sykur settur í. Síðan eggin eitt í einu og þeytt vel á milli. Blanda þurrefnunum saman við í hræruna, þynna með mjólkinni. Bakað við 180°C í 60 mínútur. GÓÐ TERTA, HRÆRÐ 500 g sykur • 750 g hveiti • 500 g smjör • 2 tsk ger (lyftiduft) • 12 stk egg vanilludropar eða einhver góður líkjör Sykurinn og smjörið hrært saman þar til freyðir. Eggjarauður hrærðar út í, ein í einu, ásamt dropunum. Hveiti og ger sett saman við og síðast stífþeyttar eggja- hvítur. Deiginu er skipt í 3-4 hluta og bakað á vel smurðum smjörpappír á plötu. Fallegar, ljósbrúnar kökur lagðar saman með góðri sultu eða kremi og skreytt með rjóma. Skötuveisla í „Hallaranum“ á Þorláksmessu

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.