Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001
LEIÐARI
Hægt miðar réttlætinu
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Selma Rut
Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími
456 8269.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is• Ritstjóri
netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 892 2240, netfang: blm@bb.is • Blaðamenn: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sími 456 4448, netfang: umbrot@bb.is, Sigurður Pétursson, sími
456 3139, netfang: siggip@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er
kr. 170 eintakið • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið.
„Tekjuskattar, hvort heldur til ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga, verða í framkvæmd
sérskattar á tekjur þeirra er vinna í þjónustu annarra, þar eð aðrir geta nokkurn veginn
ákveðið sjálfir skattlagningu sína“, segir í athyglisverðri grein Sveins Jónssonar, lög-
gilts endurskoðanda, í Morgunblaðinu fyrir hálfum mánuði. Með þessum
orðum vitnar hann til greinar sem Ólafur heitinn Björnsson, prófessor og
þingmaður, skrifaði fyrir 26 árum og nefndist „Tekjuskattur – sérskattur á
launþega“.
Síðan segir Sveinn: „Nú eru liðin 26 ár frá því að þessi blaðagrein Ólafs birtist.
Hefur tekjuskatturinn á þessu árabili misst réttnefnið launþegaskattur? Því miður
verður að svara því neitandi. Opinberar skýrslur og aðrar upplýsingar benda eindregið
til þess að lítt eða ekki hafi dregið úr heildarskattsvikum og að skattasiðferði hafi al-
mennt hrakað.“
Og Sveinn heldur áfram: „Að sjálfsögðu er vegið að rótum réttarríkisins ef stórir
hópar í þjóðfélaginu geta ákveðið með hliðsjón af sínum fjárhagslegu hagsmunum að
hlíta sumum lögum en öðrum ekki. Í okkar fámenna þjóðfélagi blasir það misrétti sem
í þessu felst enn betur við í daglegu lífi en reyndin er í stærri þjóðfélögum.“
Hér er ekki pláss til að tíunda umfjöllun greinarhöfundar á lagafrumvarpi því sem
nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um tekjuskatt né heldur heldur hug-
myndir hans um leiðir til úrbóta svo og ábendingar til að draga úr skattsvikum, en um
umfang þeirra segir greinarhöfundur: „Með hliðsjón af niðurstöðu opinberrar nefndar
á árinu 1993 má áætla að ríflega 20 milljarðar kr. muni ekki skila sér til hins
opinbera á árinu 2002 vegna skattsvika.“
Hér er ekki um neina smáaura að ræða. En, það sem verra er: Þessi
meinsemd hefur grafið um sig í skjóli skattalaga frá hinu háa Alþingi og
dafnar ár frá ári vegna vilja- og getuleysis þingmanna til að taka á vandanum.
Grein Sveins Jónssonar er þarft innlegg í þá, er að því virðist, óendanlegu baráttu
fyrir réttlæti í skattlagningu á Íslandi. Rifjum enn einu sinni upp fleyg orð á Alþingi
þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp, en þá lét einn þingmanna þau orð falla að með
þessu væri verið að staðgreiða óréttlætið. En látum Sveini Jónssyni eftir lokaorðin:
„Ef þeir sem greiða tekjuskatt í þessu landi standa saman og leita úrbóta má bera þá
von í brjósti, að á næsta aldarfjórðungi náist meiri árangur í því að breyta tekjuskattinum
úr launþegaskatti í almennan tekjuskatt en náðst hefur á þeim aldarfjórðungi sem
liðinn er frá því að Ólafur Björnsson skrifaði blaðagrein sína. Framangreindar lög-
gjafartillögur eru hins vegar stórt skref í öfuga átt.“
s.h.
Jólakort
Styrktar-
sjóðsins
Ísafjörður
Jólakort Styrktarstjóðs
Tónlistarskóla Ísafjarðar
koma út nú í vikunni. Um
tvær gerðir er að ræða en báðar
eru prýddar vatnslitamyndum
eftir listmálarann Snorra Arin-
bjarnar.
