Bæjarins besta - 21.11.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001
sem hafa verið að líta á svæð-
isskipulagið, að á 24 ára tíma-
bili, ef ég man rétt, á að fjölga
á höfuðborgarsvæðinu um 60
þúsund íbúa. Helmingurinn
eða 30 þúsund eiga að koma
með do-do aðgerðum, eins og
ég kalla það í gamni, og hátt í
30 þúsund af landsbyggðinni
og frá útlöndum. Áætlað er
að vinna að uppbyggingu
mannvirkja, bæði í sam-
göngumálum og þjónustu-
byggingum, fyrir eina níutíu
og fimm milljarða, þannig að
við sjáum það strax að þessi
sýn hlýtur að hafa mótandi
áhrif á hvar fólk velur sér
búsetu.
Ég er einn af þeim sem telja
að við eigum að ganga til
svæðisskipulags fyrir lands-
fjórðungana, eða að minnsta
kosti byggðaáætlunar. Það á
að vera til mótvægis við það
sem er að gerast á höfuðborg-
arsvæðinu. Ekki endilega að
við séum að fara í beina sam-
keppni við höfuðborgarsvæð-
ið hvað þetta varðar. Frekar er
æskilegt að byggja á samstarfi
milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðisins þannig að
fjárfestingar sem til eru nýtist
og ekki þurfi að fara í aðrar
ónauðsynlegar framkvæmdir
á höfuðborgarsvæðinu. Í dag
er það hlutverk sveitarfélag-
anna að vinna að svæðisskipu-
lagi.Þetta er mikil vinna og
kostnaðarsöm, sem kostar
milljónatugi þannig að ég hika
ekkert við að halda því fram
að það þurfi að ræða þessa
verkaskiptingu á milli ríkis
og sveitarfélaga um gerð
svæðisskipulags. Byggða-
stofnun þarf einnig að koma
sterklega að gerð svæðis-
skipulags eða byggðaáætl-
unar.
Vera má að orðið svæðis-
skipulag sé of mikið í munni,
en beinar aðgerðir þurfa hér
að koma til. Ungt fólk í dag,
sem hefur góða menntun og
góða yfirsýn, hlýtur að hugsa
sig afskaplega vel um þegar
það velur sér búsetu, fjöl-
skyldu sinni atvinnuöryggi og
börnunum menntun og svo
framvegis. Ég tel að okkar
svar við þessu hljóti að vera
það að vinna róttæka byggða-
áætlun. Ef stjórnvöld vilja
hafna þessari neikvæðu íbúa-
þróun þarf til að koma sam-
eiginlegt átak sveitarfélag-
anna og ríkisvaldsins og ekki
síður verkalýðsfélaga og at-
vinnurekanda til varnar bygg-
ðum landsins. Við verðum
hreinlega að snúa saman bök-
um og nýta öll þau mannvirki
einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana sem eru þegar til
staðar á landsbyggðinni. Ég
vona að það fari áfram um-
ræða um þessa mikilvægu að-
gerð.
Við urðum hér fyrir afskap-
lega miklu sjokki, ef má nota
það orð, þegar við sáum að
það hafði fækkað hér um 49
íbúa fyrstu níu mánuði ársins,
sem er tæplega 5 prósent af
íbúatölu. Þetta er auðvitað
skelfileg sýn. Þetta verður að
stöðva og ná einhverjum
sóknartækifærum en það held
ég að gerist ekki alveg í einni
svipan. Og þá er komið að því
sem við vorum að ræða hér í
upphafi, að þessi mikla óvissa
í atvinnumálum er alveg með
öllu óviðunandi. Bæði lítil og
stór sjávarútvegsfyrirtæki
geta ekki gert nein framtíðar-
plön því óvissan er svo mikil
í fiskveiðimálum og breyting-
ar frá ári til árs. Þetta er staða
sem er með öllu óþolandi og
óverjandi.“
Hvað er til ráða?
