Bæjarins besta - 18.07.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
Svipmynd af Sveini Guðbjartssyni,
verkstjóra í Hnífsdal
„Ég er
Dokkupúki
og er hreyk-
inn af því“
Sveinn Guðbjartsson, verkstjóri
hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf.
í Hnífsdal, hefur ekki verið að
skipta um vinnustað á hverjum
degi. Hann á nú að baki meira en
þrjátíu ára starf á sama stað og
reyndar hefur hann aldrei á ævinni
þurft að biðja um vinnu.
Sveinn er jákvæður maður að
eðlisfari og virðist helst sjá hið
góða í öllum hlutum. Þannig segist
hann aldrei hafa kynnst nema góðu
fólki á rúmlega sextíu ára ævi og
lýsir líklega sjálfum sér best með
því.
Eiginkona Sveins er María
Hagalínsdóttir frá Hrauni á
Ingjaldssandi. „Ég kynntist
henni árið 1960. Við giftum
okkur tveimur árum seinna
og fluttum í Hnífsdal 1965.
Þar er mjög gott að búa.“
Í Hnífsdal var Sveinn „plat-
aður“ til að fara í sóknarnefnd
og var formaður sóknarnefnd-
ar í 20 ár. „Þá var kominn tími
til þess leyfa öðrum og yngri
mönnum að komast að“, segir
hann.
Sveinn er fæddur og uppal-
inn á Eyrinni á Ísafirði en ættir
hans voru í Jökulfjörðum og
Djúpi. Hann má því heita eins
vestfirskur og orðið getur. „Ég
er Dokkupúki, eins og það
var kallað, og hreykinn af því.
Dokkan á Ísafirði var leik-
svæði mitt þegar ég var strákur
og þar var ég á vorin þangað
til ég fór í sveit.
Samfélagið á Eyrinni
Hún hefur upp á svo margt að
bjóða, hvort sem það er vetur,
sumar, vor eða haust. Það er
alltaf nóg að gera fyrir krakka
ef þeir vilja hafa eitthvað fyrir
stafni. Umferðin er auðvitað
meiri núna en samt er alltaf
hægt að fara niður á hafnar-
svæði og veiða. Á veturna var
ágætt að hlaupa á ísjökum.“
Eik í boga
„Það voru margir skemmti-
legir menn sem ég ólst upp
með og gaman að fá að kynn-
ast þeim, sérstaklega seinna
þegar maður var orðinn eldri.
Þar á meðal voru Marselíus
Bernharðsson, Ólafur Guð-
mundsson í Þór og Sveinn
braskari, sem var alveg sér-
stakur kapítuli. Þetta voru af-
bragðsmenn og margar góðar
sögur til af þeim. Þá voru Guð-
mundur Þorvaldsson og Jói
Þorsteins stórkostlegir iðnað-
armenn og alveg einstakir að
eiga við, alltaf boðnir og búnir
að gera allt fyrir mann. Það
var gaman að koma niður í
Suðurtanga sem púki og biðja
um eik í boga. Þeir söguðu
fyrir okkur strákana og alltaf
voru allir tilbúnir til að hjálpa
eða gera eitthvað fyrir okkur.
Ég held að þetta hafi breyst
í dag. Það er kominn miklu
meiri hraði í allt og leiksvæðin
orðin önnur. Líka er eins og
enginn geri neitt nema hann
fái borgað fyrir það.“
Ólíkir menn en
miklir Hnífsdælingar
Sveinn Guðbjartsson hefur
starfað yfir þrjátíu ár hjá Hrað-
frystihúsinu í Hnífsdal. „Það
er mjög góður vinnustaður
enda væri ég ekki þar ef svo
væri ekki. Þar hef ég líka
kynnst mörgum góðum
mönnum. Ég hafði gaman af
því að geta eignast að vinum
menn eins og Einar Steindórs-
son, Ingimar Finnbjörnsson,
Jóakimana báða, Hjartarson
og Pálsson, Halldór Pálsson,
Konráð Jakobsson og fleiri
sem ég hef unnið með lengi
og haft náin samskipti við.
Þetta voru sérstakir menn og
óskaplega ólíkir. En allir voru
þeir miklir Hnífsdælingar og
gerðu allt sem þeir gátu til að
gera veg Hnífsdals sem mest-
an. Þetta voru jákvæðir menn
og það hefur skilað sér.
Konráð Jakobsson er
merkilegur maður. Ég minnist
þess vel þegar ég fór með hon-
um og Daníel Sigmundssyni
á Strandir á hvítasunnunni
árið 1973. Við gengum alveg
úr Hrafnsfjarðarbotni yfir í
Furufjörð og síðan vestur í
Látravík og lentum í mikilli
þoku. Það var skemmtileg
reynsla að fara með þessum
höfðingjum þarna norður og
sérkennilegt að þeir skyldu
rata og geta sagt manni frá
öllum þeim kennileitum sem
sáust út úr þokunni. Ég held
að fólk ætti að gera meira af
því, ef það ætlar að slappa af,
að fara eins og eina ferð norður
á Strandir og læra að umgang-
ast landið.“
Lærði rafvirkjun
í Neista
Sveinn hefur ekki unnið á
mörgum vinnustöðum um
dagana – „Ég var í átta ár í
Neista hjá Júlíusi Helgasyni.
