Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Mikil umferð Ekið á fellihýsi aftan í bíl Aðeins eitt umferðar- óhapp sem heitið getur varð í umdæmi lögregl- unnar á Ísafirði um helgina, þrátt fyrir geysimikla um- ferð. Um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld gær- kvöldi var ekið aftan á felli- hýsi sem bíll var með í drætti rétt við Höfða við norðanverðan Dýrafjörð. Kona í fremri bílnum kenndi eymsla í baki og var flutt á sjúkrahús til rannsóknar. Bandarísku sendiherrahjónin skoðuðu sig um á Ísafirði Heimsóttu fólk og fyrirtæki í einstakri veðurblíðu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Barbara J. Griffiths, og eiginmaður hennar, David Schoonover, voru í síðustu viku á ferð um Vestfirði. Á fimmtudag skoðuðu þau sig um á Ísafirði. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við gestina hér vestra. Hádegisverð snæddu sendi- herrahjónin ásamt fulltrúum Ísafjarðarbæjar og Ólafi Helga Kjartanssyni sýslu- manni og Kristni H. Gunnars- syni alþingismanni. Síðan var farið á Sjóminjasafnið og Þró- unarsetur Vestfjarða og Morr- inn skemmti hópnum. Eftir það var farið í fyrirtækin 3X- Stál, Mjólkursamlagið og Sindraberg. Um kvöldið snæddu sendiherrahjónin á Hótel Ísafirði með Micaelu Kristin-Kali sem er frá Banda- ríkjunum en búsett á Ísafirði. Garðsláttur Í Neðstakaupstað á Ísafirði: Heimir G. Hansson safnvörður, Ragnheiður Hákonardóttir bæjarfulltrúi, sendiherrahjónin og Halldór Halldórsson bæjarstjóri. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði þurfti lítil afskipti að hafa af gestum á Sælu- helgi á Suðureyri, en þar var langmest um að vera í Ísafjarðarbæ um helgina. Önundur Jónsson yfirlög- regluþjónn telur að heldur meira hafi þó þurft að stússast í kringum þessa „þjóðhátíð Súgfirðinga“ en í fyrra. „Það voru engin stórmál en afskipti okkar snertu einstaka fólk sem kann sér ekki hóf í áfengisneyslu. Líka þurftum við að hafa afskipti af nokkrum krökk- um sem voru með áfengi.“ Um hálfsjöleytið á sunnudagsmorguninn rak lögreglan fjórtán manns upp úr sundlauginni á Suðureyri. Önundur segir það afar slæma lensku hjá fólki að þurfa að fara í sundlaugar þegar það er orðið drukkið og það gildi víðar hér vestra en á Suður- eyri. Róleg sæluhelgi Gleðifólki þurfti þó að smala upp úr sund- lauginni Á fögrum sumardögum berst þungur gnýr garðsláttuvélanna um þorp og bæi og minnir á maðkaflugnasuð í sólskini í bland við fjarlægan dyn flugvéla. Sumir vökva grasflatir svo betur spretti en aðrir slá flatir og virðast þær athafnir stangast á. En margir hafa þá nokkuð að iðja. Meðal sláttumanna í Bolungarvík er Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri en garðurinn hans og Lillýjar konu hans er einn af þeim gróðursælustu og fallegustu þar í bæ. Svo mikil er gróðursældin að garðurinn sést eiginlega ekki fyrir trjám. En á milli trjáa og runna í garðinum er gras sem bæði þarf að vökva og slá. Ólafur eltir sláttuvélina í veðurblíðunni og vökvar um leið svörðinn með nokkrum svitadropum af enni sér. Síðan réttir hann úr sér andartak og bæði hann og sláttuvélin kasta mæðinni áður en þau halda áfram. 29.PM5 19.4.2017, 09:3712

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.