Bæjarins besta - 21.02.2001, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 5
smáarstarfsmönnum síðan í des-ember síðastliðnum og erum
núna að leita að a.m.k.
einum í viðbót.“
Höfðu litla trú
á Internetinu
„Haustið 1994 stofnuðum
við Snerpu. Vegna þess
hversu mikið fjármagn
þurfti til að koma Internet-
þjónustu í gang, ákváðum
við að fara í samstarf við
Íslenska menntanetið. Það
átti þó eftir að fara á annan
veg en ætlað var.
Á þessum tíma stóð yfir
verkefni sem hét Vestfjarða-
aðstoðin og margir muna
eflaust eftir. Þá áttu að fara
15 milljónir í styrki til ný-
sköpunar og sóttum við um
700.000 króna hlut. Menn
voru ekki alveg með á nót-
unum þegar talað var um
Internet, enda skýrðum við
mál okkar nánar með því að
segja að þetta væri póstþjón-
usta um síma og að hægt
væri að skoða upplýsinga-
banka með þessu.
Okkur var neitað um
styrkinn. Neitunina fengum
við munnlega, en við heimt-
uðum að fá hana skriflega.
Við vorum nefnilega nokkuð
vissir um að menn myndu
skammast sín þegar fram
liðu stundir fyrir að halda að
Internetið væri ekki nýsköp-
un eða að það ætti ekki
framtíð fyrir sér. Loksins
fengum við stuttort en skrif-
legt svar frá Guðmundi
Malmkvist, þáverandi for-
stjóra Byggðastofnunar.
Sagði hann við það tækifæri
að þetta Internet væri eitt-
hvað sem aldrei ætti eftir að
ganga og menn væru að
henda peningunum út um
gluggann ef þeir styrktu
svona lagað.“
Höfðum sigur
að lokum
„Þrátt fyrir þetta héldum
við ótrauðir áfram. Sig-
hvatur Björgvinsson, þáver-
andi viðskiptaráðherra, út-
vegaði okkur 500.000 króna
styrk. Þeir peningar voru
teknir af hinu umdeilda
„ráðstöfunarfé ráðherra“.
Þessi peningur varð þó til
þess að við komumst af
stað. Við fjárfestum í mikilli
móðurtölvu frá Hewlett
Packard sem kostaði
700.000 kall. Við sömdum
við Íslenska menntanetið
um að setja í vélina nauð-
synlegan hugbúnað og
sendum hana suður. Síðan
liðu sjö mánuðir og ekki
kom tölvan. Á endanum
þraut þolinmæði okkar og
sögðumst við ætla að gera
þetta sjálfir. Þá sömdu þeir í
einhverju reiðikasti við Pól-
inn á Ísafirði um að þeir
myndu hýsa búnaðinn sem
við höfðum lagt til. Mennta-
netið notaði þannig styrkinn
okkar til að keppa við okkur.
Við urðum því að kaupa
nýja móðurtölvu og töpuð-
um einnig ríflega styrknum
því að Menntanetið greiddi
aldrei reikninginn fyrir
vélinni heldur einungis 15%
í nauðasamningum þegar
þar að kom.
Við höfðum samt sigur að
lokum, ef svo má að orði
komast, enda höfðum við
nokkuð forskot hvað varðar
þekkingu á bransanum. Öllu
var pakkað saman í Pólnum,
draslið sent suður og
Menntanetið að lokum
hlutað niður eftir nauða-
samninga.“
Gjaldskráin hefur
bara lækkað
„Þegar gjaldskrá fyrir
símtöl var jöfnuð út yfir allt
landið var gífurlega mikill
vöxtur í netþjónustu á Ís-
landi. Vefþjónar og netþjón-
ustur spruttu upp eins og
gorkúlur í Reykjavík og
voru farnar að bjóða ókeypis
áskrift og fleira. Við sáum
þessa þróun bæði sem ógn-
un og tækifæri. Ógnunin
fólst í því að Vestfirðingar
voru í auknum mæli farnir
að versla við menn að sunn-
an, en tækifærin fólust í því
að við gátum fengið við-
skipti alls staðar að.
