Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 11.04.2001, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 9 skreið samt einhvern veginn fram hjá varðhundunum og náði að taka þátt. Ekki vann ég þessa fyrstu Fossavatnsgöngu mína. Seinna fór mér að ganga betur og hef tólf eða þrettán sinnum verið svo heppinn að koma fyrstur í mark.“ Heimsmeistaramót lögreglumanna Kristján hefur verið dug- legur við að taka þátt á mótum erlendis. Þannig hefur hann til dæmis tvisvar keppt á Ítalíu. „Þar keppti ég á heimsmeist- aramóti lögreglumanna. Þetta var að sjálfsögðu á þeim tíma þegar ég var lögga, 1981 og 82. Ég keppti í 15 kílómetra göngu og lenti í 9. sæti fyrra árið en man ekki alveg hvar ég lenti það seinna. Ég var þó einhvers staðar í tíu efstu sætunum í seinna skiptið. Á þessu móti voru lögreglu- menn frá 15 eða 20 löndum, þar á meðal Svíar, Finnar, Rússar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Júgóslavar, Bandaríkjamenn og jafnvel Ástralir. Það sá ég í fyrsta og eina skiptið þeldökkan mann ganga á skíðum.“ Starfsfólk farið að þekkja Kristján Kristján hefur margoft tekið þátt í hinni frægu Vasagöngu í Svíþjóð. „Árið 1994 fór 15 manna hópur frá Ísafirði til Svíþjóðar. Svo til eini tilgang- ur fararinnar var að taka þátt í þessari keppni. Eftir þetta hef ég farið á hverja einustu kepp- ni en fáir aðrir hafa komið öll árin. Við höfum tekið á leigu sumarhús og verið í því í fimm daga. Við förum yfirleitt á fimmtudegi, göngum á sunnu- degi og fljúgum aftur heim á þriðjudegi. Þegar við erum ekki að keppa eða æfa okkur skoðum við okkur um. Ég hef nú tekið átta sinnum þátt í göngunni og nú er svo komið að starfsfólk verslana í nágrenni við gönguna er farið að þekkja mig með nafni.“ Upp í mót Gífurlegur fjöldi tekur þátt í Vasagöngunni. „Ég held að það séu um 15 þúsund manns en þar að auki eru yfirleitt um fimm þúsund að horfa á. Þannig er maður þarna innan um svona 20.000 manns, sem er svipað og aðsókn að meðal fótboltaleik. Vasagangan er frekar löng eða um 90 kílómetrar. Menn byrja á því að klífa mikla brekku, en síðan er leiðin svo til öll niður í mót.“ Kristján hefur tekið þátt í fleiri göngum. „Ég hef nokkr- um sinnum tekið þátt í hinni norsku Birkibeinagöngu. Hún er 58 kílómetra löng, en þó hún sé talsvert styttri en Vasa- gangan er hún síst auðveldari. Þar liggur svo til allt upp í mót og endar keppnin rúmum 200 metrum ofar en hún byrj- ar. Hæsti punktur er rúmum 600 metrum ofar en byrjunar- markið.“ Kristján Rafn Guðmundsson, keppandi nr. 2148 í Vasaloppet-göngunni í Svíþjóð. Kristján Rafn hefur átt marga bíla um ævina. Hér er hann á þeim fyrsta. Kristján Rafn á gönguskíðum með félögum sínum árið 1968. Þetta er fyrsta myndin sem tekin var af Kristjáni Rafni á skíðum. Á skíðum á Ítalíu. Þar tók Kristján Rafn þátt í heimsmeistara- móti lögreglumanna árin 1981 og 1982. Á skíðum í Danmörku Kristján á í mestu erfiðleik- um með að ferðast án þess að taka með sér skíði. „Eitt sinn fór ég til Danaríkis til að heim- sækja dóttur mína sem þá bjó í Álaborg. Það vakti mikla athygli að ég tók gönguskíðin með mér. Mér tókst með herkjum að ganga á skíðum um Danmörku. Þá snjóaði einn dag og ég greip gæsina á meðan hún gafst. Danirnir voru mjög hissa að sjá mann á gönguskíðum. Um kvöldið var allur snjórinn farinn.“ Óvandað orðaval Kristján hefur ekkert yfir aðstöðu vestfirskra göngu- skíðamanna að kvarta. „Það var mikil bót að fá ljósakerfið uppi á Dal. Þar er nú hægt að ganga öllum stundum. Ljósin hjálpa sérstaklega mikið til þegar snjó skefur, þá sést allt miklu betur en myndi ella gera. Ég tilheyri nokkuð virkum gönguhóp sem æfir saman allan ársins hring. Í þessum hóp eru menn sem að eiga enga peninga og aðrir sem eiga nóg af peningum. Svo er einn í hópnum sem vinnur við að passa peningana sem sumir eiga og annar sem reynir að rukka þá í hópnum sem eiga enga peninga. Konráð Egg- ertsson komst inn í hópinn vegna sérstakra eiginleika. Ekki endilega af því að hann er Bolvíkingur að uppruna heldur frekar vegna þess að í seinni tíð hefur hann verið notaður sem viðmiðun í Grunnskólanum í Bolungar- vík. Þegar kennarar kvarta undan óþekkum börnum, þá er þeim sagt að þeir hefðu átt að vera í skólanum þegar þeir Konni eða Óli Halldórs voru þar nemendur. Á sumrin göngum við á fjöll á tveimur jafnfljótum og á veturna göngum við á skíðum. Við erum orðnir nokkuð góðir vinir, spjöllum mikið saman og ekki eru menn alltaf að vanda orðavalið. Ég held að margir myndu reka upp stór eyru ef ég færi að hafa eftir sumt af því sem sagt er.“ Verða að prófa að vera þreyttir „Ég hef undanfarin sex eða sjö ár verið að aðstoða skíða- krakka á mótum, verið eins konar fararstjóri. Ég er að sjálfsögðu manna kátastur með þann góða árangur sem ísfirska skíðafólkið hefur ver- ið að ná á mótum að undan- förnu. Hins vegar bendi ég á, að árangur á mótum er ekki það sem mestu máli skiptir. Ég hef aldrei verið hrifinn af mikilli keppni meðal ungra barna. Ég tel að þau hafi gott af hæfilegri æfingu og fái að reyna með sér en keppnis- skapinu verður að halda í hófi. Ég held að allir hafi gott af því að æfa gönguskíði eða íþróttir yfirleitt. Menn verða að prófa að verða almennilega þreyttir. Það skiptir miklu máli í lífinu að kunna að gera eitt- hvað eftir að maður er orðinn þreyttur, sama hvort það er á líkamlega eða andlega svið- inu. Það er eitt af því sem maður lærir af því að ganga á skíðum.“ 15.PM5 19.4.2017, 09:279

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.