Bæjarins besta - 21.02.2001, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 13
Ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum á Vestfjörðum semur við ríkið
Vestfirski samningurinn einn af þrem-
ur hagstæðustu af fjórtán á landinu
– höldum því forskoti sem við höfðum, segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV
Nýgerður samningur Al-
þýðusambands Vestfjarða
og ríkisins um kaup og kjör
ófaglærðs starfsfólks á
sjúkrahúsum og heilsu-
gæslustöðvum á Vestfjörð-
um felur í sér 15% meðal-
hækkun á laun en um 21%
hækkun á þriggja ára samn-
ingstímabili. Á þessu starfs-
sviði eru 14 sjálfstæðir
kjarasamningar um allt
land. Í megindráttum eru
þeir svipaðir en vestfirski
samningurinn er einn af
þremur hagstæðustu samn-
ingunum.
„Við hér á Vestfjörðum
vorum síðastir í þessari
samningalotu. Þessir samn-
ingar eru eitthvað misjafnir
en okkar samningur hefur
alltaf verið tiltölulega góður
miðað við hina. Jafnan hefur
verið tekist á um það hvor
væri betri, samningurinn hér
eða á Húsavík. Mér sýnist að
þetta sé svipað og áður, þannig
að við höldum því litla for-
skoti sem við höfðum á aðra“,
segir Pétur Sigurðsson, forseti
ASV.
Frá 1995 hefur gilt sameig-
inlegur samingur á Vestfjörð-
um. Áður voru sjálfstæðir
samningar á Ísafirði, í Bolung-
arvík, á Patreksfirði og á
Hólmavík. Þá voru viðkom-
andi sveitarfélög viðsemjend-
ur en nú er það ríkissjóður.
Starfsfólkið sem á hlut að máli
er um 70-80 manns og vinnur
einkum við aðhlynningu,
ræstingu, þvotta og eldhús-
störf. Ársverkin eru þó færri
vegna þess að allmargir eru í
hlutastörfum.
Nýi samningurinn er til
þriggja ára og tekur við af
samningi sem gerður var árið
1997. „Nú er samningstíminn
orðinn miklu lengri en áður
var, þegar samið var til eins
árs í einu eða jafnvel til nokk-
urra mánaða“, segir Pétur.
Nýmæli samningum nú er
sameiginleg launatafla yfir allt
landið en misjafnlega er raðað
í hana eftir svæðum. „Ég hef
það á tilfinningunni að við
séum tiltölulega vel settir hér
með innröðun í launatöfluna.
Menn hrópa að vísu ekki húrra
fyrir þessum samningi enda
vitum við ekki hvað opinberir
starfsmenn koma til með að
semja um. Þetta er eins og
alltaf í samningum, að verið
er að taka ákveðna áhættu.
Meirihluti samninganefndar
okkar mat það hins vegar
þannig, að ekki yrði lengra
komist án þess að búa sig
undir átök“, segir forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða.
Samninganefnd ASV, talið frá vinstri: Pétur Sigurðsson, forseti ASV, Helgi Ólafsson,
Hólmavík, Sveinsína Sigurgeirsdóttir, Ísafirði, Guðrún Gísladóttir, Patreksfirði, Elísabet
Guðbjartsdóttir, Ísafirði (á bakvið), Guðrún Leifsdóttir, Patreksfirði, Hulda Margrét
Þorkelsdóttir, Bolungarvík, Guðrún Kristjánsdóttir, Ísafirði, Herdís Gísladóttir, Bolungar-
vík, og Bergdís Sveinsdóttir, Ísafirði.
Tölvukerfi Menntaskólans á Ísafirði og þjónusta tölvufyrirtækisins Vestmarks ehf.
Ljóst að ýmsir hnökrar hafa verið
á samskiptunum og þjónustunni
– gripið hefur verið til ráðstafana til úrbóta og málin rædd á fundi
Bifreið til sölu
Til sölu er Nalli árgerð 1982, í góðu standi,
ekinn 40 þúsund mílur. Tilboð óskast.
Upplýsingar á skrifstofu Hraðfrystihússins
- Gunnvarar hf.
Stjórnarmenn í tölvuþjón-
ustufyrirtækinu Vestmark ehf.