– Óþolandi, segirðu, en
hvað er til ráða hér í Bolung-
arvík?
„Við verðum að muna, að
hér í Bolungarvík erum við
með afskaplega gott þjónustu-
stig. Við erum með góðan
skóla, traustan grunnskóla,
tónlistarskóla, leikskóla og
heilsdagsskóla. Heilbrigðis-
þjónustan er hér sérlega góð
og eitt verkefni, Heilsubæjar-
verkefnið, sem hefur staðið
hér yfir á þriðja ár, hefur vakið
mikla athygli, ekki bara hér í
Bolungarvík heldur og út fyrir
landsteinana. Ég hygg að þetta
verkefni eigi eftir að vera til
fyrirmyndar fyrir heilbrigðis-
þjónustuna í landinu. Hér eru
menn hvattir til þess að breyta
lífsvenjum og stunda heilbrigt
líferni, útivist og hollustu í
hvívetna. Ég tel því að þjón-
ustustig, fræðsla og menning
séu með þeim hætti að menn
þurfi ekki að flýja bæinn
vegna lélegerar þjónustu, lé-
legs félagslífs eða fárra menn-
ingarviðburða.
Við komum þá aftur að
óvissunni í atvinnumálum
sem er auðvitað alveg óþol-
andi. Fiskvinnslustörfin eru
láglaunastörf. Þau laun verður
að bæta með einhverjum
hætti. Ég hef stundum velt
því fyrir mér og hef vakið
athygli á því áður, að mæta
vandanum með mismunandi
skattheimtu bæði á fyrirtæki
og einstaklinga á landsbyggð-
inni. Ég veit um mikla ann-
marka á þessari breytingu,
meðal annars vegna þess að
fólk sækir atvinnu út fyrir sitt
lögheimili og svo framvegis,
en eitthvað verður að taka til
ráða.
En við hljótum að sækja
fram ef vel á að fara. Við verð-
um auðvitað að halda í það
sem hér er og láta það vaxa.
Við verðum að sækja á um
meiri afla til Vestfjarða og ekki
síður að hann sé unninn hér í
heimabyggð. Og þá vil ég
koma að því, að það er ekki
nóg að horfa eingöngu á sjáv-
arútveg og fiskiðnað. Við þurf-
um að efla landbúnað á Vest-
fjörðum. Þá ber okkur að horfa
til þess að gefa fólki tækifæri
á að breyta um atvinnu og
efla menntun sína. Hér á ég
ekki aðeins við ungt fólk,
heldur líka eldra fólk, mið-
aldra fólk, sem þarf að breyta
um störf. Ég er alveg sann-
færður um að það er afskap-
lega þarft og gott starf sem
verið er að vinna á Ísafirði
undir handleiðslu Smára Har-
aldssonar í Fræðslumiðstöð
Vestfjarða í samvinnu við Há-
skólann á Akureyri, þar sem
fólki er gefinn kostur á að afla
sér aukinnar menntunar með
fjarnámi.“
Fjárhagur
bæjarfélagsins
– Hvað er að segja um fjár-
hag sveitarfélagsins í ljósi
fólksfækkunarinnar?
„Það er alveg ljóst að við
fækkun íbúa lækka tekjur bæj-
arsjóðs allverulega. Þessi nei-
kvæða íbúaþróun sem hefur
verið hér í Bolungarvík eins
og mjög víða á landinu er al-
veg skelfileg. Árið 1982 voru
hér 1297 íbúar í Bolungarvík.
Nú erum við miðað við þessar
nýju fréttir 949 manns, þannig
að á tæplega 20 árum hefur
fækkað hér um nokkuð á
fjórða hundrað íbúa. Því færri
sem að íbúarnir eru, því dýrara
verður að halda uppi þjónustu
á hvern íbúa og því má segja
að skuldirnar hækka í hlutfalli
á íbúa.
