Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Page 19

Vinnan - 01.03.1948, Page 19
lagið þurft að beita verkfalli til þess að fá kaup- hækkunarkröfum sínum framgengt, þó að stund- um hafi gengið í þófi með samninga. Svo mikill K A einhugur hefur jafnan ríkt í félaginu um kaup- taxta þá, sem það hefur sett, að vinnuveitendur hafa aldrei þorað að beita sér verulega gegn þeim, enda þótt þeir hafi haft sterka tilhneigingu til þess a. m. k. stundum. Félagið fékk viðurkenndan 8 stunda vinnudag með samningum við vinnuveitendur 1942. Það er tvímælalaust merkasti viðburðurinn í sögu þess, eins og reyndar allrar verkalýðshreyfingar- innar á íslandi, sem fékk 8 st. vinnudaginn viður- kenndan um svipað leyti. Efnahagur félagsins var fremur þröngur fyrstu árin vegna þess live félagsgjöldin voru lág og ekki um aðrar tekjur að ræða. F.n síðari árin hefur liann batnað nokkuð, svo að það á nú allríflega sjóði, m. a. húsbyggingasjóð og er nrikill áhugi hjá félagsmönnum fyrir því að eignast hús fyrir starfsemi sína. Nú eru meðlimir félagsins um 180 og skiptast þeir í deildir el'tir starfsgreinum, verkamanna- deild, verkakvennadeild og bifreiðastjóradeild. Formenn deildanna eiga svo sæti í aðalstjórn fé- lagsins, sem meðstjórnendur, en formaður, ritari og gjaldkeri eru kosnir af félaginu í heild. Þessir menn hafa gégnt formennsku í félaginu: Daníel Eyjólfsson 1931—1934 og 1936—1937, Þórður Þórðarson 1935, Jónas Kristjánsson 1938— 1939 og 1942-1947, Karl Einarsson 1940-1941 og nú er Jón Guðjónsson formaður þess. Hér verður ekki farið út í það að rekja störf einstakra manna í félaginu að öðru leyti, þó að þau hafi auðvitað verið margvísleg, enda myndi það verða of langt mál og ekki á mínu færi að meta lilutdrægnislaust þátt þeirra hvers og eins í félagsstarfinu. Vitanlega hefur starfið hvílt mest á þeirn, sem setið liafa í stjórn félagsins á hverj- um tíma. Hafa þeir allir unnið mikið og fórn- frekt starf í þágu þess og sumir jafnvel bakað sjálfum sér atvinnumissi og ýmis konar erfiðleika fyrir. Þetta, sem liér hefur verið sagt, er aðeins ágrip af sögu Verkalýðsfélags Borgarness. Saga þess væri efni í lieila bók, þó að ekki sé lengra liðið frá stofnun þess. Sú bók verður sennilega aldrei skrifuð, enda gerist þess ekki þörf. Saga þess birt- ist daglega í lífi þess fólks, sem byggt hefur það upp og notið sigra þess, fólks, sem það hefur gert að bjartsýnni og betri mönnum, sem lifa nú við iniklu betri kjör heldur en ella mundi, ef jrað hefði aldrei verið stofnað. R 1 V A L A : FLÓÐIÐ Þú hrópar upp úr svefninum, barn, óttaslegnum augum teygir pú litlu höndina þina til mín. En sjáðu — ekkert amar að, lampinn logar, pað er hlýtt, úti fyrir björk og greni, silfurrökkur morgunsins geymir svefn pinn. Þú brosir, þú sofnar á ný. Skjálfandi hlýði ég á: Myrkuröflin leika umhverfis. Þau rjúfa flóðgdrða Styx. Dauðafljótið brýzt yfir lönd lifenda. Heyrirðu drekahvœsið i eiturpokunnif Lúðurmerki tortimingarinnar. Ótölufjöldi barna ráfar um jörðina. R isask uggin n fellur yfir æpandi veröld. Skjálfandi hlýði á: trylltar skella bylgjurnar á múrunum. Húsið mitt — Ijós undir punngleri i brimróti myrkursins — pað skelfur, pað nötrar. Hvenœr hrynja veggir þessf Þú hrópar upp úr svefninum, barn, óttaslegnum augum teygir þú litlu höndina pína til min. En sjáðu — ekkert amar að, haustvindar kveða blómrós og barn i svefn. Gleðilegt og fagurt að vakna við sól að vori. Þú brosir, pú sofnar á ný. Elias Mar pýddi úr sænsku. VIN N A N 47

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.