Þar voru einstaklega færir
menn og góðir félagar eins og
Oddur Friðriksson og Óskar
Eggertsson og fleiri mætti
nefna.“
Á sínum tíma lærði Sveinn
rafvirkjun í Neista. „Ég byrj-
aði þar fimmtán ára gamall
við reiðhjólaverkstæðið og
var svo í búðinni. Þar var ég
með Þorgeiri Hjörleifssyni en
síðan fór ég að læra. Ég hætti
í Neista sumarið 1962 og var
eftir það í þrjú ár inn í rafstöð.
Það var gott tímabil. Ég var
svo sjálfur með verkstæði með
Baldri Sæmundssyni í eitt ár
áður en ég byrjaði á núverandi
vinnustað.“
Sendill hjá
Sigga bakara
„Vinnustaðir mínir hafa nú
ekki verið fleiri. Ég hef alltaf
haft nóg að gera og hef heldur
aldrei þurft að biðja um vinnu,
sem betur fer. Reyndar þurfti
ég að sækja formlega um hjá
Rafveitunni en það voru sér-
stakar ástæður fyrir því. Sem
strákur var ég náttúrlega við
löndun úr togurunum og svo
vann ég eitt sumar sem sendill
í bakaríinu hjá Sigga bakara.
Þetta voru bara sumarstörf
sem ekki koma málinu við.
Sendilsstarfið var vegna fjöl-
skyldutengsla en við vorum
jafngamlir, elsti sonur Sigurð-
ar bakara og ég. Við vorum
leikbræður allir saman, Þórir
kennari, Jón ráðherra og Guð-
mundur læknir. Þetta voru
geysilega skemmtilegir og
flinkir strákar. Það var mikið
af góðu fólki þarna niður frá.
Nú er oft verið að tala um
einelti í skólum. Ég kannast
ekki við slíkt frá mínum upp-
vexti. Það var hreinlega ekki
til, svo að ég viti. Auðvitað
hafa alltaf verið til misjafnlega
fjörugir strákar og svo var
einnig þegar ég var strákur.
Ég átti mjög góða skólafé-
laga.“
Ættir og afkomendur
Móðir Sveins Guðbjarts-
sonar er Sigríður Jónsdóttir,
fædd á Höfðaströnd í Jökul-
fjörðum. „Hún var þar aðeins
í tíu daga en þá fór hún í
fóstur til elsta bróður síns,
Árna í Furufirði, og ólst þar
upp. Innan við tvítugt flytur
hún hingað á Ísafjörð.
Faðir minn var fæddur í
Efstadal inni í Djúpi. Hann
missti föður sinn þegar hann
var þriggja ára og fór þá á
flakk með móður sinni um
eins árs skeið. Hann var svo
alinn upp á Flateyri hjá móð-
urbróður sínum, Sveini Krist-
jáni Sveinssyni, og var þar
þangað til hann fermdist í
Holti. Eftir það fór hann á sjó
og kom ekki heim nema sem
gestur.“
Sveinn Guðbjartsson á þrjá
syni sem allir eru löngu upp-
komnir og eiga heima í
Reykjavík. „Þeir hafa komið
sér ágætlega fyrir allir þrír og
ég get ekki verið annað stoltur
af þeim. Sá elsti var alinn upp
að mestu leyti í Grindavík en
kom mikið til okkar á sumrin
og er sölustjóri hjá B&L. Sá
næsti rekur fyrirtæki í Reykja-
vík. Þeir selja fiskileitartæki
og gengur mjög vel. Sá yngsti
er að vinna við Sogið. Við
María eigum núna sex barna-
börn.“
Engar vélar en
eintóm ævintýri
Sveinn Guðbjartsson er
fjarri því að vera að kvarta
yfir lífinu og tilverunni og
samferðamönnum á lífsleið-
Það var mjög gott að alast
upp á Eyrinni. Ég hygg að
meðal krakkanna hafi þá verið
meira um klíkur eftir bæjar-
hlutum en núna. Þeir sem áttu
heima fyrir neðan Silfurtorg
fóru ekki mikið upp fyrir torg-
ið nema þeir ættu sérstakt er-
indi. Ég var svo heppinn, eins
og ég hef alltaf verið, að kynn-
ast þarna mörgu góðu fólki. Í
kringum mig var margt af
góðum unglingum að alast
upp. Til dæmis bjuggu synir
Sigurðar Guðmundssonar
bakara í næsta húsi og svo
komu auðvitað alltaf í Dokk-
una synir þeirra manna sem
þaðan voru að róa.
Þarna myndaðist gott og
skemmtilegt samfélag. Við
þurftum ekkert að hafa há-
skólamenntað fólk til að
kenna okkur að leika okkur á
þeim tíma. Við lærðum það í
Dokkunni. Eyrin var alveg
sérstök – og er það enn í dag.
29.PM5 19.4.2017, 09:376