Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Síða 2

Bæjarins besta - 11.04.2001, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 LEIÐARI „Ég kveiki á kertum mínum“ Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is • Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is • Blaðamaður: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. Dymbilvikan. Páskavikan. Skíðavikan. Vikur sem um árafjöld hafa verið óaðskiljan- legar í skíðabænum Ísafirði. Og verða um ókomin ár. Vikan sem við Ísfirðingar köllum skíðaviku er tími útiveru og ferðalaga; tími fjöld- ans til að hrista af sér innivistardrungann og slenið, hlaða batteríin. Í skíða- vikunni leynist kærkominn samverutími, sem í hinu daglega amstri virðist ekki of mikið af fyrir fjölskylduna. Árum saman hefur skíðavikan á Ísafirði einnig verið tími stefnumóts vina og ættmenna. Árlega heimsækja brottfluttir Ísfirðingar gamla bæinn sinn á skíðaviku. Svo verður vonandi áfram. Sú taug er dregur þá föðurtúna til má ekki rofna. Dymbilvika og páskar fela í sér eina mestu trúarhátíð þess fólks sem kristið kallast. Innreið Krists í Jerúsalem á pálmasunnudag, síðasta kvöldmáltíðin, krossfestingin á föstudaginn langa þar sem sami lýðurinn og áður hafði sungið Meistaranum lof og dýrð kallaði blóð hans yfir sig og börn sín; að lokum sigur lífsins yfir dauðanum á hinum þriðja degi. Einhvern veginn líða þessir dagar á líkan hátt ár eftir ár. Útivist á skíðaviku með hefðbundum hætti eftir veðurfari. Hlutverk kirkjunnar í dymbilviku og um páska í föstum skorðum, óháð veðurguðum. Sjaldan leiðum við hugann að því hvernig eitt og annað varð til. Í dag er allt talið svo sjálfsagt. Hvernig varð til sálmur þjóðskáldsins frá Fagraskógi: Ég kveiki á kertum mínum? Rifjum þetta upp í tilefni páskahátíðarinnar. Kirkjuferð skáldsins á föstudaginn langa, með litla, bæklaða telpu, sem dvaldi á sama hóteli, skammt frá Osló, eftir að móðir telpunnar hafði daufheyrst við óskum hennar um að fara til kirkju, var kveikjan: ,,Ég fann til með telpunni, kenndi í brjósti um hana. Ég gaf mig á tal við konuna og bauðst til þess að fara með barnið. Hjálp mín var vel þegin. Ég tók telpuna í fang mér og bar hana til kirkjunnar. Guðsþjónustan var látlaus og hátíðleg. Þegar við komum aftur heim á hótelið, dró ég mig í hlé – og sálmurinn: Ég kveiki á kertum mínum, varð til.“ Allt það sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér, sagði Hann sem á þeim degi sem skáldið frá Fagraskógi kveikti á kertum sínum bað um fyrirgefningu til handa okkur mönnunum af því við vissum ekki hvað við gerðum. Bæjarins besta óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. s.h. Tilvitnun: Pétur Sigurgeirsson, biskup: Ég kveiki á kertum mínum. Skáldið frá Fagraskógi – Endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson. Þingeyri Ölvun við akstur Lögreglan stöðvaði öku- mann á Þingeyri á fimmta tím- anum aðfaranótt sunnudags, grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan á Ísafirði annast löggæslu í öllum Ísafjarðar- bæ, allt til Arnarfjarðar, svo og í Súðavíkurhreppi. Jafnan eru farnar eftirlits- ferðir um allt svæðið en í skíðaviku sem nú er að byrja verður umferðareftirlit stór- hert. Ekki síst verður fylgst með umferðarhraða í Djúpinu og á öðrum leiðum milli byggðarlaga. Ísafjörður Tekinn í fjórða sinn Síðdegis á föstudag tók lög- reglan á Ísafirði ökumann vegna ölvunar við akstur. Þetta var í fjórða skiptið frá því um síðustu jól sem þessi sami maður er tekinn vegna ölvunaraksturs. Fyrir skömmu voru honum birtar ákærur vegna hinna málanna. Ísafjörður Fjórar klassískar Fjórar klassískar en það eru þær Aðalheiður Þorsteinsdótt- ir, píanóleikari og söngkon- urnar Björk Jónsdóttir, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir, halda söngskemmtun í Edinborgar- húsinu á Ísafirði í kvöld kl. 20:30. Á efnisskránni eru lög úr söngleikjum, óperum og óper- ettum ásamt vinsælum dægur- lagaperlum. Söngkonurnar eru fyrir löngu landsþekktar fyrir söng sinn og Aðalheiður er rómuð fyrir útsetningar sín- ar og píanóleik. Tæplega þrítugur Ísfirðing- ur var dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða í síðustu viku fyrir að skjóta friðaða svartfugla í maí á síðasta ári. Maðurinn var dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna sektar en sæti ella fangelsi í sex daga. Hann var einnig sviptur skotvopna- og veiðileyfi í sex mánuði. Ákærði var sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um upptöku skotfæra og tveggja Baikal- haglabyssna. Maðurinn var ákærður „fyr- ir brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum, með því að hafa föstudaginn 19. maí 2000, um borð í m/b Þokka ÍS, á siglingarleið frá Ísafirði um Jökulfirði áleiðis í Hornvík, skotið um 7 villta friðaða svartfugla, af tegund- unum álka, langvía og lundi, en fuglategundir þessar eru friðaðar tímabilið frá 11. maí til 31. ágúst ár hvert“. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa framið það brot sem honum var gefið að sök í ákærunni. Með játningu hans, sem fékk stoð í rannsóknar- gögnum lögreglu, þótti dóm- ara sök hans nægilega sönnuð og háttsemi hans varða við tilgreind laga- og reglugerðar- ákvæði í ákæru. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hafði ákærði þrívegis sæst á sektarrefsing- ar, tvívegis á árinu 1991 fyrir brot gegn fuglafriðunarlögum, skotvopnalögum og lögum um lax- og silungsveiði og árið 1997 fyrir brot gegn lög- um um skotvopn, sprengiefni og skotelda og lögum um vernd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og villtum spen- dýrum. Viðurkenndi fugladráp í Hornstrandafriðlandi á síðasta ári Dæmdur í sekt fyrir að skjóta friðaða svartfugla Ísfirðingarnir Jakob Ein- ar Jakobsson og Katrín Árnadóttir unnu bæði Ís- landsmeistaratitla í göngu með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands á Ak- ureyri um helgina. Í flokki 17-19 ára varð Markús Þ. Björnsson fjórði. Ólafur Th. Árnason varð annar í 30 km göngu. A-sveit Ísfirðinga varð í öðru sæti í boðgöngu. Ís- firsku sveitina skipuðu þeir Jakob Einar Jakobs- son, Markús Þór Björns- son og Ólafur Th. Árna- son. Skíðamót Íslands Katrín og Jakob unnu Kiwanisklúbburinn Básar kaupir Sigurðarbúð á Ísafirði Þrengsli hafa staðið starfinu fyrir þrifum Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði hefur keypt Sigurðar- búð við botn Skutulsfjarðar af Björgunarfélagi Ísafjarðar á fjórar milljónir króna. Þar að auki reikna Kiwanismenn með því að verja um tveimur milljónum í viðgerðir á hús- inu. Gamli barnaskólinn á Skeiði, rétt hjá Sigurðarbúð, sem lengi hefur verið aðsetur klúbbsins, verður seldur. „Það hefur lengi staðið til að stækka húsnæði klúbbs- ins“, segir Sigurður R. Guð- mundsson, formaður bygg- ingarnefndar Bása. Fyrst ætl- uðum við að byggja við okkar gamla húsnæði og tókum meira að segja fyrstu skóflu- stunguna á sínum tíma. Vegna lagna úr Holtahverfi drógust framkvæmdir heldur mikið og var því ákveðið að leysa hús- næðisvanda klúbbsins með kaupum á Sigurðarbúð.“ Kiwanisklúbburinn Básar varð 25 ára 31. mars. „Stefnt er að því að flytja núna um miðjan apríl og halda upp á afmæli klúbbsins í nýju hús- næði 12. maí. Þrengslin í gamla húsinu hafa lengi staðið klúbbnum fyrir þrifum. Við höfum til dæmis þurft að halda öll okkar stærri samkvæmi í öðru húsnæði“, segir Sigurður R. Guðmundsson. Sigurður R. Guðmundsson og Snorri Hermannsson undirrita kaupsamninginn. Öldungamót lögreglumanna í knattspyrnu Hafnfirðingar sigruðu Lið lögreglumanna úr Hafnarfirði sigraði á innan- hússmóti lögreglumanna (Primus-mótinu) í íþrótta- húsinu á Torfnesi á Ísafirði um síðustu helgi. Átta lið tóku þátt í mótinu og kepptu allir við alla. Hafnfirðingar- nir unnu alla andstæðingana sjö en næstir komu lögreglu- menn frá Blönduósi og af Suð- urnesjum, sem unnu fimm leiki hvorir um sig en töpuðu tveimur. Önnur lið komu síðan í þessari röð: Akureyri, Reykjavík, Siglukróksvogur (blandað lið frá Siglufirði, Sauðárkróki og Kópavogi), Vestfirðir A og Vestfirðir B. Einn keppendanna á mót- inu meiddist á höfði í „sam- stuði“ og þurfti að taka í hann nokkur spor á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. 15.PM5 19.4.2017, 09:272

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.