Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.11.2001, Page 16

Bæjarins besta - 21.11.2001, Page 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Sífelldir erfiðleikar með veg og lagnir undir Spilli í Súgandafirði Vatnsbóla fyrir Súgfirð- inga leitað á öðrum stað? Í óveðrinu sem gekk yfir landið um fyrri helgi urðu verulegar skemmdir á vegin- um undir Spillinum í Súg- andafirði. Hreinsaðist hann á kafla í burtu í briminu og losn- aði þá jafnframt um vatns- leiðslu sem þarna liggur. Lá hún ber á kafla og þótti með ólíkindum að hún skyldi ekki fara í sundur þar sem hún lamdist í grjótið í fjörunni. Er nú búið að leggja hana ofar í veginn en að sögn Sig- urðar Mar Óskarssonar hjá Tæknideild Ísafjarðarbæjar eru menn í sífelldri hættu með vatnslögnina þar sem hún liggur fyrir fjallið. Hann telur að svo verði áfram nema veg- urinn verði grjótvarinn og gerður öruggur. Yrði þá hægt að leggja þar nýja lögn á öruggum stað en slíkar fram- kvæmdir væru hins vegar verulega kostnaðarsamar. Væri jafnvel hagkvæmara að kanna fyrst hvort ekki væri hægt að finna vatn innar í firð- inum áður en farið yrði út í að leggja nýja lögn. Vatnstökusvæðið er í Sund- dal fyrir ofan Stað og munu vera um þrjátíu ár síðan vatns- lögn var lögð þaðan og inn á Suðureyri. Sigurður segir að fyrir um þremur árum síðan hafi verið farið í það að virkja fleiri lindir þarna uppfrá og endurbæta inntökin. Leiðslan liggur niður hjá Stað, fyrir Spillinn og inn á Suðureyri og hefur veikasti punkurinn ávallt verið kaflinn fyrir fjall- ið. Segir Sigurður að Síminn hafi gefist upp á að hafa línu þarna í veginum og er nú að- eins farsímasambandi út í Staðardal. Þar sem þarna er um þjóð- veg að ræða heyrir hann undir Vegagerðina og allar fram- kvæmdir við hann kostaðar af ríkinu. Kristján Kristjáns- son, verkfræðingur hjá Vega- gerðinni á Ísafirði, segist ekki vita til þess að fyrirhugaðar séu varanlegar endurbætur á veginum út í Staðardal né heldur að hann verði varinn sérstaklega. Segir hann slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljóna og vera svipaðar að umfangi og við Ólafsvíkur- enni á Snæfellsnesi. Ef hins vegar fjármagn fengist til að verja veginn, þá væri eflaust ekki neitt því til fyrirstöðu að slíkt yrði gert. Vegurinn undir Spilli eftir óveðrið um daginn. Héraðsdómur Ók ölvaður og velti bifreið Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á föstudag, 24 ára gamlan Flateyring í 30 daga skilorðsbundið fang- elsi og 60 þúsund króna sekt fyrir nytjastuld og um- ferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 10. júní sl., notað bifreið í heimild- arleysi og ekið henni undir áhrifum áfengis um götur á Flateyri með þeim afleið- ingum að henni velti bif- reiðinni og skemmdi hana. Auk sektarinnar var ákærði sviptur ökurétti í tólf mán- uði frá birtingu dómsins. Ákærði játaði sök fyrir dómi. Alkóhólmagn í blóð- sýni sem tekið var úr ákærða eftir aksturinn reyndist 1,5 prómill sam- kvæmt meðaltali tveggja mælinga, 1,35 að reiknuðu fráviki. Dóminn kvað upp Erlingur Sigtrygsson dóm- stjóri. Héraðsdómur Braut gegn valdstjórninni Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á föstudag, 21 árs Súgfirðing í 45 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að morgni sunnudagsins 9. september sl., í anddyri lögreglu- stöðvarinnar á Ísafirði, slegið lögreglumann þar sem hann var að gegna skyldustörfum sínum, með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar og bólgu neðan við vinstra auga og á vinstra kinnbeini. Þá var ákærði dæmdur til að greiða lögreglumann- inum 30 þúsund krónur í bætur með vöxtum frá 9. september til 8. október auk þess sem hann var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Í dómsniðurstöðu segir að það beri að tiltaka refs- ingu ákærða nú sem hegn- ingarauka við eldri dóma. Árlegur laufabrauðsdagur Styrktarsjóðs Tónlistarskóla Ísafjarðar Hinn árlegi laufabrauðs- dagur Styrktarsjóðs Tónlistar- skóla Ísafjarðar var á laugar- dag. Þá mættu allir sem hnífi gátu valdið í sal mötuneytisins í Menntaskólanum á Ísafirði og skáru út laufabrauð. Að venju hófst undirbúningur kvöldið áður heima hjá Elísa- betu Agnarsdóttur þar sem nokkrar valinkunnar konur mættu til að útbúa deigið. Þarna fer allt fram eftir föstum hefðum og hafa sömu konur- nar séð um þennan þátt í ára- raðir. Eftir að deigið hafði verið kælt um nóttina var það flatt út niðri í Gamla bakaríi í býtið á laugardagsmorguninn og þegar fyrstu kökurnar voru til- búnar til útskurðar var haldið með þær upp í sal mötuneyt- isins. Þar var byrjað að skera út um kl. 10 og haldið áfram fram eftir degi en yfirleitt eru gerðar um þúsund laufa- brauðskökur og hver og ein skorin út eftir kúnstarinnar reglum af bæði börnum og fullorðnum. Loks voru kökurnar steiktar í feiti, þurrkaðar og þeim pakkað í öskjur sem síðan verða boðnar til sölu á torg- sölu Styrktarsjóðs Tónlistar- skóla Ísafjarðar 8. desember. Þar hefur vinsælasti söluvarn- ingurinn jafnan verið laufa- brauðið góða sem þykir alveg sérstakt og oftast hafa færri fengið en vilja. Börn og fullorðnir skáru út laufa- brauð eftir kúnstarinnar reglum Elísabet Agnarsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir steikja laufabrauð. 47.PM5 19.4.2017, 09:4816

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.