Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Síða 6

Vinnan - 01.03.1948, Síða 6
/" AF ALÞJÓÐAVETTVANGI v._________________________/ Ný þraelalög í Grikklandi 7. des. síðastliðinn gaf gríska Lasistastjórnin út ný lög, er banna verkföll. Svo mikið lá við að koma lögum þessum á, að þau voru samþykkt á næturfundi í þinginu, enda átti verkfall banka- manna að hefjast daginn eftir. Hafnarverkamenn í Pireus höfðu þá líka sett fram kröfu um hækkuð laun. í þessum nýju lögum er það skoðað verkfall, ef þrír eða fleiri menn leggja niður vinnu. Allir sem þátt taka í verkfalli, skulu mæta fyrir sér- stökum dómstóli. Refsingin, sem ákveðin er fyrir þátttöku í venjulegu verkfalli, eru sex mánaða þrælkunarvinna, en ævilöng þrælknn fyrir þá, er forustu liafa í verkfalli. ,,Þó“, segir í lögunum, „ef verkfallið getur heimfærzt undir skemmdar- verk, varðar það dauðarefsingn fyrir forsprakk- ana“. Lífstíðar þrælkunarvinna eða danðarefsing fyrir að skipuleggja verkföll mun vera met í of- sóknum gegn samtökum verkamanna. Þeir, sem þekkja til starfsaðferða gríska aftur- haldsins, munu ekki vera í vafa um, að hvert verk- fall verður dæmt sem skemmdarverk og hver leiðtogi verkamanna skoðaður senr skipuleggjari skemmdarverka, svo að afturhaldið telji sig hafa lagalegan rétt til að útrýma foringjum verkalýðs- ins og eyðileggja sarntök hans með öllu. Herferð grísku fasistanna gegn verkalýðssamtökunum byrjaði með því að myrða ýmsa helztu leiðtoga þeirra og fangelsa þúsundir af virkum meðlim- um þeirra og nii á að Ijúka henni með setningu þessara nýjustu þrælalaga. Lögin hafa vakið sterka mótmælaöldu um allt landið. Mótmæli hafa komið frá flestum verka- lýðsfélögum í landinu, og meira að segja gervi- stjóriiin, sem ríkisstjórnin skipaði yfir landssam- band verkalýðsfélaganna, hefur fundið sig knúða til að bera fram mótmæli. Ástandið í Kína í blaðaviðtali, er Liu Ning-i, einn af leiðtogunr kínverska verkalýðsins og meðlimur í miðstjórn Alþjóðasambandsins, átti nýlega, sagði hann með- al annars: „20. sept. s.l. handtók leynilögregla Kuomin- tang 6 verkamenn hjá „Raforkuverinu" í Shang- hai. Hinir 2000 félagar þeirra hófu þegar verk- fall í mótmælaskyni og kröfðust, áð þeir væru látnir lausir. í stað þess að verða við þeirri kröfu voru fleiri handteknir og samtök þeirra bönnuð. Ekki aðeins verkamenn voru handteknir, lieldur hópur kennara og stúdenta víðs vegar um borg- ina. Það hefur lengi verið opinbert leýndarmál, að Kuomintang hefur samið svartan lista yfir fólk, sem hefur látið í Ijósi skoðanir, sem ekki falla í smekk stjórnarvaldanna. Á þeim lista eru nöfn margra verkamanna. Ógnarstjórnin á svæði Kuo- mintang fer stöðugt vaxandi, svo að enginn lýð- ræðissinni er þar lengur öruggur um líf sitt.“ Sem meðlimur í Alþjóðasambandinu, sagði Liu, finn ég það skyldu rnína að hvetja alla frelsis- unnandi menn til aðstoðar við kínverska verka- lýðinn, sem berst heilagri baráttu gegn fasista- stjórn Chiang Kai-shek. Aðspurður, hvað kínverski verkalýðurinn gæti gert undir þessum kringumstæðum, sagði Liu: „Chiang Kai-shek og handlangarar hans skoða hina lýðræðissinnuðu kínversku þjóð sem óvini sína. Eina leiðin er því fyrir hana að sameinast í harðvítugri baráttu til að hindra hinar glæpsam- legu fyrirætlanir afturhaldsins. Meðal annarra misgerða Chiang Kai-shek taldi Liu eftirfarandi: 1. Chiang hefur þvingað þjóðina tii þátttöku í borgarastyrjöldinni. Verkamenn eru reknir til 'vígstöðvanna til að berjast við landa sína og fórna eigin lífi, og verða að skilja fjölskyldur sínar eftir án nokkurrar fyrirvinnu eða Iífs- möguleika. 2. Kostnaðurinn við borgarastyrjöldina leggur allan fjárhag landsins í rústir. Dýrtíðin vex úr öllu valdi, en launahækkanir eru bannaðar og verkalýðurinn sveltur heilu hungri, 3. Chiang liefur svipt verkalýðinn frumstæðustu réttindum, félagafrelsi. mál- og ritfrelsi og rétt- inum til að ákveða laun sín. Hann hefur látið fangelsa og myrða þúsundir verkamanna. 4. I þeim tilgangi að fá hernaðarlega aðstoð frá Bandaríkjunum hefur Chiang látið þeim í té átta mikilvægar hernaðarbækistöðvar og þar með selt verkalýðinn í þrældónr til Bandaríkj- anna. Hann hefur svikið sjálfstæði Kína með því að leyfa amerísku stórveldissinnunum fót- festu í landi voru með her, er í mörgum til- B4 VIN N A N

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.