Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 11
mitt er að ég met stöðuna svo
að sveitarfélögin, með því að
fá þessa fjármuni sem fást fyr-
ir OV geti betur haldið uppi
eðlilegu og farsælu þjónustu-
stigi, bæði á sviði mennta- og
menningarmála og haldið
fólki í byggð. Ef góð þjónusta
og menntunarstig er ekki er
ekki til staðar, vilja íbúarnir
ekki vera hjá okkur. Án sölu
hefðu flest sveitarfélögin ekki
átt annan kost en að segja upp
starfsfólki, draga úr þjónustu
eða hækka gjaldskrár. Þetta
verða menn að hafa í huga
þegar þeir fella dóm. Það hefði
verið alveg fásinna af sveitar-
félögunum á Vestfjörðum að
hafna þessu góða tilboði sem
fram kom. En málefni félags-
lega íbúðakerfisins verður líka
að leysa þannig að við séum
sáttir.“
Þjónustustig
og mannlíf
–Nú hafið þið væntanlega
meira frelsi í meðferð fjár-
muna en hér hefur þekkst um
langan aldur...
„Já, en við verðum að fara
afskaplega vel með þessa fjár-
muni. Það er áreiðanlega meiri
vandi að gæta fjármuna en að
eyða þeim. Mín sýn er sú, að
í erfiðleikum eins og við eig-
um við að etja í dag, þegar við
sjáum fram á mikla íbúafækk-
un, þá eigum við að stefna
frekar að því að gera íbúana
stolta af sínu byggðarlagi.
Hvað þýðir það? Jú, það þýðir
að við eigum að nota hluta af
þessum fjármunum til við-
halds á fasteignum, bæði úti
og inni, sem hafa því miður
hafa orðið útundan vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu til
þessa. Ég vil að við gerum
verulegt átak varðandi opin
svæði, gangstéttir og gatna-
gerð. Mín sýn er sú, að takist
okkur að gera byggðarlagið
snoturt, hreinlegt og fallegt
og halda uppi góðu þjónustu-
stigi, þá þyki íbúunum vænna
um bæinn sinn. Þá stöndum
við betur saman og tölum vel
um byggðarlagið okkar. Þeir
sem koma hingað sjá að hér
er gott mannlíf. Þegar heima-
fólkið er spurt hvort ekki sé
gott að búa í Bolungarvík, þá
verður svarið játandi. Og hér
er húsnæði til staðar, bæði fyr-
ir fjölskyldur og fyrirtæki.
Þetta ætti að laða að fleiri íbúa
og fleiri atvinnufyrirtæki.
Náttúrustofa
Vestfjarða
– Hér í Bolungarvík starfar
öflug vísindastofnun en furðu
margir virðast ekki þekkja til
þeirrar merkilegu vinnu sem
þar fer fram...
„Já, síst má gleyma Nátt-
úrustofu Vestfjarða þegar tal-
að er um menntun og menn-
ingu. Aðsetur hennar er hér í
Bolungarvík og ég er hræddur
að ekki geri allir geri sér grein
fyrir því hversu þýðingarmikil
hún er. Við tókum á sínum
tíma þá ákvörðun að vera
djarfir í þessu efni og gerðum
okkur ljóst að það varð að
fara í ákveðinn fórnarkostnað.
Við keyptum húsnæði hér í
bænum í samvinnu við um-
hverfisráðuneytið og sköpuð-
um þessari stofnun mjög góða
starfsaðstöðu. Náttúrustofan
hefur unnið hér gífurlega mik-
ið og þarft verk. Hún hefur
unnið að umhverfismati og
rannsóknum á lífríki og hefur
tekið þátt í hin fræga Horn-
strandaverkefni. Þá hafa
starfsmenn Náttúrustofunnar
tekið þátt í mikilli umræðu
um umhverfismál og mengun.
Þeir hafa unnið að umhverfis-
mati vegna snjóflóðamála í
Bolungarvík og tekið að sér
verkefni bæði fyrir Vegagerð-
ina og fyrir Orkubú Vestfjarða.
Ég hef af því spurnir að þjón-
usta Náttúrustofunnar þyki
mjög góð og starfsmennirnir
hafi skilað því sem þeim hefur
verið falið bæði fljótt og vel.
Ég hef fundið það greinilega,
að þeir vísindamenn sem
þarna eru að störfum og búa
hér með okkur skynja líf okkar
og starf betur en þeir sem
starfa utan byggðarlagsins og
þá á ég reyndar við hvernig
þetta ágæta starfsfólk skynjar
lífið hér á Vestfjörðum í heild.
