Bæjarins besta - 21.02.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001
Það voru helst
dellukarlar eins
og ég sem keyptu tölvur
– segir Björn Davíðsson hjá Tölvuþjónustunni Snerpu á ÍsafirðiBjörn Davíðsson erþekktur fyrir brautryðjanda-
starf sitt á sviði tölvumála á
Ísafirði. Hann stofnaði
tölvuþjónustuna Snerpu
fyrir nokkrum árum ásamt
Jóni Arnari Gestssyni og
hefur fyrirtækið vaxið
gífurlega síðan. Hann hefur
deilt nokkuð á Landssímann
þó mönnum þyki hann hafa
linast í því í seinni tíð. Hann
fékkst til að segja brot úr
sögu Snerpu og hvað sé
helst á döfinni.
„Það gengur bara vel í
Snerpu í augnablikinu. Við
erum núna að auka töluvert
við okkur í svokallaðri
vefforritun. Menn kynnu að
halda að það væri það sama
og heimasíðugerð, en svo er
alls ekki. Það er nær að
segja að þetta sé gerð forrita
á Netinu.“
Bestu nemendurnir
fá atvinnutilboð
„Oftast er það þannig að
menn panta verkefni hjá
okkur og biðja um eitthvað
ákveðið. Í flestum tilfellum
er búið að selja vöruna áður
en hún er tilbúin og er meira
en nóg að gera í þessari
vefforitun í augnablikinu.
Núna er staðan þannig að
okkur vantar mannskap til
að vinna þessi verk. Þess
vegna höfum við ákveðið að
halda námskeið í vefforritun
sem við niðurgreiðum. Við
ætlum bara að taka átta
manns sem við veljum inn á
námskeiðið og rukka hvern
um 6.000 krónur, en
venjulega myndi námskeið-
ið kosta um 60.000 krónur.
Þeir sem standa sig best fá
síðan atvinnutilboð frá
okkur.
Í þessum tölvuheimi er
það þannig, að sumir spjara
sig en aðrir ekki. Sumir ná
þessu strax, en aðrir aldrei,
sama hversu mikla vinnu
þeir leggja á sig.“
Auglýsa lítið
„Núna erum við með eitt
mjög stórt verkefni í gangi í
vefforritun. Við erum að
smíða eins konar verslunar-
miðstöð á Netinu sem er
ólík venjulegri netverslun á
margan hátt. Þetta verkefni
er unnið fyrir aðila í
Kaliforníu í Bandaríkjunum
og er mjög stórt. Þessi aðili
hefur mikla trú á okkur og
líst mjög vel á það sem við
höfum verið að gera. Víð
erum líka að smíða verk-
bókhaldskerfi fyrir aðila í
Reykjavík og svo erum við
að kynna á næstunni hóp-
vinnukerfið INform sem við
höfum verið að vinna að í
samstarfi við Iðntæknistofn-
un. Sömuleiðis er komið að
því að við markaðssetjum
„sjópóstinn” okkar sem heit-
ir INmobil en út á hann
fengum við vænan styrk og
klapp á bakið frá Rannís.“
– Hvernig auglýsa menn í
þessum bransa það sem þeir
eru að gera?
„Menn auglýsa sig í raun
lítið. Fyrirtæki merkja alltaf
þau verkefni sem þeir vinna
og skapa sér þannig nafn.
Þessi aðili í Bandaríkjunum
rakst á verkefni eftir okkur á
Netinu sem honum leist
mjög vel á og hafði því sam-
band við okkur.“
Vinsælt áhuga-
mannanet
Fyrirtækið Snerpa á sér
nokkuð merkilega sögu.
„Upphaflega setti ég upp
tölvu heima hjá mér sem var
hluti af nokkurs konar
áhugamannaneti sem var
kallað Fidonet. Þetta var
töluvert fyrir daga Internets-
ins eins og við þekkjum það
í dag. Fidonet virkaði þann-
ig að menn fengu aðgang í
gegnum mótald og gátu náð
sér í frían hugbúnað og
fengið fréttir um tölvutengd
mál. Einnig gátu menn sent
skilaboð á milli tölva. Þaðan
er nafnið komið en tölvan
gekk undir nafninu Snerpa.