Heitir önnur myndin „Ísa-
fjörður 1941“ og hin „Bæjar-
bryggjan Ísafirði“. Þess ber
að geta að Snorri dvaldi mikið
vestra á fimmta áratug síðustu
aldar en bróðir hans, Ragnar
Arinbjarnar, var þá læknir á
Ísafirði.
Kortin verða til sölu á skrif-
stofu Tónlistarskólans og í
Bókhlöðunni en allur ágóði
af sölu þeirra rennur til upp-
byggingar á starfsemi Tón-
listarskóla Ísafjarðar.
Júlíus Geirmundsson ÍS
270, frystitogari Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar hf., kom
til heimahafnar á Ísafirði í síð-
ustu viku með fullfermi eftir
35 daga á veiðum. Verðmæti
aflans, sem var 526 tonn upp
úr sjó, er um 113 milljónir og
er þessi túr með þeim betri
sem hafa verið farnir.
Þorskur er uppistaða aflans
sem að mestu er fenginn á
Vestfjarðamiðum. Skipstjóri í
veiðiferðinni var Ómar Ell-
ertsson.
Góður túr
hjá Júlíusi
Ísafjörður
Spilað og sungið á tónleikum í Ísafjarðarkirkju
Blásturhljóðfærin
voru í fyrirrúmi
Vel var mætt á tónleika í
Ísafjarðarkirkju sl. föstudag
þar sem hópur barna úr 4. bekk
Grunnskóla Ísafjarðar og Bol-
ungarvíkur léku á kornett og
klarinett undir stjórn Tómasar
Guðna Eggertssonar. Með
börnunum léku ýmsir undir-
leikarar, þar á meðal Guð-
mundur Norðdahl sem lék á
píanó og Hljómskálakvintett-
inn sem skipaður er fimm af
bestu blásurum landsins.
Börnin léku til skiptis öll sam-
an eða á hvort hljóðfæri fyrir
sig en á undan sungu þau hvert
lag fyrir sig.
Markmiðið með tónleikun-
um var að sýna afrakstur nám-
skeiðs sem börnin hafa sótt í
rúman mánuð þar sem þau
hafa fengið tilsögn í kornett-
og klarinettuleik, auk söng-
kennslu og kynningar á tón-
fræðiþáttum. Hafa Tómas
Guðni Eggertsson og Guð-
mundur Norðdahl haft veg og
vanda af þessari kennslu og
sýndu börnin það á tónleikun-
um að þau hafa náð talverðri
færni miðað við stuttan kenn-
slutíma.
Eftir að börnin höfðu lokið
sinni efnisskrá tók Hljóm-
skálakvintettinn við en hann
skipa þeir Ásgeir Steingríms-
son, Sveinn Birgisson, Þorkell
Jóelsson, Oddur Björnsson og
Bjarni Guðmundsson. Byrj-
uðu þeir á að kynna hljóðfæri
sín og útskýrðu á mjög fróð-
legan og skemmtilegan hátt
uppbyggingu þeirra og hvern-
ig þau hafa verið notuð í gegn-
um tíðina. Síðan voru leikin
verk þar sem hvert og eitt
hljóðfæri fékk að njóta sín og
áheyrendur fengu tilfinningu
fyrir hlutverki hvers þeirra fyr-
ir sig. Hafi einhver efast um
að hægt væri að skapa fagra
tónlist með blásturshljóðfær-
um einum saman, þá var slíkt
afsannað með öllu í kirkjunni.
Það fór ekki á milli mála að
þarna voru frábærir listamenn
á ferðinni og voru hinir stuttu
tónleikar þeirra hreinasta af-
bragð enda fengu þeir mikið
lófaklapp í lokin.
Frá tónleikunum í Ísafjarðarkirkju á föstudag.
