Bæjarins besta - 21.02.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 15
Árshátíð Menntaskólans á Ísafirði
„Mætingin góð og
maturinn enn betri“
Árshátíð Mennta-
skólans á Ísafirði var
haldin á Hótel Ísafirði á
föstudag. Að sögn Skúla
Þórðarsonar, forseta
Nemendafélags MÍ, tókst
hún með ágætum.
„Mæting var góð og
maturinn enn betri.
Rúmlega 120 manns átu
og fylgdust með
skemmtiatriðum sem
þóttu ansi fyndin“, sagði
Skúli.
Einhver misskilningur
varð til þess að mun
færri kennarar mættu á
árshátíðina en undan-
farin ár. Björn Teitsson
skólameistari lét sig þó
ekki vanta frekar venju
og var á hátíðinni ásamt
konu sinni, Önnu G.
Thorarensen.
Að áti loknu héldu
nemendur á Sjallann á
Ísafirði og dönsuðu langt
fram á nótt. Eyfirska
hljómsveitin 200.000
naglbítar átti að leika
fyrir dansi en komst ekki
til Ísafjarðar vegna
veðurs. Það dró þó ekki
úr dansgleði nemenda
sem hristu skankana við
tónlist plötusnúðs.
08.PM5 19.4.2017, 09:2215