Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 8

Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Barátta í Bolungarv – rætt við Ólaf Kristjánsson, bæjarstjóra um atvinnumál liðinna ára og stöðuna í dag, einkum í ljósi fólksfækkunar og Orkubúspeninga Bolungarvík og þó einkum atvinnu- málin og erfiðleikar á þeim vettvangi hafa iðulega verið í fréttum á undan- förnum misserum og árum. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði líklega fáa grunað hvers konar hremmingar ættu eftir að ganga yfir þetta friðsæla og fallega byggðarlag við utanvert Ísafjarðardjúp, sjálfa elstu verstöð landsins. Hér var eitt móðurfyrirtæki sem með ýmsum hætti var undirstaða flestra greina atvinnulífs og mannlífs. En síðan féll þetta fyrirtæki og ýmsir héldu því fram og gera enn, að mikil mistök hafi verið að reka það í gjald- þrot. Lífið í Bolungarvík, og þó eink- um atvinnulífið sem allt annað líf byggist á, hefði verið með öðrum hætti og væri enn ef fyrirtækið hefði fengið að standa í fæturna svo sem hálfu ári lengur. Hér skal ekkert mat lagt á réttmæti þess til eða frá. Hitt er víst, að nú eru kennitölur á rekstrin- um í þeim vinnsluhúsum sem gamla stórfyrirtækið átti orðnar svo margar, að menn eru farnir að ruglast í taln- ingunni. Eitthvað munu kennitölur- nar þó vera komnar á annan tuginn á tæpum áratug. Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri í Bolungarvík hefur ekki frekar en bæjarstjórnin öll og bæjarbúarnir átt náðuga eða auðvelda daga hin seinni árin. Fleira kemur til en erfiðleikar í undirstöðurekstrinum í bæn- um. Snjóflóðamálin eru líka nokkuð sem engan hefði grun- að til skamms tíma að ætti eftir að verða illleysanlegt við- fangsefni í Bolungarvík. Og einmitt vegna alls þess sem bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa átt við að glíma hefur enn eitt bæst við, sem ekki hefur lagað ástandið: Fólki hefur snarfækkað og þar með hefur líka útsvarsgreiðendum snarfækkað. Og á meðan fólk- ið var atvinnulaust, þá hafði það ekki tekjur til að greiða af útsvar heldur þurfti það fjár- hagsaðstoð, ef eitthvað var. Nú hefur í bili ræst úr at- vinnumálum í Bolungarvík. Reyndar er mikil óvissa um framtíð smábátaútgerðar, en menn vona heitt og innilega að stöðuleiki komist á svo at- vinnuöryggi íbúanna verði tryggt til frambúðar. Þá mun sala eignarhluta bæjarins í Orkubúi Vestfjarða létta mjög undir með bæjarsjóði. Blaðið leitaði til Ólafs bæj- arstjóra og bað hann að fara yfir sviðið í Bolungarvík á vettvangi atvinnumála og verkefna bæjarfélagsins og skoða stöðuna nú. Jafnframt var hann beðinn að líta yfir aðdragandann að þeirri erfiðu stöðu sem bæjarfélagið lenti í. Verkefni fyrir sagnfræðinga „Það má segja að við ótíma- bært gjaldþrot EG-fyrirtækj- anna, sem varð á árinu 1993, hafi Bolvíkingar staðið frammi fyrir áður óþekktu vandamáli – atvinnuleysi og öryggisleysi í atvinnumál- um“, segir Ólafur. „Stjórnend- um fyrirtækjanna tókst ekki, þrátt fyrir þrotlausa baráttu og framlagðar vandaðar rek- straráætlanir, að sannfæra lánastofnanir og stjórnvöld um stuðning við áframhald- andi rekstur. Hér er ekki rúm til að fara frekar í þær viðræður allar sem fram fóru, bæði af hálfu stjórn- enda fyrirtækisins og bæjar- yfirvalda við lánastofnanir og stjórnvöld, um stöðu fyrir- tækjanna og þýðingu þeirra fyrir framtíð Bolungarvíkur, atvinnuöryggi einstaklinga og afkomu þjónustufyrirtækja sem áttu hlut að máli við þetta ótímabæra gjaldþrot. Það er vissulega ástæða til fyrir sagn- fræðinga framtíðarinnar að skoða þessa harmsögu alla og brjóta til mergjar aðdraganda og afleiðingar þessa gjald- þrots. Að sjálfsögðu varð mikil umræða um hvað skyldi til bragðs taka til að treysta at- vinnulífið í Bolungarvík í kjölfar gjaldþrotsins og koma hjóli atvinnulífsins af stað á ný. Útgerðarfélagið Þuríður var stofnað og voru umsvif þessa fyrirtækis í fyrstu aðal- lega bundin við rækjuvinnslu og síðar frekari fiskvinnslu. Bæjarstjórn gekkst fyrir stofn- un útgerðarfélagsins Ósvarar hf. sem keypti togarana Heið- rúnu ÍS 4 og Dagrúnu ÍS 9. Markmiðið með stofnun Ós- varar hf. var fyrst og fremst að tryggja atvinnuöryggi í Bolungarvík og leita leiða til að tengja saman veiðar og vinnslu.