Við höfum verið ásakaðir
þó nokkuð fyrir það að hafa
rokið í að byggja hér félags-
legar íbúðir langt umfram
þörf. Þetta er rangt. Þetta er
rangt vegna þess að þegar hér
var gert átak í því að byggja
félagslegar íbúðir var staðan
sú í Bolungarvík, að ungt fólk
var á biðlista eftir húsnæði.
Það vantaði íbúðir fyrir kenn-
ara og heilsugæslufólk, hús-
næði vantaði fyrir starfsfólk
atvinnufyrirtækja. Það sjá það
allir í hendi sér, að atvinnu-
fyrirtæki í Bolungarvík, sem
tóku þátt í að byggja og kaupa
íbúðir fyrir starfsfólk sitt,
hefðu aldrei farið að gera það
ef að hér hefðu verið nægar
íbúðir. Við vorum því alveg
tilneyddir að byggja til að
halda fólki hér í byggð. Enda
varð á þessu tímabili íbúa-
aukning hjá okkur sem ekki
hefði orðið án íbúðaaukning-
ar.
En síðan kemur þetta áfall í
kjölfar gjaldþrots EG-fyrir-
tækjanna, að íbúum fer að
fækka. Þeir fara fyrstir sem
geta komið niður á bæjarskrif-
stofu og sagt takk fyrir, nú
erum við farnir, við viljum fá
okkar peninga og þið gerið
svo vel að taka við íbúðunum.
Þetta er stóra vandamálið sem
við höfum verið að glíma við.
Bolungarvík var fyrsta sveit-
arfélagið sem áttaði sig á
þessu. Við áttum fund með
Húsnæðisstofnun ríkisins fyr-
ir fimm eða sex árum. Þá ósk-
aði ég eftir því að litið yrði á
þennan vanda á vitrænan hátt.
Við fengum Harald Líndal
Haraldsson hagfræðing í lið
með okkur og gerðum fyrstu
skýrslu á Íslandi um vanda og
stöðu félagslega íbúðakerfis-
ins. Ég var þá í stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
og kynnti þessa skýrslu fyrir
stjórn sambandsins sem varð
til þess að áhugi vaknaði fyrir
því að vinna skýrsla fyrir allt
landið. Nú hafa verið gerðar
einar fimm skýrslur um stöð-
una, vandamálið er þekkt og
stjórnvöld þurfa aðeins að
bretta upp ermarnar, taka
ákvörðun og leysa vandamál-
ið á landsvísu eins og krafa
okkar Vestfirðinga hefur ávallt
verið.“
Peningarnir
fyrir Orkubúið
– Nú er búið að selja hlut
Bolungarvíkur í Orkubúi Vest-
fjarða fyrir dágóða upphæð.
Hvað á að gera við þessa pen-
inga?
„Það er rétt, ég skrifaði und-
ir samning fyrir hönd bæjar-
stjórnar núna 1. nóvember.
Okkar hlutur er 338 milljónir
og 560 þúsund svo það sé
nákvæmt. Og þá er auðvitað
eðlilegt að menn spyrji hvern-
ig eigi að verja þessum pen-
ingum. Frá því að þessi hug-
mynd kom upp, að selja Orku-
bú Vestfjarða, höfum við ávallt
sett það fram að ekki verði
blandað saman vanda félags-
lega íbúðakerfisins og sölu
Orkubúsins vegna fjárhags-
vanda sveitarfélaganna. Sam-
komulag tókst um að þetta
verði leyst á landsvísu. Við
áttum samkvæmt kröfu Eftir-
litsnefndar með fjárhag sveit-
arfélaga að greiða niður skuld-
ir um 134 milljónir. Þegar við
hér heima fórum yfir okkar
stöðu töldum við skynsamlegt
að greiða heldur meira niður
af skuldum bæjarsjóðs, eða
um 150 milljónir, og um það
er orðið fullt samkomulag.