Ég held að við höfum
hingað til staðið okkur vel í
samkeppninni á landsvísu.
Gjaldskrá okkar hefur aldrei
hækkað, hún hefur bara
lækkað og um 20% okkar
viðskiptavina eru utan Vest-
fjarða. Við buðum líka ýmsa
virðisaukandi þjónustu
ýmist á undan öðrum eða þá
að aðrir hafa ekki séð sér
fært að elta okkur í því. Við
vorum t.d. fyrsta netþjónust-
an sem bauð upp á vefpóst
og veiruskönnun. Núna geta
notendur okkar flett upp
tengitíma sínum og þannig
vitað hvernig þeir nota Net-
ið. Menn geta líka stillt svo-
kallaða vefsíu hjá sér, en
ekkert annað fyrirtæki býður
upp á svoleiðis. Þó vill ein
stærsta netþjónusta landsins
kaupa hana af okkur.“
Einkavæðing er
vandmeðfarinn
hlutur
Björn hefur deilt töluvert
á Landssímann í blaða-
greinum. Nokkuð hefur þó
dregið úr þeim ádeilum hans
í seinni tíð. „Menn segja að
ég sé orðinn allt of linur.
Ástæðan er einfaldlega sú
að Síminn er farinn að
standa sig betur. Þó er margt
sem betur mætti fara og
gætu þeir auðveldlega bætt
þjónustuna nokkuð, en þeir
eru í það minnsta farnir að
taka ábendingum núna. Ég
vil einnig nota þetta tæki-
færi til að benda á að starfs-
menn Símans á Ísafirði hafa
ávallt verið mjög þægilegir í
samskiptum og staðið sig
jafn vel og þeim hefur verið
leyft af yfirmönnum sínum
og jafnvel betur. Við fáum til
dæmis mun betri þjónustu
við afgreiðslur á nýjum lín-
um, bilanaleit og slíkt en
kollegar okkar fyrir sunnan.
Ég er fylgjandi því að
Landssíminn verði einka-
væddur, svo lengi sem að
engum verði gefið neitt.
Hins vegar er ég mjög á
móti því að grunnkerfið fari
með honum. Mér sýnist að
standi til að losa ríkið við
allt dótið á mettíma. Svo-
leiðis vinnubrögð voru
einmitt viðhöfð þegar Ríkis-
skip voru seld, eða öllu
heldur lögð niður. Klaufa-
skapurinn var það mikill að
fyrirtækið varð að engu og
skipin seld úr landi. Einka-
væðing er vandmeðfarinn
hlutur og þarf vel að vanda
til verksins og fara gætilega
ef ekki á að fara illa.“
Lítið mál að skilja
grunnkerfið frá
„Ég held að menn myndu
hugsa sig tvisvar um hvað
ætti að vera með í pakkan-
um ef ætti að einkavæða
Vegagerðina, vatnsveituna
eða raforkukerfið. Það er
sama hvaða reglur eru lagð-
ar undir núna, en í fjar-
skiptageiranum eru sjálf-
sagðar kröfur dagins í dag,
sem menn segjast vera búnir
að uppfylla en eru þó ekki,
einskis virði eftir 3-4 ár. Þá
mun nýr eigandi Landssím-
ans væntanlega stefna ríkinu
fyrir að hækka þær kröfur til
samræmis við þá ríkjandi
fjarskiptaumhverfi. Og að
öllum líkindum vinna það
mál. Það skal enginn láta sér
detta í hug að Landssíminn
klári breiðbandsvæðinguna
um allt land ef hann verður
einkavæddur ,,með öllu”.
