Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.02.2001, Side 7

Bæjarins besta - 21.02.2001, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 7 hefur gefið mér svo mikið, heldur var líka mjög fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum fólks. Þetta var svo mikið áfall fyrir sumar vinkonur mínar sem sögðu: „Vitið þið hvað, hún Inga Dan er gengin í ein- hvern útlenskan sértrúarsöfn- uð.“ Menn voru mjög tor- tryggnir í garð „útlenskra“ trú- arbragða og fannst bahá´í trúin ekki nógu þjóðleg. Mér fannst það frekar skrítið við- horf, sérstaklega vegna þess að það er ekki eins og Kristur hafi fæðst á Hornströndum. Bahá´íar trúa á einingu allra trúarbragða. Því er það engin kveðjustund við kristna trú að gerast bahá´íi. Í mínu tilfelli var það alveg öfugt. Ég hafði ekki verið mjög kristin áður en ég tók bahá´í trú en fór upp frá því að spá mikið í þessa hluti.“ Þjóðahátíð verður til Inga hefur nokkuð unnið að málefnum tengdum nýbú- um. „Það starf byrjaði með því að haldið var upp á al- þjóðlega trúarbragðadaginn á Ísafirði. Í samræmi við þessa einingarkenningu Bahá´ía trú- arinnar vildum við sýna fram á hversu margt er sameiginlegt með trúarbrögðum þó þau virki ólík á yfirborðinu. Dag- urinn var fyrst haldinn hátíð- legur árið 1992 og gekk það mjög vel. Í nokkur ár gerðist síðan lítið í þessum málum. Árið 1998 komst ég yfir lista yfir alla daga Sameinuðu þjóð- anna. Þar fann ég dag sem tileinkaður var baráttu gegn kynþáttafordómum og mér fannst tilvalið að menn gerðu eitthvað á þessum degi. Á sama tíma voru Dorothee Lu- bekci, Bryndís Friðgeirsdóttir og fleiri að hugsa um svipaða hluti. Við tókum okkur saman og ákváðum að halda upp á þennan dag.“ Aðsóknin framar öllum vonum „Íslendingar eru ekki for- dómafullir. Menn hafa alltaf tekið fólki opnum örmum þegar það kemur til landsins. Þegar fólk kemur frá útlönd- um vilja menn kynnast per- sónunni og hugsa ekki um manninn sem útlending. Þó getur það verið vandamál þeg- ar menn koma í stærri hópum og okkur fannst að samskipti milli innfæddra og aðfluttra gætu verið meiri. Því var ákveðið að halda það sem síðar var kallað þjóðahátíð. Við vonuðum að við fengjum góða aðsókn en hefðum aldrei getað látið okk- ur detta í hug að hún yrði svona mikil. Fyrst var hátíðin haldin í Grunnskólanum á Ísa- firði og við urðum forviða þegar fólkið virtist aldrei ætla að hætta að koma. Húsið fyllt- ist og fljótlega varð fólk frá að hverfa. Það virðist engu skipta hvar á svæðinu hátíðin er haldin, alltaf er aðsóknin jafn góð. Þetta rennir stoðum undir þá kenningu mína að Íslendingar séu ekki fordómafullir. Menn þrá að kynnast ólíkri menn- ingu en hafa ekki mörg tæki- færi til þess. Eins vill fólk af erlendu bergi brotið kynna sína menningu og aðlagast Ís- lendingum betur. Við verðum bara að halda áfram að bæta þessi samskipti.“ Tók tvö ár að samþykkja Fljótlega eftir að fyrsta þjóðahátíðin var haldin fóru menn að hafa áhuga á því að byggja upp einhverja miðstöð fyrir nýbúa. „Við fundum fyrir nokkrum áhuga hjá Ísafjarð- arbæ. Eins og allir vita eru fjárráð bæjarins þó mjög tak- mörkuð og varð fljótlega ljóst að hann myndi ekki standa að miðstöð fyrir nýbúa. Þingmenn Vestfjarða tóku hugmyndinni um nýbúamið- stöð mjög vel og fluttu í sam- einingu þingsályktunartillögu um slíka miðstöð á Vestfjörð- um. Samt er það alltaf þannig á Alþingi að allt tekur afskap- lega langan tíma. Það tók tvö ár að samþykkja að koma mið- stöðinni á fót, sem allir voru þó sammála um að væri nauð- syn. Það sér nú fyrir endann á þessu og ákveðið er að opna hana á þjóðahátíðinni í mars.“ Sendiráð allra landa „Nýbúamiðstöðin verður eins konar sendiráð allra landa. Í fyrstu þarf að móta starfið og ákveða hvað verður gert þarna. Fólk á að geta komið þangað og fengið allar upplýsingar sem það þarf. Námskeiðahald og útgáfu- starf verða stór hluti af starf- semi miðstöðvarinnar. Eitt af því sem fólk á oft í erfiðleikum með þegar það kemur til landsins er að fá menntun sína metna.“ Virkja þarf frumkvæðið „Það býr mikill mannauður í því erlenda fólki sem býr á Vestfjörðum. Á þessum erfiðu tímum fyrir dreifbýlið verðum við að finna leiðir til að nýta þetta fólk til hins ýtrasta. Það býr miklu meira í þessu fólki en margir átta sig á. Breyta þarf lögum til að fólk geti tekið víðar þátt í þjóðfélaginu og hafi frjálsari hendur með stofnun nýrra fyrirtækja og annað. Fyrirkomulag atvinnu- leyfa er núna þannig að það er ekki einstaklingurinn sem fær atvinnuleyfið heldur fær fyr- irtækið leyfi til að ráða mann- inn í vinnu. Einstaklingurinn hefur því ekkert leyfi til að vinna neina aðra vinnu og er því í vistarbandi hjá fyrirtæk- inu fyrstu þrjú árin. Þessu þarf að breyta. Okkur Vestfirðingum veitir ekki af því að virkja allt það atgervi sem okkur býðst. Það er viðurkennd kenning að fólksflótti er ekki síst atgervis- flótti. Við missum unga fólkið og okkur gengur illa að fá fólk með menntun. Fólk með frumkvæði færir sig til þegar þrengir að. Alla þessa þætti er að finna í útlendingunum okk- ar. Við þurfum að hafa leyfi til að nýta þá.“ Heimsþing Bahá ́ í í Haifa í Ísrael árið 1993. Á þessu þingi voru þátttakendur frá 170 þjóð- löndum. Inga Dan er lengst til hægri. Það er mun ódýrara að vera áskrifandi! 08.PM5 19.4.2017, 09:227

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.