Í þessu sambandi langar
mig að taka eitt dæmi. Árið
1997 létum við verkfræði-
stofnuna Línuhönnun vinna
viðamikla skýrslu um frá-
veitumál í Bolungarvík. Þessi
skýrsla er mjög vönduð, en
hún er unnin út frá þeim for-
sendum að fylgja að flestu
eða öllu leyti þeim lögum og
reglugerðum sem sett eru að
fyrirmynd frá Brüssel. Áætlað
var að kostnaður við að koma
fráveitumálum Bolvíkinga í
lag væri á bilinu 150-160
milljónir króna. Ég held að
við höfum bent á það strax,
að hér væri nú ekki um mikla
mengunarhættu að ræða.
Helst væri það þá í höfninni
en í Víkinni væri hún ekki
mikil. Aðalhættan væri sú að
hér væri mikið hafrót við sjáv-
arsíðuna og hafís gæti skemmt
útrásir.
Við báðum Náttúrustofu
Vestfjarða í samráði við Heil-
brigðiseftirlit Vestfjarða að
fara faglega yfir þessa skýrslu
og gefa okkur fagleg rök fyrir
því, að hér væri verið að leiða
okkur of langt. Í fljótlegri yfir-
sýn töldu sérfræðingar Nátt-
úrustofu Vestfjarða að hægt
væri að vinna þetta verk fyrir
u.þ.b. 50-60 milljónir eða einn
þriðja af því sem áður hafði
komið fram, að teknu tilliti til
þess að ekki þyrfti að ganga
eins langt og nefndar reglu-
gerðir segðu til um. Þetta var
kynnt á fundi íslenskra bæjar-
stjóra sem haldinn var hér í
Bolungarvík fyrir tveimur ár-
um. Mönnum þar þótti þetta
svo merkilegt, að ég fyrir hönd
bæjarstjóranna skrifaði stjórn
Sambands íslenskra sveitar-
félaga og óskaði eftir því að
fá styrk fyrir Náttúrustofu
Vestfjarða til þess að vinna
frekar að málinu og var það
samþykkt. Fljótlega kom í ljós
að þetta var svo umfangsmik-
ið verkefni, að eðlilegt væri
að fara víðar um. Eftir að hafa
kannað mengun í Bolungar-
vík, á Ísafirði og víðar var
verkefnið útvíkkað og Nátt-
úrustofurnar á Austfjörðum og
Norðurlandi komu einnig að
þessu verkefni. Vonir standa
til þess að gerð skýrslu um
fráveitumálin ljúki innan ekki
mjög margra vikna.
Þetta er það sem ég vil segja
að sé hinn ósýnilegi þáttur
Náttúrustofunnar og gott að
fólk viti um. Það er mikill
stuðningur fyrir okkur sveitar-
stjórnamenn að eiga að vís-
indamenn heima í héraði þeg-
ar við erum að segja við ríkis-
valdið að verið sé að leiða
okkur of langt í einhverju
reglugerðafargani. Það er ekki
nóg að okkur sjálfum finnist
eitthvað vera vitlaust – fagleg
rök verða að fylgja með í um-
ræðu og með því móti einu
fáum við leiðréttingu.
Ef til vill er í beinu fram-
haldi af þessu rétt að nefna þá
gagnrýni sem gjaldtaka Heil-
brigðiseftirlits Vestfjarða hef-
ur orðið fyrir. Slík gagnrýni
er byggð á afskaplega mikilli
skammsýni og einfalt mál að
útskýra það. Ef þeir sem hafa
matvælaframleiðslu með
höndum hafa ekki „stimpil“
Heilbrigðiseftirlitsins í lagi,
þá geta þeir hreinlega lagt eig-
ið fyrirtæki í rúst og jafnvel
heilt byggðarlag. Virkt heil-
brigðiseftirlit, gott og traust,
er einfaldlega lykillinn að því
að hafa öryggi fyrir góðri
framleiðslu og frekari verð-
mætasköpun. Ég vil endilega
koma þessu á framfæri vegna
þess að sumar sveitastjórnir
vilja ekki horfa á þennan þátt
málsins. Það eru hreinir smá-
aurar sem eru settir til Heil-
brigðiseftirlits Vestfjarða mið-
að það sem getur gerst ef að
illa fer. Þetta vil ég biðja menn
að hafa í huga þegar þeir eru
að horfa yfir sviðið.“
Margt er enn ósagt um mál-
efni Bolungarvíkur og væri
efni í annað eins viðtal. En
það bíður betri tíma.
47.PM5 19.4.2017, 09:4811