Það fyndna í þessu einka-
væðingardæmi er nú samt
að síðastliðin tvö ár hefur
Landssíminn verið að nota á
annan milljarð króna af fé
símnotenda til að kaupa upp
önnur fyrirtæki á fjarskipta-
og tölvumarkaðinum. Þar á
meðal eru þrjár Internet-
þjónustur. Það er einkavæð-
ing með öfugum formerkj-
um, enginn segir neitt og
Landssíminn er enn að
kaupa.“
Höfuðstöðvarnar
gætu verið á Ísafirði
Það er enginn vandi að
skilja grunnkerfið frá enda
hafa til margra ára verið í
gildi reglur um fjárhagsleg-
an aðskilnað þess frá öðrum
deildum. Í nýútkominni
skýrslu einkavæðingar-
nefndar er lagt til að NATO-
þræðirnir þrír verði áfram í
eigu ríkisins þannig að ég sé
enga meinbugi á því að ríkið
haldi áfram utan um rekstur
ljósleiðarakerfisins ef það
getur séð um þessa þrjá leið-
ara. Við gætum sett upp höf-
uðstöðvar þess fyrirtækis úti
á landi, t.d. hér á Ísafirði
enda væru viðskiptavinir
þess þá önnur fjarskipta-
fyrirtæki en ekki allur
almenningur.
Þetta fyrirtæki myndi eiga
allar lagnir sem grafnar eru í
jörðu, húseignir símstöðva
ásamt tengigrindum en ekki
símstöðvarnar sjálfar og
sömuleiðis örbylgjuleiðir og
möstur og einnig umferðar-
stjórnunarbúnað eins og
ljósleiðarafjölsíma. Það
myndi sjá öðrum fjarskipta-
fyrirtækjum fyrir samskipta-
leiðum og húsnæði ef óskað
væri eftir því, en mætti ein-
ungis vera í grunnkerfa-
rekstri sjálft. Einnig væri
með þessu endanlega tekið
fyrir alla tortryggni sam-
keppnisaðila um að Síminn
sinni sjálfum sér betur en
öðrum, bæði í verði og
þjónustu.“
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að gerður verði reið-
vegur frá Söndum í Dýrafirði að reiðvegi í Skutulsfjarðarbotni
Vegagerðin hefur þegar
gert tillögu að legu vegarins
Umhverfisnefnd Ísafjarð-
arbæjar leggur til við bæjar-
stjórn, að við gerð aðal-
skipulags Ísafjarðarbæjar
verði farið að tillögu Vega-
gerðarinnar um legu reið-
vegar frá skeiðvelli á Sönd-
um í Dýrafirði að reiðvegi í
Skutulsfjarðarbotni. Jafn-
framt leggur nefndin til, að
veitt verði framkvæmda-
leyfi fyrir fyrsta áfanga
verksins, sem yrði kaflinn
frá skeiðvellinum á Söndum
að Dýrafjarðarbrú. Ýmsir
hlutar reiðvegarins eru þeg-
ar til staðar, svo sem gömlu
vegirnir yfir Gemlufalls-
heiði og Breiðadalsheiði.
Samkvæmt upplýsingum
frá Kristjáni Kristjánssyni,
formanni umhverfisnefndar
Ísafjarðarbæjar, sem er jafn-
framt verkfræðingur hjá
Vegagerðinni á Vestfjörð-
um, eru framkvæmdir við
reiðvegi fjármagnaðir af
Vegasjóði með fjárveiting-
um á vegáætlun frá Alþingi.
Fé til reiðvega er óskipt á veg-
áætlun, þannig að því er ekki
skipt milli landshluta og því
síður til einstakra reiðvega
eins og gert er með fé til þjóð-
vega.
Fénu er skipt að höfðu sam-
ráði við hestamannafélögin
eða landssamtök þeirra.
Stundum leggja hestamanna-
félög eitthvað af mörkum en
meginfjármagnið kemur á
vegáætlun.
Framkvæmdirnar geta verið
með ýmsum hætti. Hesta-
mannafélögin geta annast þær
undir eftirliti Vegagerðarinnar,
eigin vinnuflokkar Vegagerð-
arinnar geta annast þær eða
þá að samið er við einkaaðila
beint eða að undangengnu út-
boði. Vegagerðin ákveður hins
vegar, undantekningarlaust,
hvað gert er hverju sinni.
