Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 3 Atvinna Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Vinnutími f.h., e.h. eða allan daginn. Möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma. Upplýsingar gefa María, Rósa eða Ruth. HSV tók þátt í Landsmóti Ungmennafélags Íslands í fyrsta sinn Lenti í fimmta sæti af 27 Héraðssamband Vestfirð- inga (HSV) mætti á Landsmót austur á Fljótsdalshéraði með vaska sveit íþróttafólks til keppni í margskonar íþróttum, hefðbundnum og óhefð- bundnum. Árangurinn varð glæsilegri en nokkur mun hafa búist við. HSV varð í fimmta sæti af 27 héraðssamböndum og hlaut þrenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun og setti þrjú landsmótsmet. Í ljósi þess að HSV sem aðeins nær yfir Ísafjarðarbæ tók þátt í mótinu í fyrsta sinn verður árangurinn að teljast frábær. HSV sendi 87 einstaklinga austur í Egilsstaði og óku margir með rútu í þrettán tíma en aðrir fóru á einkabílum eða fljúgandi. Stemmningin í hópnum var frábær og íþrótta- fólk ólíkra íþróttagreina stóð saman sem ein heild. Þeir sem unnu til verðlauna voru eftir- farandi einstaklingar og hóp- ar: Heiðar Ingi Marinósson hlaut gull í 50 m skriðsundi á tímanum 24.32 og bætti hann landsmótsmetið tvisvar í þeirri grein en landsmóts- metið var 24.86. Hann fékk einnig gullverðlaun í 100 m skriðsundi á tímanum 53.75 og bætti einnig landsmótsmet- ið sem var 54.15. Heiðar hlaut silfurverðlaun í 100 m bak- sundi á tímanum 1:07.23. Hann var einnig í boðsunds- sveit HSV ásamt Pétri Erni Birgissyni, Þór Sveinssyni og Braga Sveinssyni sem hlaut gullverðlaun í 4x100 m skrið- sundi og bronsverðlaun í 4x100 m fjórsundi. Þór Sveinsson hlaut brons- verðlaun í 50 m skriðsundi og einnig í 100 m skriðsundi. Linda G. Lyngmo hlaut silfur- verðlaun í 200 m fjórsundi. Bragi Þorsteinsson hlaut silf- urverðlaun í 200 m bringu- sundi. Boðsundsveit kvenna vann til bronsverðlauna í 4x100 m skriðsundi en sveitina skipuðu þær Kristjana Pálsdóttir, Sandra K. Lyngmo, Anna María Guðmundsdóttir og Rakel Ósk Jensdóttir. Körfuboltalið karla hlaut bronsverðlaunin eftir mjög skemmtilega keppni. Liðið háði harða baráttu við UMSK, sem skipað var leikmönnum Hamars í Hveragerði, um sæti í úrslitaleiknum en þeir tapaði þar naumlega. Kvennalið HSV í knattspyrnu fékk bronsverðlaun. Íþróttamenn HSV unnu einnig til stiga fyrir knatt- spyrnu karla, blak kvenna, skotfimi, hestadóma, pönnu- kökubakstur, spjótkast, 400 metra hlaup, 800 metra hlaup, 1500 metra hlaup, 5000 metra hlaup, 4x100 metra boðhlaup karla og kvenna og golf. Undirbúningsnefnd HSV þakkar keppendum og öllum þeim aðstoðuðu við undir- búning og framkvæmd ferðar- innar fyrir samstarfið og frábæran árangur. Heiðar Ingi Marinósson. Telur rétt að setja löggjöf um réttindi starfsmanna – slík löggjöf ætti ekki síður að ná til hins almenna vinnumarkaðar Umræða um flutning stofnana eða starfa milli landshluta stofnunar milli landshluta jafngildi því að starf sé lagt niður en þá er um biðlaunarétt að ræða. Það var sjónarmið iðnaðarráðuneytisins og Rík- islögmanns að ekki sé um niðurlagningu starfs að ræða en SÍB hélt hinu gagnstæða fram. Þessi lagalegi ágrein- ingur er óleystur og mun rísa að nýju þegar næsta stofnun verður flutt, hvort heldur það verður í heilu lagi eða að hluta.“ Kristinn H. Gunnarsson. ný starfsemi hins opinbera verði fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins og ákveðin verkefni stofnana verði flutt út á land. Ekki verður sagt að vel hafi gengið að fylgja þessu eftir. Eru til þess ýmsar ástæður, þar á meðal ofangreind sjónarmið starfsmanna. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé rétt að setja sérstaka löggjöf um réttindi starfsmanna við flutning stofnunar eða starfs milli landshluta. Ég hef trú á því að ef slíkar reglur liggja fyrir muni nást betri árangur en verið hefur. Slík löggjöf ætti að mínu mati að ná til almenna vinnumarkaðarins enda vand- séð að opinberir starfsmenn eigi að fá sérstaka meðhöndlun og njóta réttinda sem ekki eru til staðar í öðrum starfsgreinum. Sérstaklega er eftirtektarvert hvað starfsöryggi launafólks í sjávarútvegi er lítið og má þar nefna að í fiskvinnslu er hægt að taka fólk af launaskrá fyrirvaralítið vegna hráefnisskorts. Ætla má að verulegt samband sé milli lítils atvinnuöryggis og veikr- ar stöðu byggðar“, segir Kristinn H. Gunnarsson. Um málefni starfsmanna Byggðastofnunar í Reykjavík sérstaklega og starfslok þeirra segir Kristinn: „Starfsmönnum Byggða- stofnunar í Reykjavík var boðin áframhaldandi vinna hjá stofnuninni, en þeir