Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.02.2001, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 21.02.2001, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 9 varla hvernig svo störfum hlaðinn maður, þó prestur sé, geti líka komist yfir að stunda hlunnindabúskapinn í Borg- arey. Það er mikið og erfitt verk að hugsa um hlunnindin í Borgarey svo vel sé. Og víst er um það, að þó sr. Baldur og hans fólk hafi haft einhverjar tekjur af eynni, þá hafa þau nú trúlega unnið þar mikið starf fyrir frekar lág laun og jafnvel hugsað meira um líf- ríki eyjunnar en peningana. Og fyrir þá sem til þekkja, þá hafa þau nú minnstan gróða haft af þó hinir og þessir „skemmtiveiðimenn“ hafi stundað lundaveiðina í Borg- arey. En það sannast víst enn þann dag í dag, að „margur heldur auð í annars garði“. En að þvílík græðgi skuli koma frá sjálfum guðsmanninum Valdimar Hreiðarssyni – ásamt vinaryfirlýsingu gagn- vart sr. Baldri – er mun meira en nokkur maður hér um slóðir átti von á. En kannski finnast einhvers staðar einhverjir digrir sjóðir í hinum sóknunum, svo hægt sé að gera vel við blessaðan prestinn sem er á eilífum þön- um í prestakallinu sínu við að þjóna sóknarbörnunum og hlúa að aldavini sínum á hans efri árum í Vatnsfirði við Djúp. Merkilegt að sóknarbörnin, a.m.k. hér í Inn-Djúpi, skuli aldrei hafa séð honum bregða fyrir, því ekki var annað að lesa út úr greininni en að presturinn væri á þönum um allt prestakallið. Reykjanesi í febrúar 2001. Margrét Karlsdóttir. Kirkjugestir í Vatnsfirði á jólum árið 2000. Aftari röð frá vinstri: Jóhanna Kristjánsdóttir, Guðbrandur Baldursson og sr. Baldur Vilhelmsson. Fremri röð frá vinstri: Guðrún Jóns- dóttir, Ólafía Salvarsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Kristján Pétursson, Árdís Einarsdóttir, Páll Áskelsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Mynd: Margrét Karlsdóttir. Það er mun ódýrara að vera áskrifandi! Forstöðumaður Gamla apóteksins á Ísafirði Sigríður Schram ráðin Sigríður Schram kennari við Grunnskólann á Ísafirði hefur verið ráðinn forstöðu- maður Gamla apóteksins, kaffi- og menningarhúss ungs fólks á Vestfjörðum en eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, lætur Aldís Sigurðardóttir af störfum í vor. Sigríður hefur töluvert unn- ið að æskulýðsmálum, meðal annars hjá Þjóðkirkjunni. „Okkur var bent á að hún væri upplögð manneskja í starfið“, segir Sigríður Magnúsdótt- ir, formaður stjórnar Gamla apóteksins. „Hún er sögð mikill listamanneskja og hefur þar að auki unnið á kaffihúsi.“ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan Nær tveir þriðju sam- þykktu verkfallsboðun – fyrsta félagið innan FFSÍ sem tekur afstöðu til verkfalls fallsboðunar. Þátttakan í kosn- ingunni var 65,5%. Hér er um að ræða yfirmenn á öllum vestfirskum fiskiskipum yfir 30 tonnum ef útgerðar- mennirnir sjálfir eru ekki í stöðum yfirmanna. Nær tveir þriðju eða 63,9% þeirra sem greiddu atkvæði hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgj- unni á Vestfjörðum sam- þykktu að boða til verkfalls. Atkvæði voru talin á fimmtudag í síðustu viku. Gegn verkfalli voru 30,6% en auðir seðlar voru 5,5%. Verkfall hefst 15. mars kl. 24 ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Póstat- kvæðagreiðsla hefur staðið yfir í rúman mánuð. Bylgjan er fyrsta félagið á landinu innan Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands sem tekur afstöðu til verk- KARLREMBUKVÖLD Á Hótel Ísafirði föstudaginn 23. febrúar kl. 19:30. Sjávarréttahlaðborð eins og það gerist best. Kútmagar, höfrungur, Búri, skata, síld, hákarl, harðfiskur, lax, humar, steinbítur, hrogn og lifur, rækja, bleikja og margt fleira. Borðapantanir í síma 456 4111 Verð kr. 3.500.- Fyndnasti maður á Íslandi Sveinn Waage lætur magana kútveltast af hlátri Gísli Hjartar flytur óprenthæfar vestfirskar þjóðsögur Pakkauppboð til styrktar góðu málefni! Kúttmagakvöld lions 08.PM5 19.4.2017, 09:229

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.