Þess er einnig að geta, að
ekki verður lagður vegur á
óskipulögðu landi nema sam-
þykki Skipulagsstofnunar
liggi fyrir. Ekki verður heldur
veitt frankvæmdaleyfi nema
umsögn Náttúruverndar rík-
isins sé fyrir hendi.
Ekki liggur fyrir hvenær að-
alskipulag Ísafjarðarbæjar
verður til. Engar tölur eru til
um kostnað við verkið og
því síður er vitað hvenær
því lýkur. Það mun ráðast af
fjárveitingum og hver hlutur
þeirra fjárveitinga til þessa
reiðvegar verður.
Ungt hestafólk í áningarstað.
Til leigu er 2ja herb. íbúð
á besta stað á Eyrinni á Ísa-
firði. Upplýsingar í síma
456 3704.
Til sölu er Saab 9000,
turbo árg. 1988. Selst á kr.
250 þús. Upplýsingar í
síma 865 6471.
Óska eftir 2ja-3ja herb.
íbúð á Ísafirði eða í Hnífs-
dal, helst með bílskúr.
Uppl. í síma 865 6471.
Tapast hefur Nokia 3310
GSM sími á Ísafirði. Uppl. í
síma 456 4664.
Ég er einmana, flösku-
grænn, Nissan Terrano
jeppi sem vantar nýjan eig-
anda. Ég er árgerð 1997 og
er lítið ekinn. Uppl. í síma
581 3474.
Til sölu er einbýlishúsið
að Engjavegi 24 á Ísafirði.
Húsið er 4-5 herb. og 121
m² að stærð. Góður sólpall-
ur og gróinn garður. Besti
staður í bænum. Áhvílandi
er 4,5 milljóna króna hús-
bréfalán. Getur losnað
strax. Uppl. í símum 456
4737 eða 868 6626 (Silla)
og 861 8996 (Guðjón).
Kettlingur fæst gefins.
Uppl. í síma 456 4284.
Nýlegur kerruvagn ósk-
ast. Uppl. í síma 456 4288.
Til sölu er stofuskápur á
kr. 18 þús. Uppl. gefur
Böðvar í síma 868 3043.
Til sölu eru tvö bil í veiðar-
færageymslum við Sindra-
götu á Ísafirði (bláu skúrar-
nir) Tilboð óskast. Uppl. í
síma 861 1442.
Til sölu er hjónarúm,
180x200 og lítið Casio
hljómborð. Uppl. í síma
456 4338.
Til sölu er Toyota Yaris
árg. 1999, ekinn aðeins 13
þús. km. Upplýsingar í
síma 456 6760.
Til leigu er íbúð, tvö herb.
og eldhús. Íbúðin er að
Urðarvegi 37 og er í góðu
standi. Henni geta fylgt
innanstokksmunir og
áhöld. Upplýsingar í síma
456 3678.
Ungt par óskar eftir inn-
búi, ódýrt eða gefins. Uppl.
í síma 865 6471.
Til sölu eða leigu er 4ra
herb. íbúð við Túngötu á
Ísafirði. Laus nú þegar.
Upplýsingar gefa Róbert
eða Rún í símum 587 6707
eða 863 4691.
Til sölu eða leigu er 3ja
herb. íbúð að Engjavegi 17,
kjallara. Uppl. í síma 867
0397.- eða 456 5177.
Til sölu er þvottavél. Uppl.
í síma 456 3637.
Fullþjálfaður minka-
hundur til sölu. Mjög góð-
ur veiðihundur. Upplýs-
ingar í síma 863 1291.
Nemendur í 10. bekk GÍ
ætla í námsmaraþon sem
hefst kl. 8, föstudaginn 2.
mars og lýkur sólarhring
síðar. Hér er um hluta af
fjáröflun bekkjarins að
ræða fyrir væntanlegt vor-
ferðalag. Nemendurnir
munu ganga í hús og safna
áheitum frá og með 22.
febrúar. Vonast þeir til að
vel verði tekið á móti þeim.
w
w
w
.b
b
.i
s
Fréttir og
fróðleikur
á degi
hverjum!
08.PM5 19.4.2017, 09:225