Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Side 11

Vinnan - 01.03.1948, Side 11
GUÐGEIR J Ó N S S O N : Danska Alþýðusambandið 50 ára J. Jensen, aðalstofnandi og fyrsti formaður danska A Iþýðusambandsins, síðar yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn. Eg hef verið beðinn að segja lesendnm Vinn- nnnar nokkuð frá 50 ára afmælishátíð danska Alþýðusambandsins og för okkar sem vorum full- trúar Alþýðusambands íslands við hátíðahöldin. Eftir að miðstjórninni barzt boð um að senda fulltrúa, einn eða fleiri, ákvað hún, eftir nokkra athugun, að senda 3 fulltrúa og tilnefndi til farar- innar Hermann Guðmundsson, forseta sambands- ins, Kristinn Ág. Eiríksson og undirritaðann. Við fórunr suður á Keflavíkurflugvöll aðfara- nótt 26. des., því að flugvélin átti að fara þaðan með morgninum, úr því varð þó ekki því hún tafðist vestan hafs vegna bilunar. Eftir að við höfðum sýnt filskilin skilríki þar syðra, var okkur vísað til hótelsins og þar dvöld- um við annan jóladag og fram á nóttina. Við feng- um mat og herbergi til að sofa í, svo að segja má að ekki liafi væzt um okkur þarna, en ekki fannst mér þessi jóladagur hátíðlegur og átti veðrið sinn þátt í því, vegna frosts og hvassviðris. Það var frekar kalt þarna í hótelinu og svo fannst manni einhvern veginn eins og maður væri þegar farinn af landi burt þó að maður vissi að svo var ekki í bókstaflegum skilningi. En ekki meira um það. Flugvélin kom um nóttina og við stigum upp í liana, iiún rann af stað og sveif upp fyrir skýin, upp í glampandi tunglskinið og eftir rösklega 6i/£ klst. frá því að hún lyfti sér af Keflavíkurvellin- um, rendi hún sér niður á Kastrupvöllinn við Kaupmannahöfn. í flugvélinni var viðurgerningur ágætur. I byrjun faraarinnar var farþegum boðin hressing. Þeir, sem gerðu sig ánægða með Wisky fengu það, en við þremenningarnir vorum vandlátari en svo að við vildunr þann drykk og fengunr við ávaxta- safa, hið mesta hnossgæti, síðan fengu farþegarnir lreitan nrat og kaffi. Á Kastrupvellinum tóku á móti okkur tveir danskir járnsmiðir, senr unnið höfðu Iiér uppi nreð Kristni um tínra. Þeir vildu allt fyrir okkur gera; þeir fylgdu okkur á Paladshótelið, en þar hafði forstöðunefndin búið okkur samastað. Síð- an fórum við allir heim nreð öðrunr danska járn- smiðnum og settumst þar að veizluborði, hinn bauð okkur heinr til sín til lrádegisverðar daginn eftir. Allt þetta áttunr við Kristni að Jrakka og vinsældum hans iijá þessunr dönsku starfsbræðr- unr. Við konrum til Kaupmannahafnar laust eftir hádegi á laugardag. Það var búið að loka öllunr skrifstofum, en á mánudagsmorgun heimsóttum við skrifstofur danska Alþýðusambandsins. Þar hittunr við fljótlega Carl P. jensen, sem var boðs- gestur hér á Alþýðusambandsþinginu. 1946 og fylgdi hann okkur til formannsins Eiler Jensen. Við vorunr boðnir velkomnir og formaðurinn til- kynnti okkur að við ættunr að búa og borða á Paladshótelinu á kostnað danska sambandsins. Eiler Jensen núverandi formað- ur 'danska Alþýðusambandsins. VINNAN 39

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.