Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Síða 20

Bæjarins besta - 02.12.2003, Síða 20
20 Haframjölskökur Engiferkökur Krakkabitar Kókosmakkarónur Kornflögukökur Sörur Smákökur Kornflögukökur 1 eggjahvíta • 4 msk sykur • 1/2 dl kókos- mjöl • 1 dl kornflögur • 2 msk brytjað súkkulaði • 1/2 tsk vanilludropar Eggjahvítan og sykurinn stífþeytt. Þurrefnum blandað saman og sett varlega með sleif saman við hvítuna. Deigið sett með teskeið á bökunar- pappír. Bakist í miðjum ofni við 130-150°C í 15- 20 mín. Passið að þær verði ekki of dökkar. Krakkabitar 250 g smjör • 125 g flórsykur • 1 egg 300 g hveiti • 100 g valhnetukjarnar, brytjað 150 g m&m-kúlur, brytjað Smjör og flórsykur hrært saman. Egginu síðan hrært saman við og þá hveitinu. Hnetunum og m&m bætt út í. Kökurnar eru settar með teskeið á bökunarpappír á ofnplötu og bakaðar við 200°C í þar til þær eru ljósbrúnar (í 8-10 mín). Kökurnar eru geymdar á köldum stað. Kókosmakkarónur 4 dl hveiti • 4 dl haframjöl • 2 dl kókosmjöl 2 dl púðursykur • 2 dl sykur • 4 dl kornflögur 1 tsk matarsódi • 1 1/2 tsk salt • 200 g smjör 2 egg • 2 tsk vanilludropar • súkkulaðidropar Hrærið saman smjörinu og sykrinum, eggjunum síðan hrært saman við ásamt vanilludropunum. Þurrefnunum bætt út í og allt hrært vel saman. Gerið litlar kúlur, setjið þær á bökunarpappír á ofnplötu og þrýstið létt á þær. Kökurnar eru bakaðar við 175°C þar til þær eru ljósbrúnar. Súkkulaðidropi settur ofan á hverja köku. Kökurnar eru kældar vel áður en gengið er frá þeim því annars klessist súkkulaðið út um allt. smákökur Engiferkökur 500 g hveiti • 500 g púðursykur • 250 g smjörlíki • 2 egg • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk matarsódi • 2 tsk engifer • 1 tsk negull 1 tsk kanill Blandið saman þurrefnunum, bætið smjörlíkinu saman við og síðan eggjunum. Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust. Gerið kúlur eða rúllið út og skerið niður. Kökurnar eru settar á bökunarpappír á ofnplötu og bakaðar við 200°C þar til þær eru ljósbrúnar. Haframjölskökur 250 g smjörlíki • 2 bollar haframjöl • 1 bolli rúsínur • 2 1/4 bolli hveiti • 2 bollar sykur 2 tsk lyftiduft • 1 tsk matarsódi • 2 egg 1 1/2 bolli saxað suðusúkkulaði Haframjöl, rúsínur og smjörlíki hakkað saman í hakkvél. Blandið saman þurrefnunum og bætið síðan haframjölsblöndunni og súkkulaðinu við ásamt egginu. Hnoðað vel saman þar til deigið er jafnt. Gerið kúlur, setjið þær á bökunarpappír á ofnplötu og þrýstið á þær með þumlinum. Bakað við 200°C þar til kökurnar eru ljósbrúnar. KókoskökurKókoskökur 200 g hveiti • 200 g kókosmjöl • 200 g sykur 200 g smjör • 1 egg • 2 tsk lyftiduft Hrærið saman smjörinu og sykrinum, bætið eggi út í og hrærið vel saman. Þurrefnunum síðan bætt út í og allt hrært vel saman. Gerið litlar kúlur, setjið þær á bökunarpappír á ofnplötu og þrýstið létt á þær. Kökurnar eru bakaðar við 200°C í 9-11 mín. Sörur 400 g marsipan (bökunarmarsipan, gott að kaupa það í bakaríum) • 2 1/2 dl sykur 3 eggjahvítur 300 g smjör eða smjörlíki • 2 1/4 dl flór- sykur • 3 tsk vanillusykur eða dropar 3 eggjarauður • 3 msk skyndikaffiduft 3 msk heitt vatn 250 g suðusúkkulaði • 30 g plöntufeiti eða matarolía Kökubotnar Marsipani, sykri og eggjahvítum er hrært vel saman. Deiginu er sprautað með rjómasprautu á bökunarpappír á ofnplötu í litlar kökur sem síðan eru bakaðar við 175°C í miðjum ofni í 15-20 mín eða þar til þær eru ljósbrúnar. Látnar kólna á plötunni. Smjörkrem Blandið saman kaffiduftinu og heita vatninu, kælið. Smjöri og flórsykri hrært vel saman og eggjarauðum og vanilludropum/-sykri síðan hrært saman við. Köldu kaffinu bætt út blönduna og hrært vel saman við. Kreminu sprautað með rjómasprautu á kalda kökubotnana og kökurnar síðan settar í frysti. Bræðið suðusúkkulaði í vatnsbaði og bætið feitinni saman við. Frosnum kökunum dýft í bráðið súkkulaðið þannig að það hylji smjörkremið vel en ekki botninn. Geymið kökurnar í kæli eða frysti.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.