Fidonet var nokkuð vin-
sælt og voru um tíma sjö
eða átta aðilar á Íslandi með
slíkt net. Aðallega voru þetta
einstaklingar sem voru að
þessu, en Stöð 2 notaði þetta
svo þýðendur gætu sent
texta á milli. Menn gátu
hringt sig saman og skipst á
ýmsu efni. Þetta var oftast
gert á nóttunni þegar álag á
símalínur var lítið.
Reksturinn á þessu neti
var gífurlega kostnaðar-
samur. Bæði þurfti að kaupa
sér hugbúnað og alls kyns
tæki, en þar að auki var
símakostnaður mikill. Þá
kostaði mínútan miklu meira
en hún gerir í dag og Cantat-
3 sæstrengurinn var ekki
kominn. Allt fór í gegnum
gervihnött og var sambandið
heldur slitrótt. Stundum
slitnaði sambandið þegar ég
var að ná mér í efni og þurfti
ég þá að byrja upp á nýtt.“
Kennararnir
tregir nemendur
„Ég vann sem setjari í H-
prenti á þessum tíma og
hafði því alltaf aðgang að
tiltölulega nýjum tölvubún-
aði. Ég var þá einn fárra sem
átti PC-tölvu, en þá var ekk-
ert algengt að menn ættu
slíka gripi. Það voru helst
svona dellukallar eins og ég
sem keyptu tölvur.
Þegar tölvunotkun al-
mennings jókst var ég oft
beðinn um að redda ýmsum
hlutum. Þá fékk ég hug-
mynd um að stofna tölvu-
fyrirtæki því engin þjónusta
var þá fyrir tölvueigendur á
Ísafirði. Fyrst gerðist ég um-
boðsmaður fyrir Íslenska
menntanetið og hjálpaði þá
kennurum að nýta sér tölvu-
póst og annað. Þá komst ég
að því að sumir kennararnir
voru ekkert sérstaklega
góðir nemendur, í það minn-
sta þurfti ég að fara nokkuð
margar ferðir til þeirra.
Sjálfur græddi ég heil-
mikið á þessari kennslu, því
ég var sífellt að kynnast
nýjum og nýjum möguleik-
um Netsins. Þá ákvað ég að
ef ég myndi stofna tölvufyr-
irtæki, yrði það Internet-
þjónusta.“
Mikill fram-
kvæmdamaður
„Mig langaði ekki að fara
út í þetta einn og fann í
fyrstu engan heppilegan
meðeiganda. Tölvufyrir-
tækið Hugsjón sem starfaði
á Ísafirði hafði farið á haus-
inn með einhverjum látum
og voru menn nokkuð
hræddir við þennan tölvu-
bransa.
Ég kynntist Jóni Arnari
sem er meðeigandi minn í
Snerpu. Þá var hann meðal
annars að vinna við að
ganga í fyrirtæki og selja
bókhaldskerfi. Honum leist
vel á þessa hugmynd mína
og vildi helst byrja strax,
enda hefur hann alltaf verið,
er enn og mun sennilega
alltaf vera mikill fram-
kvæmdamaður.
Við erum enn bara tveir
ásamt konunum okkar sem
eigum Snerpu en erum að
velta því fyrir okkur núna að
auka hlutafé og bjóða þá
fleirum að vera með. Við
sjáum einfaldlega það mikið
sem hægt er að gera. Við
höfum t.d. bætt við tveimur
TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL
Hafnarstræti 1 – Ísafirði
Símar: 456 3940 & 456 3244
Fasteignaviðskipti
TRYGGVI GUÐ UNDSSON HDL
Hafnarstr ti 1 – Ísafirði
Símar: 456 3940 & 456 3244
Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is
Einbýlishús / raðhús
Fasteignir í
þessari
auglýsingu eru
aðeins sýnishorn
af söluskránni.
Allar frekari
upplýsingar
eru veittar á
skrifstofunni að
Hafnarstræti 1
4-6 herb. íbúðir
Hjallavegur 4: 242 m² ein-
býlishús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr. Fallegt út-
sýni. Skipti á minni eign
möguleg Tilboð óskast
Hlíðarvegur 25: 152,6 m²
einbýlishús á tveimur hæð-
um. Húsið er mikið uppgert.
Áhv. ca. 6,4 m.kr.
Verð 10,2 m.kr.
Hlíðarvegur 37: 185,9 m²
raðhús á þremur hæðum
ásamt bílskúr og einstakl-
ingsíbúð. Skipti á minni
eign koma til greina.
Verð 10,2 m.kr.
