Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Side 24

Bæjarins besta - 02.12.2003, Side 24
24 Eins og í æsku erum við aftur farin að skreyta í kringum okkur. Sumar hefðir þurfa ekki aðrar útskýringar en þær að það er gaman að þeim. Fyrst erum við með jólatré sem er grænt plastdót sem við hlöðum glingri á. Það er síðan leyst af hólmi með Þorratré, sem er haus- kúpa af kind, lýst innanfrá með jólaseríu. Hálfur veturinn er í rauninni ein alls- herjar hátíðarhöld hjá okkur, eða eins mikið og við nennum, því formlegu tilefnin eru næg. Smári á afmæli um það leiti sem við erum venjulega að koma okkur út í eyju. Nína á afmæli 25. des- ember, á íslensku jólunum. Þá koma áramót og tilhleypingar hjá fénu, þannig að mannfólkið er ekki eitt um það að fagna. Svo eru það rússnesku jólin sem hefjast um leið og þau íslensku klárast Ljósmyndir: Málverk af Æðey eftir Smára • Turtildúfur og svanir • Skafrenningur í Æðey • Rússnesk jól og þrettándabrenna • Kirkja Krists frelsara í Moskvu og þau teygja sig langleiðina inn í Þorra. Hann blótum við í nokkrum smáum skömmtum. Jólaljósin hengjum við upp á Þorláksmessu og tökum þau ekki niður fyrr en á Góu, þegar daginn er tekið að lengja verulega á ný. Þó að við séum orðin þetta mikið jóla- fólk, þá förum við samt aðrar leiðir en fjöldinn í sumum efnum - við sleppum jólastressinu. Ef okkur bara tekst að gefa tímanlega út bækur og dagatöl fyrir jólasöluna í Bókhlöðunni á Ísafirði, þá erum við á grænni grein. Við einfaldlega slökkvum á útvarpi og sjónvarpi ef þau ætla að vera með einhverja síbylju. Og eins og gefur að skilja, erum við fjarri innkaupaæðinu. Það sama má segja um kirkjuferðir. Það er engin kirkja í Æðey og söknum við þess ekki. Hvorugt okkar hefur áhuga á því að taka þátt í þeim tvískinnungshætti að tengja saman jól og trúarbrögð. Ætli það sé ekki líka svolítið óvanalegt hvað við erum afslöppuð með tíma- setningar. Það er ekkert tiltökumál að fresta öðrum hvorum jólunum örlítið ef óveður, rafmagnsleysi, annríki eða leti setja strik í reikninginn. Slíkri ónákvæmni á í það minnsta hvorugt okkar að venj- ast frá því að við vorum með fjölskyldum okkar. En í Æðey leyfum við tímamörk- um hátíðanna að sveiflast í allar áttir, bara ef rétt lykt og réttu símtölin eru þann 24. desember og ef tappa er skotið úr freyðivínsflösku á gamlárskvöldi.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.