Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Qupperneq 23

Bæjarins besta - 02.12.2003, Qupperneq 23
23 Við erum bara tvö, en samt finnst okkur jólin fyrst og fremst vera tími til að samgleðjast ættingjum og vinum. Og svo hitt, að fyrst við erum nú samt að standa í því, hvernig gengur þá að sameina jólasiðina hjá fólki með svo mismunandi jólaupp- eldi? Jól eru jú troðfull af siðum og venjum alls staðar. Nína er fædd og alin upp í Moskvu í Sovétríkjunum en flutti þaðan fljótlega eftir að þau hrundu. Í gamla Sovét, líkt og í Rússlandi nútímans, var haldið hraustlega upp á áramótin. Jólin sjálf áttu hins vegar ekki upp á pallborðið hjá því opin- bera. Þau tilheyrðu kristindómnum, sem var nokkurs konar samkeppnisaðili við kommúnismann og þess vegna ekkert alltof vinsæll. Alltaf voru þó nokkrir hópar fólks sem héldu kirkjuhátíðunum við. Sumpart af hreinræktaðri guðstrú, sum- part af virðingu fyrir gömlum hefðum og líka kannski til að geta sýnt stjórnvöldum mótþróa innan hæfilegra marka. Fjölskylda Nínu var meðal þessa fólks og var blanda af öllum fyrrgreind- um ástæðum. Jólahald undir þessum formerkjum var ekki endilega sama barnahátíðin og sú sem við þekkjum á Íslandi. Fjörið var á gamlárskvöld en jólin (6. janúar) voru hálfgerð píslarganga gegnum hefðirnar, m.a. hina löngu föstu fyrir jólin og hina löngu messu í sætislausri, óupphitaðri kirkju. Annars veg- ar var Guð að fylgjast með því að fólk gerði ekki of lítið og hins vegar var ríkið að fylgjast með því að fólk gerði ekki of mikið. Smári er fæddur og alinn upp á Suðurlandinu, þar sem nú heitir Rangárþing Ytra. Hvorki var íslenska ríkið að æsa sig yfir jólunum þá, frekar en nú, né var fjölskylda Smára að æsa sig yfir kristindóminum þá, frekar en nú. En vitaskuld voru vissar hefðir í gangi, nóg til þess að skapa í kringum þær stress. Hreingerningaræðið var þar verst. Aðrar hefðir voru mun betri þegar kom að því að njóta afrakstursins, þ.e. jólabakstursins, matarins og gjafanna. Heimsóknir voru lítill hluti af jólahaldinu. Helst var að brottflutt systkini Smára kæmu heim í gamla hreiðrið yfir jólin, áður en þau komu sér upp eigin fjölskyldum í eigin hreiðrum. Rúmum mánuði fyrir jól, 1994, kynntumst við, Smári og Nína, í Hannover í Þýskalandi. Nína var þá búin að vera tvö ár í út- löndum en Smári kom beint úr faðmi fjölskyldunnar. Og strax varð til ný tveggja manna fjölskylda. Upp frá því höfum við átt jólin með sjálfum okkur. Fyrstu jólin okkar vorum við svo upptekin af því að upplifa hinn nýkviknaða ástarblossa að við tókum varla eftir þeim. Þó mátti hangiketið ekki vanta. Smári fékk senda bita (u.þ.b. 7kg!) af því að heiman. Þá fann Nína í fyrsta sinn þá jólalykt sem fylgt hefur henni öll jól síðan. Í Þýskalandi kepptumst við við að upplifa jólin að vestrænum sið, sem duglegir neytendur sem gleypa við girnilegum tilboðum. Sunnlensk sveitavegaófærð og sovéskt skömmtunarkerfi voru víðs fjarri. En svo fórum við út í Æðey, víðsfjarri girndartilboðum markað- anna og víðsfjarri föðmum fjölskyldanna. Vantar þá ekki eitt- hvað? En svarið er heimspekilega einfalt: Nei, ef maður veit hvað maður vill, þá þarf maður ekki allt heldur bara það besta. Hangiketið er fætt og alið upp í Æðey og reykt af Indriða á Skjaldfönn. Meðlætið fáum við frá Ísafirði með póstinum okkar, honum Hafsteini. Verslunar- og þjónustufólk á Ísafirði er mjög duglegt við að útvega og senda það sem okkur vantar. Jóla- uppeldið okkar sunnlenska og rússneska á ágætis samleið. Við tókum soldið af því með okkur út í eyjuna. Það endurspeglast m.a. í matarsiðunum. Möndlugrautur fyrir jól og hangiketsveisla á eftir rímar ágætlega við föstuna rússnesku sem endar með margra daga kjötorgíu. Nínu finnst ekkert nauðsynlegt að fylgja dagatalinu. Hún hefur ekkert á móti því að sameina jól og afmæli, og hellir sér því af kappi í kjötátið með Smára að kvöldi 24. desembers. Á gamlárskvöld er svo skálað í freyðivíni að rússneskum sið. Tvenn jól vorum við ekki ein. Þá var arkitektaparið Jean- Philippe frá Belgíu og Celia frá Frakklandi hjá okkur. Það spillti engan veginn fyrir jólahaldinu því indælla fólk en þau er erfitt að finna. Annað ágætis par er fastur liður í hátíðahöldunum hjá okkur. Á rússnesku jólunum koma Kiddý og Hafsteinn eina kvöldstund og halda með okkur þrettándabrennu. Hugsunin um ættingja og vini er, sem fyrr segir, ekki fjarri okkur þó við séum fjarri þeim. Sum árin sendum við haug af jólakortum. Það er eins og við gerumst „jólalegri“ eftir því sem árin líða. Ómar Smári Kristinsson og Nína Ivanova hafa verið vetursetumenn í Æðey í Ísafjarðardjúpi undanfarin ár. Þeim telst svo til að þau séu að fara að halda upp á sín sjöttu jól í Æðey, bara ein með sjálfum sér eins og svo oft áður. Þau hafa stundum spurt sig sjálf að því hvort einhver ástæða væri yfirleitt til að halda jólin hátíðleg við þær aðstæður: Sunnlenska og rússneska jóla- uppeldið eiga ágæta samleið

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.