Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 6
innan íbúðarhúsabyggingar. ráðinu til tæknilegra leiðbeininga og aðstoðar. Þá rekur Tæknistofnunin einnig skipasmíðastöð í Holsteinsborg og kalknámu í Qutdligssat. Sá háttur er á hafður, að öll meiri háttar mannvirki, svo sem hafnar- gerðir og stórbyggingar eru fram- kvæmdar af dönskum verktakafirm- um, ýmist eftir reikningi eða í ákvæð- isvinnu. En smærri mannvirkjagerð er falin innlendum iðnaðarmönnum. Má þar til nefna flestar framkvæmdir sveitafélaga og íbúðarhúsabyggingar. Þó er það einnig til, að Tæknistofn- unin sjálf annist margskonar mann- virkjagerð, og yfirumsjón hefur hún með öllum verklegum framkvæmd. um. Þó er að því stefnt, að Tækni- stofnun Grænlands skuli einvörðungu annast áætlanagerð og skipulagningu mannvirkja. Grænlenzkir iðnaðarmenn eiga for- gangsrétt til mannvirkjagerðar, og þar sem þeir ráða yfir vinnuafli á staðnum, geta þeir oft orðið ódýrari en ‘dönsku' verktökufyrirtækin, sem jafnan verða að flytja með sér verka- fólk með ærnum uppihalds- og ferða- kostnaði. Á seinustu tveimur árum skiptust meiriháttar verklegar framkvæmdir þannig milli aðila: Millj.d.kr. Millj d. kr. 1960 1961 Verktökufyrirtæki 25.5 33.5 Grænlenzkir iðnaðarm. 6.5 8.3 Tæknistofnunin 22.0 16.2 Dýrt að byggja í Grænlandi. Rosendahl verkfræðingur segir, að margt stuðli að því, að verklegar fram- kvæmdir verði dýrari en samsvarandi mannvirki i Danmörku. Flest séu þorp- in og bæirnir byggð í fjallahlíðum, og verði jafnan að sprengja mikið fyrir vegum og húsgrunnum. Þar, sem um lausan jarðveg sé að ræða, verði að grafa mjög djúpt, til þess að komast örugglega með undirstöður niður fyr- ir frost í köldustu vetrum, annars sé allt á ferð og flugi. Vegna sterkviðra og frosta verði líka að vanda mjög alla einangrun, segir verkfræðingur- inn. Þá verður líka að ganga mjög traustlega frá öllum hafnarmannvirkj- um, bæði vegna ísa, og svo vegna þess, að munur flóðs og fjöru er víða geysi- mikill, allt upp í 5 metra. Þá kemur það og til, að athafnatíminn til bygg- inga er mjög stuttur í Grænlandi, og verður því að vanda mjög til alls und- irbúnings mannvirkjagerðar í smáat- riðum. Byggingastarfsemin er nú orðin gjörólík því, sem hún var fyrir síðari heimsstyrjöld. Fyrir 1940 sáu danskir trésmiðir og steinhöggvarar ásamt grænlenzkum verkamönnum um flestar byggingar. Nú eru mannvirkin yfirleitt orðin það stór í sniðum, að verkfræðingar og húsameistarar ásamt lærðum mönnum margra iðngreina verða að koma til. Hér er um að ræða margra hæða íbúða„blokkir“ og vöruskemmur úr járnbentri steinsteypu eða með burðargrind úr stáli, og nú eru flest- ar byggingar með hitalögn, vatns- leiðslum og raflögnum, en allt slíkt mátti heita óþekkt áður. Þá verður líka að flytja allt bygg- ingarefni, nema grjót, möl og sand, alla leið frá Danmörku. Þetta hækkar t. d. múrsteininn úr 15 aurum í Dan- mörku í 35 aura í Grænlandi (þ. e. um 2 kr. ísl.). Þá vantar líka bygg- ingaverkamenn i Grænlandi, og verð- ur því að flytja um 50% iðnaðarmann- anna og verkamannanna frá Dan- mörku yfir sumartímann. En þeim verður að greiða ferðakostnað, fæði og húsnæði. Þessir liðir hækka stund- um byggingakostnaðinn allt að helm- ingi. Þetta veldur því m. a., að leggja verður mikla áherzlu á að fá græn- lenzkan verkalýð til að taka að sér hinar verklegu framkvæmdir í vax- andi mæli. Tæknistofnunin hefur byggt upp all fullkomnar framkvæmdamiðstöðvar í 16 bæjum. í þessum stöðvum eru vinnustofur trésmiða, húsgagna- smiða, málara, múrara, pípulagninga- manna, járnsmiða og rafvirkja. Þar eru líka vörugeymslur, byggingarefni og varahlutir, svo og grjótnám og mulningsbirgðir. Hafnargerðir á byrjunarstigi. í þeim bæjum, sem þýðingarmestir eru í samgöngunum, hafa verið byggð- ar bryggjur, sem haffær skip geta lagzt að. Við upp- og útskipun vara eru notaðir dráttarvagnar, lyftarar og bílar. Við sumar bryggjurnar er 10 metra dýpi (30 fet), enda er munur flóðs og fjöru geysimikill, eins og áð- ur er sagt. Venjulega er bryggjuhaus- inn gerður úr bjálkabyggðri tréum- gjörð, sem fyllt er með stórgrýti, og er viðlegubrún oft um 40 metrar á lengd, svo að hægt sé að vinna við tvær lestar. Skóli.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.