af- þökkuðu það að einum undan- skildum. Í framhaldinu var deilt um biðlaunarétt og höfðaði Samband íslenskra bankamanna mál til þess að fylgja kröfum starfsmanna eftir. Samkomulag tókst þó að lokum þegar stjórn Byggðastofnunar ákvað að leggja niður stöður átta starfs- manna, enda lá fyrir að stofn- unin yrði endurskipulögð að nokkru. Við það myndaðist biðlaunaréttar sem starfsmenn njóta fái þeir ekki annað starf á næstu 12 mánuðum. Hefji þeir annað starf á tímabilinu sem er lægra launað en það sem þeir gegndu hjá Byggða- stofnun er greiddur mismunur launanna í 12 mánuði. Stofn- unin aðstoðar þessa starfs- menn við að fá annað starf og eru góðar horfur um að það takist. Við það verður kostn- aður Byggðastofnunar af biðlaunaréttinum ekki mikill. Aðrir starfsmenn en þessir átta höfðu ýmist fengið sér annað starf og látið af störfum eða við þá hafði verið gerður starfslokasamningur. Niður- staðan er að tekist hefur sam- komulag við alla sem störfuðu í Reykjavík sem er mikið fagnaðarefni og greiddi veru- lega fyrir því að flutningur Byggðastofnunar gengi sam- kvæmt áætlun. Það sem deilt var um er hvort flutningur Vegskálinn sem skemmdist Gert hefur verið við gatið á þakinu Sjá mátti upp í heiðan himin í gegnum járnabindinguna í lofti vegskálans. Gert hefur verið við gat á þaki vegskálans við Hvann- gjá ytri á Óshlíð. Eins og hér kom fram lenti steinn á þaki skálans aðfaranótt 30. maí og braut á það gat þó að járnabindingin hafi haldið. Tilkynning barst lögregl- unni á Ísafirði um að stórt steypustykki lægi á vegin- um. Menn frá verktakafyrir- tækinu Ágústi og Flosa hóf- ust handa í byrjun síðustu viku við að brjóta í burtu skemmda og sprungna steypu. Sagði Ólafur Geirs- son, sem vann að verkinu við þriðja mann, að þessu hefði fylgt nokkurt múrbrot og vesen og puð. Síðan var slegið upp og steypt í gatið. Blásarar blésu í vitlausa átt Mengun yfir mörk „Reynslan af flutningi stofnana bendir til þess að fáir starfsmenn á höfuðborgar- svæðinu kjósi að flytjast búferlum út á land þegar starfið er flutt“, segir Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarfor- maður Byggðastofnunar, í formála að nýútkominni árs- skýrslu stofnunarinnar fyrir síðasta ár. Hann segir að hins vegar séu margir tilbúnir að vinna þessi sömu störf þótt þau séu utan höfuðborgar- svæðisins, þar á meðal fólk sem er búsett á höfuðborgar- svæðinu. Kristinn gerir þessi mál að umræðuefni vegna flutnings Byggðastofnunar frá Reykja- vík til Sauðárkróks. Umtals- verðrar óánægju gætti meðal starfsfólks vegna þeirrar ákvörðunar og allir starfs- menn nema einn afþökkuðu áframhaldandi starf á nýjum stað. „Þetta er ekki ólíkt því sem gerist þegar störf flytjast milli staða á landsbyggðinni eða af landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins“, heldur Kristinn áfram, „en slíkt hefur gerst í töluverðum mæli, sérstaklega í sjávarútvegi með flutningi kvóta og skipa. Fólk vill vera þar sem það hefur komið sér fyrir og tekur óstinnt upp röskun á sínum högum sem flutningur á starfi vissulega er. Nú er það opinber stefna að göngin. Vindnemar náðu ekki að skynja breytinguna strax og unnu blásarar því á móti andvaranum í dálitla stund og fór mengun þá yfir hættumörk“, sagði Jón Baldvin Jóhannesson, verk- stjóri hjá Vegagerðinni. Rauð ljós kviknuðu við alla munna ganganna þegar mengunin varð of mikil. Blásararnir fóru fljótlega að blása í rétta átt og ræstu göngin á skömmum tíma. Gífurleg bílaumferð var á vestfirskum vegum um helg- ina og vilja kunnugir meina að um Ísafjarðardjúp hafi farið fleiri bílar en um venjulega verslunarmannahelgi. Í Vest- fjarðagöngum fór mengun upp fyrir hættumörk í skamma stund. Mikil umferð og hægur vindur gerðu það að verkum að blásarar í göngunum höfðu vart undan. „Svo breyttist vindáttin og fór að anda í aðra átt í gegnum „Frostvandamál“ á Ísafirði Rótin í hugbúnaði Það hefur orðið áhorf- endum Skjás Eins á Ísafirði og í Hnífsdal til nokkurra leiðinda að undanförnu að útsendingin hefur frosið öðru hverju og haldist þannig jafnvel í nokkra stund. Að sögn Björns Davíðssonar hjá Snerpu á Ísafirði, sem annast þjónustu við Skjá Einn, er ástæðan fyrir þessu breyting á hugbúnaði. „Við skiptum um hugbúnað fyrir tveimur vikum en nýi hugbúnaðurinn á að laga ósamræmi milli hljóðs og myndar. Í kjölfar breytinganna kom upp einhver villa. Við erum fyrstir til að nota þessa flutningsleið og það er því eðlilegt að einhver þróun þurfi að eiga sér stað“, sagði Björn. BB áskrift borgar sig 29.PM5 19.4.2017, 09:373

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.