Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Page 16

Bæjarins besta - 11.04.2001, Page 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Íþróttamaður Bolungarvíkur 2000 Birgir golfari útnefndur Birgir Olgeirsson, 16 ára gamall golfleikari, var á laug- ardag útnefndur Íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2000 í samsæti í Finnabæ. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri af- henti honum veglegan bikar þessu til staðfestingar. Þar voru einnig nokkrir aðrir bol- vískir íþróttamenn heiðraðir fyrir árangur sinn á síðasta ári. Svala Sif Sigurgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir frammistöðu í sundi, þau Kristín Grímsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson, Gunnar Már Elíasson, Óttar Bjarnason og Stefán Karlsson fyrir árangur í knattspyrnu og Guðmundur Daðason fyrir árangur við skákborðið. Á síðasta ári keppti Birgir Olgeirsson á sautján golfmót- um og lækkaði forgjöf sína verulega. Hann tók í fyrsta sinn þátt í unglingalandsmóti Golfsambandsins og stóð sig þar með prýði. Í sumar bætti hann vallarmetið á golfvell- inum í Bolungarvík en þá var hann ekki orðinn sextán ára gamall. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Finnabæ er Birgir ásamt öðrum golfara, afa sín- um og nafna, Birgi Valdimars- syni húsnæðisfulltrúa á Ísa- firði. Birgir eldri hefur um ára- bil verið einn af virkustu fé- lögunum í Golfklúbbi Ísa- fjarðar, bæði í félagsstarfinu og úti á vellinum. Nafnarnir og langfeðgarnir eiga sama áhugamálið. Ísafjörður Ekkert flug á föstudag Flugfélag Íslands hefur ákveðið að fljúga til allra sinna ákvörðunarstaða á föstudaginn langa nema til Ísafjarðar. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið heldur uppi áætlunarflugi þennan dag og eru undirtektir mjög góðar en nú hafa nokkur hundruð farþegar bókað sig í flug þennan dag. Ástæða þess að ekki verður flogið til Ísafjarð- ar er sú að Flugmála- stjórn gat ekki veitt þjón- ustu á flugvellinum þar sem ekki fengust starfs- menn til að vinna þennan dag. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ og Íslensk erfðagreining Viljayfirlýsing um frek- ara samstarf staðfest – auk undirritunar samnings um flutning upplýsinga í gagnagrunn Samningur milli Heilbrigð- isstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) um flutning gagna úr sjúkraskrám í gagnagrunn á heilbrigðissviði var undirrit- aður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á fimmtudag síðustu viku. Samningurinn er hlið- stæður öðrum samningum sem ÍE hefur gert við heil- brigðisstofnanir víða um land. Til frekari tíðinda má telja, að jafnframt var undirrituð ítarleg viljayfirlýsing um frekara samstarf en áðurnefndur samningur tekur til. Áður sama dag var haldinn fræðslufundur um hugmyndir sem hafa verið í vinnslu milli Heilbrigðisstofnunarinnar og Ísafjarðarbæjar um aukin verkefni á heilbrigðissviði. Sú vinna hófst þegar Íslensk erfðagreining lét í ljós vilja um samstarf í kjölfar við- ræðna við Heilbrigðisstofn- unina. Á þeim fundi voru und- irritaðar viljayfirlýsingar milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Taugagrein- ingar hf. annars vegar og Skýrr hf. hins vegar. Frá þessum samningum og yfirlýsingum og aðdraganda þeirra er greint nánar á bls. 3. Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, og Kristján Erlendsson frá Íslenskri erfðagreiningu við undirritun viljayfirlýsingar um samstarf. 15.PM5 19.4.2017, 09:2716

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.