Hnífsdalsvegur 10: 120,9
m² einbýlishús á tveimur
hæðum ásamt grónum garði
og eignarlóð Tilboð óskast
Miðtún 45: 188,9 m² rað-
hús á tveimur hæðum ásamt
31,3 m² bílskúr.
Tilboð óskast
Smiðjugata 1 og 1a: glæsi-
legt 145,2m² uppgert ein-
býlishús á tveimur hæðum
og kjallara ásamt 33,6 m²
viðbyggingu og glæsil.
garði. Tilboð óskast
Stakkanes 4: 144 m² rað-
hús á tveimur hæðum ásamt
bílskúr. Skipti möguleg á
íbúð á Eyrinni. Áhv. ca. 3,5
m.kr. Verð 9,5 m.kr.
Stakkanes 16: 226,2 m²
raðhús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr.
Tilboð óskast
Tangagata 21: 85,4 m² lítið
einbýlishús, hæð, ris og
kjallari. Skoðum öll tilboð
en verð er aðeins 4,8 m.kr.
Urðarvegur 64: 214 m²
raðhús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr.
Tilboð óskast
Fjarðarstræti 14: 133,4 m²
4ra herbergja íbúð á e.h. í
tvíbýlishúsi ásamt bílskúr,
háalofti og hluta kjallara.
Tilboð óskast
Fjarðarstræti 14: 163 m²
falleg 4ra herbergja íbúð á
n.h. í tvíbýlishúsi ásamt
geymsluskúr og hluta kjal-
lara. Áhv. ca. 1,5 m.kr.
Verð 6,2 m.kr.
Pólgata 5a: 127,7 m² 5 her-
bergja íbúð á efri hæð í
þríbýlishúsi ásamt helmingi
kjallara. Íbúðin er skemmti-
leg og vel staðsett.
Verð aðeins 4,5 m.kr.
Smiðjugata 7: 96,1 m² 4ra
herbergja íbúð á efri hæð í
tvíbýlishúsi. Tilboð óskast
Stórholt 13: 123 m² 4ra
herbergja íbúð á 3ju hæð í
fjölbýlishúsi ásamt bílskúr.
Íbúðin er mikið uppgerð.
Verð 7,8 m.kr.
3ja herb. íbúðir
Fjarðarstræti 29: 78 m²
séríbúð í tvíbýlishúsi ásamt
nýlegum geymsluskúr.
Verð 3 m.kr.
Grundargata 4: 55,3 m²
íbúð á 1. h. í fjölb.húsi ásamt
sér geymslu Verð 3,6 m.kr.
Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á
3ju hæð fyrir miðju í fjöl-
býlishúsi ásamt sér
geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr.
Verð 5,3 m.kr.
Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á
3ju hæð til hægri í fjölbýl-
ishúsi ásamt sér geymslu.
Skoða öll tilboð. Möguleiki
að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3
m.kr. Verð 5,5 m.kr.
2ja herb. íbúðir
Grundargata 6: 49,2 m²
íbúð á 2. hæð til hægri í
fjölbýlishúsi. Tilboð óskast
Sundstræti 24: 69 m²
skemmtileg og rúmgóð íbúð
á jarðhæð í fjórbýlishúsi.
Verð 4,5 m.kr.
Túngata 12: 62 m² íbúð í
kjallara í þríbýlishúsi.
Verð 3,9 m.kr.
Túngata 18: 53,4 m² íbúð
á jarðhæð í nýlega uppgerðu
fjölbýlishúsi ásamt sér
geymslu. Verð 3,8 m.kr
Túngata 18: 53,4 m² íbúð
á 1. hæð í nýlega uppgerðu
fjölbýlishúsi ásamt sér
geymslu. Verð 4,9 m.kr.
Bolungarvík
Vitastígur 25b: 101 m²
fjögurra herbergja íbúð í
fjölbýlishúsi. Sér inngang-
ur. Tilboð óskast
Suðureyri
Eyrargata 6: nýendur-
byggt, glæsilegt einbýlishús
á tveimur hæðum ásamt
kjallara. Verð 9,8 m.kr.
Atvinnuhúsnæði
Sindragata 12: Nýlegt 426
ferm. atvinnuhúsnæði á
góðum stað. Stór lóð með
bundnu slitlagi og góðu að-
gengi fyrir stóra flutninga-
bíla. Verð 22 m.kr.
08.PM5 19.4.2017, 09:224