Við erum búnir að setja
fram nákvæma skrá yfir þær
skuldir sem við ætlum að
greiða niður. Þá greiðum við
til Íbúðalánarsjóðs 12 millj-
ónir sem voru álitin vera van-
skil hjá Bolungarvíkurkaup-
stað. Ég vil ekki kalla þetta
vanskil heldur ágreining um
sölusamning tveggja íbúða
sem Húsnæðisstofnun ríkis-
ins hafði gengið frá sölu á og
verið er að deila um vaxta-
meðferð á. Þetta er mál sem
bæjarsjóður og Íbúðalána-
sjóður eru að gera upp sín á
milli og ég á von á því að
þessi tala lækki eitthvað. Þá
var ákveðið að leggja inn á
sérstakan biðreikning tæplega
62 milljónir sem við mundum
njóta vaxta af. Verði ekki búið
að leysa vanda félagslega
íbúðakerfisins á landsvísu fyr-
ir árslok 2002, þá getum við
óskað eftir umræðu um breyt-
ingu á þessu samkomulagi,
þannig að þessir peningar
verða þá til ráðstöfunar fyrir
sveitarfélagið vegna félags-
legra íbúða í sveitarfélaginu.
– En þá verða töluverðir
peningar eftir...
Já, við munum að sjálf-
sögðu reyna að fá sem mesta
ávöxtun á þeim fjármunum
því ekki er viturlegt að greiða
niður öll lán hjá bæjarsjóði
vegna þess að við höfum náð
hagstæðu vaxtastigi hjá lána-
stofnunum. Þau lán greiðum
við síðan niður samkvæmt
ákvæðum viðkomandi
skuldabréfa. Þessi sala eign-
arhluta bæjarsjóðs í Orkubúi
Vestfjarða bætir gífurlega
mikið stöðu okkar. Hluta þess
fjár sem við höfum verið að
greiða í vexti getum við nú
nýtt til fjárfestinga þannig að
aðkoma næstu bæjarstjórnar
verður afskaplega góð. Með
þessari aðgerð erum við næst-
um því að gera bæjarsjóð svo
að segja skuldlausan. Hér er
ég að tala um bæjarsjóð en
ekki samstæðureikning.“
– Er salan á eignarhlutnum
í Orkubúi Vestfjarða ekki
svolítið viðkvæmt mál?
„Jú, jú, það er alveg hárrétt.
Miklar breytingar eru fram-
undan á orkulögum og um-
svifum orkugeirans í landinu.
Því var alveg orðin fyllsta
ástæða til þess að breyta Orku-
búi Vestfjarða í hlutafélag. Ég
er nú einn af þeim sem hafa
alltaf haldið því fram, að það
séu misvitur stjórnvöld sem
nýta sér ekki þá reynslu og
þekkingu sem hefur skapast
hér á Vestfjörðum. Orkubúi
Vestfjarða hefur tekist afskap-
lega vel að byggja upp góða
þjónustu og raforkuöryggi.
Starfsmennirnir þekkja veik-
leika og styrkleika raforku-
kerfa, vita og þekkja vel til
virkjanakosta og þar fram eftir
götunum. Ég tel að ríkisvald-
ið, ef að það vill standa að því
að styrkja byggð á Vestfjörð-
um, eigi að stuðla að sóknar-
tækifærum á Vestfjörðum með
því nýta starfsmenn Orkubús-
ins og þeirra þekkingu með
því að efla alla starfsemina
hér. Það á að útvíkka þjónust-
una og er ekki fráleitt að hugsa
sér að Orkubú Vestfjarða þjóni
hinu nýja Norðvesturkjör-
dæmi og ef til vill stærra
svæði. Þetta er sú sýn sem ég
hef. Þeir sem að voru á móti
sölu Orkubúsins verða að
sætta sig við að sala hefur
farið fram.
Við eigum öll að vera sam-
herjar í því að herja á ríkis-
valdið um aukin umsvif. Ég
hef verið spurður að því hvers
vegna ég hafi tekið þátt sölu
Orkubúsins þar sem ég var nú
einn af stofnendum þess. Svar
47.PM5 19.4.2017, 09:4810