“ Leitað eftir fjárfestum „Sá rekstur gekk því miður ekki nægilega vel og náðu stjórnendur fyrirtækisins ekki að sýna lánastofnunum fram á að fyrirtækið hefði þá fram- legð að rekstrargrundvöllur þess væri traustur til framtíðar litið. Togarinn Dagrún varð fyrir alvarlegri vélarbilun sem truflaði mjög starfsemi fyrir- tækisins. Fram fór umræða um að breyta Dagrúnu í frysti- togara. Það hefði þýtt, eins og sýnin var þá, að fjölmargir hefðu misst atvinnu við fisk- vinnslu í landi. Ljóst var að bæjarsjóður hafði ekki fjár- hagslegt bolmagn til að koma frekar inn í rekstur Ósvarar en komið var og varð því að leita að fjárfesta sem vildu koma inn í rekstur í Bolung- arvík. Undir þessum kringum- stæðum kemur Aðalbjörn Jóa- kimsson að máli við Bolvík- inga og vill stofna hér öflugt sjávarútvegsfyrirtæki. Þá sögu þekkja allir. Í kjölfar komu Aðalbjörns hófst hér mikil endurbygging á frystihúsinu. Það var þá eitt glæsilegasta frystihús landsins. Því miður fóru hlutirnir á annan veg en ætlað var. Ég verð að játa að ég varð fyrir afskaplega mikl- um vonbrigðum að svo skyldi fara. Fyrirheitin voru mikil og áformin góð en efndirnar urðu nú ekki eins og ætlað var.“ Þáttur Þorbjarnar í Grindavík – Hjá hverjum? Aðalbirni? „Kannski er best að orða það svo, að þeir sem stjórnuðu fyrirtækinu náðu ekki þeim tökum á fjármálunum að þeir hefðu tiltrú til áframhaldandi átaka eða reksturs. Ef til vill var farið of geyst af stað. En þegar orðið var ljóst að Bakki hf. Bolungarvík var kominn í mjög erfiða fjárhagsstöðu gengu eigendur Bakka til samruna við Þorbjörn í Grindavík. Mjög margir litu björtum augum til þeirrar sameiningar, þar á meðal ég. En maður var nú svo bláeygur að hafa trú á því að þarna væru menn að koma til þess að stuðla að uppbyggingu í Bolungarvík. Í tilkynningu um þennan samruna og síðar í fundargerð kynningarfundar sem haldinn var hér í Bolung- arvík kom skýrt fram, að þetta ætti að vera til hagsbóta fyrir bæði fyrirtækin, Þorbjörn og Bakka hf. Bolungarvík. Sveit- arfélögin, Grindavík og Bol- ungarvík, sjávarútvegsbæir, myndu báðir njóta góðs af þessum samruna. Við komumst fljótlega að því, að þarna bjó eitthvað ann- að undir. Ekki voru margir mánuðir liðnir þar til Þorbjörn og nýja félagið losuðu sig undan ábyrgð hér í Bolungar- vík. Farið var á brott með mik- inn hluta af þeim kvóta sem fylgdi skipunum. Nýr eignar- aðili kemur svo til sögunnar. Fyrirtækið NASCO í Reykja- vík kaupir 60% af hlutafé Þor- bjarnar í Bakka hf. Bolungar- vík í desember 1998. Það var þá afskaplega mikill uppgang- ur hjá því fyrirtæki, mikil um- svif, ekki bara hér á Íslandi heldur einnig erlendis. Við lit- um svo á að þetta myndi ef til vill bjarga málum og bundum góðar vonir við NASCO. Því miður brást það líka. Það gerð- ist á versta tíma ársins, í des- embermánuði 2000 eða fyrir tæpu ári, sem NASCO var lýst gjaldþrota.“ – Þú segir að orð forsvars- manna Þorbjarnar hafi alls ekki staðist. Lítur þú svo á, að hér hafi verið um bein svikráð að ræða? „Nei ég held að ekki sé rétt að tala um bein svik. Hins vegar er ljóst að þau fyrirheit sem gefin voru stóðust ekki. Ég get ekki dæmt um hvort þeir hafi einfaldlega ekki treyst sér fjárhagslega til að standa við fyrri orð. En hvað sem því líður, þá urðu það okkur Bolvíkingum afskap- lega mikil vonbrigði að þeir skyldu flýja af hólmi. Þetta kennir okkur, að aðkomu- menn hafa ekki sömu tilfinn- ingar til byggðarlagsins og heimamenn og þá skortir öll tengsl við það sem er að gerast í samfélaginu. Ég held að það gangi heldur aldrei upp að bæði eigendur og stjórnendur fyrirtækja séu utan viðkom- andi sveitarfélags.