Tíu ára baráttu lokið með sigri
Sonurinn má bera
nafnið Marthen
Mannanafnanefnd hefur
samþykkt karlmannsnöfnin
Marthen og Jóndór og kven-
mannsnafnið Annía. Karl-
mannsnafninu Niels var
hins vegar hafnað sem og
kvenmannsnafninu Christ-
ine á fundi nefndarinnar fyr-
ir stuttu. Með samþykkt
nefndarinnar er tíu ára bar-
áttu Kristjönu B. Marthens-
dóttur Olsen á Ísafirði við
nefndina lokið með sigri.
Kristjana eignaðist son
fyrir tíu árum og var hann
skírður Marteinn. Ætlunin
hafði verið að skíra hann
Marthen eftir föður Krist-
jönu sem var norskur að ætt,
sonur Símonar Olsen á Ísa-
firði. Mannanafnanefnd
hafði sitthvað við nafnið
Marthen að athuga og neit-
aði algerlega að drengurinn
fengi að bera það. Nöfnin
Marteinn eða Martin
(enskt) voru í lagi en Mart-
hen mátti hann ekki heita.
Kristjana segist ekki hafa
verið sátt við þetta og hefur
síðustu tíu árin barist fyrir
því að pilturinn fái að bera
nafn föður hennar.
Marteinn má nú loksins
bera nafn afa síns.
Dorothee Lubecki fær „Scandinavian Travel Award 2001“
Vestfirðir eru besti kosturinn
Dorothee Lubecki, ferða-
málafulltrúi Vestfjarða, er á
leið til Berlínar þar sem
Skandinavíuhátíð verður
haldin um helgina. Þar mun
hún veita viðtöku „Scandinav-
ian Travel Award 2001“ eða
Ferðaþjónustuverðlaunum
Norðurlanda 2001 fyrir þau
verkefni sem unnin hafa verið
undir hennar stjórn í uppbygg-
ingu ferðaþjónustu á Vest-
fjörðum.
Samkvæmt úrskurði dóm-
nefndar eru Vestfirðir besti
kosturinn þegar ferðafólk
ákveður hvert skuli halda þeg-
ar ferðast skal um Norðurlönd.
Úttekt Byggðastofnunar á áhrifum kvótasetningar
Gífurlegur samdráttur
Byggðastofnun hefur gert
úttekt á þeim áhrifum sem
kvótasetning aukategunda hjá
krókabátum getur haft á
byggð á Vestfjörðum. Fjallað
er um hlut krókabáta í sjávar-
útvegi á Vestfjörðum og til-
raun gerð til að meta afleið-
ingar þeirra breytinga sem
urðu á veiðikerfi krókabáta 1.
september sl þegar kvóti var
settur á veiðar þeirra á steinbít,
ýsu og ufsa.
Miðað við landaðan afla á
síðasta fiskveiðiári og úthlut-
að krókaaflamark má áætla
að afli vestfirskra krókaafla-
marksbáta verði 6.200 tonn-
um minni á þessu fiskveiðiári
en á því síðasta, miðað við
slægðan afla.
Fyrirsjáanlegt er að sam-
dráttur í aflaverðmæti hjá vest-
firska krókabátaflotanum
muni nema rúmum milljarði
á nýhöfnu fiskveiðiári vegna
kvótasetningar ýsu, ufsa og
steinbíts. Miðað við samdrátt
í afla til vinnslu upp á 6.200
tonn af slægðum afla vegna
kvótasetningar ýsu, steinbíts
og ufsa, má gera ráð fyrir því
að ársverkum í landvinnslu á
Vestfjörðum fækki um 93, sé
miðað við upplýsingar frá
Samtökum fiskvinnslustöðva.
Landssamband smábáta-
eigenda gerir ráð fyrir því að
störfum við smábátaútgerð á
Vestfjörðum fækki um 160-
200 vegna kvótasetningar ýsu,
steinbíts og ufsa.
47.PM5 19.4.2017, 09:482