Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Síða 18

Vinnan - 01.03.1948, Síða 18
þetta ákvæði hafði verið numið úr lögum þess og það tók að starfa á fullkomlega lýðræðislegum grundvelli. Þar sem félagið var stofnað í byrjun heims- kreppunnar 1931, setti baráttan gegn atvinnu- leysinu einkum svip sinn á starfsemi þess fyrstu árin. Aðalumræðuefnið fund eftir fund var at- vinnuleysið og hinar rýru tekjur verkamanna. Voru þá oftlega samþykktar áskoranir til hrepps- nefndar um atvinnubætur. Þótt þeim áskorunum væri ekki alltaf vel tekið, má fullyrða, að mikið hafi áunnizt og atvinnuleysið hefði orðið mikl- um mun tilfinnanlegra fyrir verkamenn, ef jressi samtök þeirra hefðu ekki verið til. Þá liafa einnig verið samþykktar á fundum fé- lagsins ýmsar raunhæfar tillögur um atvinnu- aukningu, svo sem í sambandi við jarðrækt, út- gerð o. fl. með nokkrum árangri. Stundum hafa tryggingamálin verið rædd og samþykktar tillög- ur urn þau og félagið átti frumkvæði að stofnun byggingafélags til þess að bæta úr húsnæðisvanda- málum alþýðunnar í Borgarnesi. Enda þótt félag- ið hafi jafnan verið óháð stjórnmálaflokkunum í landinu, þá hefur það samt ekki leitt hjá sér að taka afstöðu til og kveðja sér hljóðs um ýmis mál stjórnmálalegs eðlis, ef þau hafa snert mjög hags- rnuni verkalýðsstéttarinnar. Þannig voru t. d. samþykkt mótmæli gegn stofnun ríkislögreglunn- ar 1932 og 1933, gegn vinnulöggjöfinni 1938, gengislækkuninni 1939 og gerðardómslögunum 1942. Auðvitað hafa kaupgjaldsmálin alltaf verið aðalviðfangsefni félagsins. Verkamannakauptaxt- ann, þ. e. a. s. grunnkaupið, hefur það hækkað úr kr. 1,00 upp í kr. 2,80 á klukkustund og aðra kauptaxta í samræmi við það. Sjaldan hefur fé- 46 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.