á Ísafirði hafa gripið til ráð-
stafana vegna megnrar óá-
nægju með þjónustu fyrirtæk-
isins við Menntaskólann á Ísa-
firði. Á þriðjudagsmorgun í
síðustu viku var greint frá því
á fréttavef Bæjarins besta,
samkvæmt frásögnum bæði
starfsmanna og nemenda, að
þá um morguninn hefðu verið
vandræði með tölvupóstkerfi
skólans. Ítrekað hefði verið
kvartað við Vestmark, bæði
þá og fyrr. Þegar þetta var
borið undir starfsmenn Vest-
marks neituðu þeir því að
nokkrar kvartanir hefðu bor-
ist. Fullyrt var, að tölvukerfi
skólans væri í góðu lagi og
hefðu aldrei komið upp nein
vandamál frá því að Vestmark
tók að sér kerfisleigu fyrir
skólann og þjónustu við tölvu-
kerfi hans.
Þetta vakti hörð viðbrögð í
skólanum og hófust lífleg
skrif í Netspjall Bæjarins
besta. Allmargir kennarar og
nemendur Menntaskólans á
Ísafirði lýstu í samtölum við
blaðið verulegri óánægju með
hið nýja tölvukerfi skólans,
einkum póstkerfið. Létu ýmsir
þung orð falla um vandræðin
með kerfið og samskipti sín
við Vestmark.
Einnig höfðu starfsmenn á
bæjarskrifstofum Ísafjarðar-
bæjar samband við blaðið og
létu í ljós verulega óánægju
með nýtt tölvukerfi þar, sem
Vestmark hefur komið upp.
Aðrir starfsmenn þar telja hins
vegar, að þegar verið sé að
taka upp nýtt kerfi frá grunni
sé eðlilegt að um sé að ræða
ýmsa byrjunarörðugleika og
ekki sé ástæða til kvartana á
þessu stigi.
Vegna þessara umkvartana
ræddi blaðið við Guðna Geir
Jóhannesson, sem er stjórn-
armaður og hluthafi í Vest-
marki. Óánægjan í Mennta-
skólanum kom honum aug-
ljóslega mjög á óvart. Hann
kvaðst ekki hafa fengið aðrar
upplýsingar frá starfsmönnum
Vestmarks en að hlutirnir
væru í góðu lagi.
Í framhaldi af þessu brást
Guðni hart við, svo og annar
hluthafi og stjórnarmaður hér
vestra, Kristján G. Jóhanns-
son. Óskuðu þeir eftir því að
þeir stjórnarmenn Vestmarks
sem eru hér á svæðinu og
Til sölu!
Til sölu er verslunar-, skrifstofu- og iðnað-
arhúsnæði að Suðurgötu 9, norðurendi,
Ísafirði. Flatarmál: 506m². Hlutdeild í
1.670m² lóð. Skiptanleg í minni einingar.
Nánari upplýsingar gefa Hafsteinn Vil-
hjálmsson í síma 456 4666 og Lögfræðiskrif-
stofa Björns Jóhannessonar hdl., sími 456
4577.
starfsmenn fyrirtækisins
kæmu tafarlaust saman og
ræddu þetta mál. Sá fundur
var haldinn morguninn eftir.
Guðni sagði í samtali við
blaðið að fundinum loknum,
að ljóst væri að ýmsir hnökrar
væru og hefðu verið á tölvu-
kerfi Menntaskólans og sam-
skiptum Vestmarks við not-
endur þess í skólanum. Einnig
taldi Guðni að einhvers mis-
skilnings gætti í þessu máli.
Menntaskólinn virtist telja sig
hafa verið að kaupa meiri
þjónustu en fyrirtækið hefði í
raun verið að selja honum.
Nú á mánudag var haldinn
fundur þar sem fulltrúar
Menntaskólans á Ísafirði og
Vestmarks ræddu málin í þeim
tilgangi að koma þeim á
hreint. Guðni sagði nauðsyn-
legt að báðum aðilum sé ljóst
hvað hafi verið selt og hvað
hafi verið keypt. Jafnframt
sagði Guðni að lögð verði
áhersla á að þjónustan af hálfu
Vestmarks verði framvegis í
betra horfi en hafi verið.
08.PM5 19.4.2017, 09:2213