“ NASCO – Horfa bara á tölur? „Já, horfa bara á tölur. Auð- vitað geri ég mér það alveg ljóst að fyrirtæki þarf að vera rekið á hagkvæman hátt. Það ætlast enginn til þess að fyrir- tækin eigi að vera einhverjar félagsmálastofnanir. Það gengur aldrei upp. En hér er öll aðstaða til þess að reka fyrirtæki á hagkvæman hátt. Það er mikill mannauður fólg- inn í þekkingu fólksins sem vann og vinnur hér í fisk- vinnslunni, þekking sjómanna gífurlega mikil, fiskimiðin nálæg og til staðar öll þjónusta við útgerðina. Þessar forsend- ur hafa allar verið og eru enn á þann veg, að það á að vera vandalaust að gera út héðan.“ – En samt fór NASCO á hausinn. Enn eitt áfallið, enn ein vonbrigðin... „Já, það var enn eitt áfallið fyrir okkur. Segja verður að þessi stöðugu skipti á eigend- um stærstu fyrirtækjanna hér í Bolungarvík hafi skapað hér mikla óvissu, skaðað allt at- vinnulíf og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu. Afleið- ingarnar hafa orðið þær, að menn hafa ekki þorað að fjárfesta hér. Bolvíkingar, sem eiga fé, hafa jafnvel keypt sér fasteignir og hlutabréf á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er auðvitað mjög slæm þróun, ekki bara hér í Bolungarvík. Ég veit að fólk í öllum lands- hlutum er að fjárfesta fyrir utan sitt sveitarfélag. Þessu verður að snúa við. Við verð- um sjálf að skapa þá tiltrú að hægt sé að búa og lifa mann- sæmandi lífi á landsbyggð- inni. Ekki þarf marga til að smita út frá sér með svartsýn- istali og draga þannig þrótt úr einstaklingum og stjórnend- um fyrirtækja. Þetta verðum við að forðast.“ Landsbyggð og borgir „Þróunin á Íslandi um þess- ar mundir er vissulega sú, að fólki fækkar á landsbyggð- inni. Fólkið flyst til höfuð- borgarsvæðisins. Þetta er er að gerast um allan heim, því miður. En kannski koma þeir tímar að fólk vilji snúa til baka, vilji eiga góða daga í minna samfélagi þar sem hver og einn er meira metinn að verðleikum en í stóru bæjar- félagi eða borg þar sem menn týnast hreinlega. Um daginn var ég að spjalla við fólk sem ég bjó hjá í um stuttan tíma í Skotlandi og spurði m.a.kynni þeirra við nágrannana. Þá kom í ljós að þau þekktu nágrann- ana sáralítið. Samskiptin voru ekki mikil. Fólk bauð aðeins góðan daginn með því að nikka höfði ef það mættist. Þeir sem hafa búið í stór- borg hafi allir þessa sömu sögu að segja. Þar er vina- hópurinn miklu þrengri. Í litla samfélaginu hérna hittist fólk nánast daglega. Ef eitthvað bjátar á, þá er samborgarinn afskaplega fljótur að koma til hjálpar. Samhjálpin í litlu samfélagi er nokkuð sem fólk metur kannski ekki eins og vert er þegar verið er að ákveða búsetu. Og ég spyr: Hafa menn hugsað og reiknað út allan þann tíma sem fer í ferðir til og frá vinnu í stór- borg?“ Smábátarnir – Er ekki rétt að smábátaút- gerðin hafi síðustu árin, þegar stóru fyrirtækin brugðust, bjargað því sem bjargað varð í atvinnumálum Bolvíkinga? „Við þær breytingar á at- vinnuháttum sem urðu eftir að Aðalbjörn kemur og fer, Þorbjarnarævintýri farið „út í mýri“ og togararnir farnir, þá misstu óskaplega margir at- vinnu, bæði til lands og sjávar. Menn vildu samt ekki gefast upp og gera vonandi aldrei. Ekki er annað en hægt að dást að þeim ungu mönnum hér í Bolungarvík sem höfðu dug og þor og kjark til þess að ráðast í kaup á smábátum. Þarna sýndu þeir mikla tiltrú til byggðarlagsins. Þeir voru að tryggja sjálfum sér atvinnu og fjölskyldunni öryggi, þeir voru að vernda eigur sínar í byggðarlaginu og veita öðrum atvinnu. Ég hygg að þetta hefði aldrei getað gerst öðru- vísi en með miklum og öflug- um stuðningi Sparisjóðs Bol- ungarvíkur. Hér varð mikill uppgangur í smábátaútgerð sem hefur m.a. verið grunn- urinn að atvinnulífi hér síð- ustu tvö til þrjú árin. Ég horfi til þess með skelfingu ef þessir ágætu, ungu, duglegu menn – og líka þeir sem fyrir voru í þessari útgerð – hefðu ekki haft þennan kjark. Síðan þekkjum við afskaplega vel 47.PM5 19.4.2017, 09:488

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.