Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 9
'innan ÁÁRINU1961 ÁRANGUR í LAUNAMÁLUM KVENNA Rrein þesi var rituuð áður en nýju samningarnir voru gerð- ir í sumar. Má því yfirleitt bæta um 9% við þær tölur, ^em hér eru tilfærðar, til þess að sjá, hvað kaupið er nú. ÞAÐ VAR ævaforn venja hér á landi, að kaup kvenna skyldi vera helminKur af kaupi karla. Þannig var hetta öldum saman. Þetta hlutfall í kaupgjaldsmálum kvenna og karla hélzt enn, þegar verkalýðshreyfingin hóf göngu sína hér á landi. Þannig var kaup kvenna hér í Reykjavík 12 aurar á klnkkustund fram að heimsstyrjöldinni 1914—18, en þá var karlmannakaupið almennt 25 aurar á klukkustund. Síðan hefur þetta smábokast í rétta átt, en alltaf hafa íhaldsöflin stymp- ast á móti, eins og þau hafa haft bol- magn til. Þetta hefur ávallt, verið tvíbætt bar- átta. Að öðrum bræði kiarabarátta ■— að hinu levtinu barátta fyrir jöfnum mannréttindum kynianna. Og bó að oft sæktist seint, gafst verkalýðshreyfinein aldrei upp. Málið var gert að allsherjar baráttumáli verkalýðssamtakanna í heild — og nú er loksins fullur sigur framundan. Á árinu, sem leið, þokaði launamál- um kvenna innan verkalýðssamtak- anna nokkru meira í áttina en oftast áður á einu ári. í byrjun ár.sins 1961 var almennt dagvinnukaup verkakvenna kr. 16.14 á klukkustund. Algengasta hækkunin, sem fram fékkst á kvennakaupinu í vinnudeilunum í fyrra, var kr. 2.81 á klukkustund. Var þá tímakaupið komið í kr. 18.95 á klukkustund. Sam- kvæmt lögum, sem afgreidd voru á seinasta þingi, hækkaði hið almenna kaup verkakvenna í viðbót frá sein- ustu áramótum að telja, í flestum til- fellum um 67 aura, og er þannig nú mjög almennt kr. 19.62 á klukkustund. — Heildarhækkunin á tímakaupi verkakvenna er því samkvæmt þessu kr. 3.48, en á sama tíma var algeng- ast, að kaup verkamannsins hækkaði um kr. 2.07. Bilið milli kvenna- og karlakaupsins minnkaði því mjög al- mennt úr hálfri fimmtu krónu í rúm- ar þrjár krónur. Á sá mismunur síð- an að hverfa á næstu 6 árum. Hér má bæta við, að sérhvert verka- kvennafélag og verkalýðsfélag, sem samningsaðild hefur fyrir konur, hefur svo nokkru hærri kaupgjalds- ákvæði við ýms störf, og fullt karl- mannskaup við nokkur nánar til- greind störf. Þstta, sem hér hefur nú verið sagt, er það algengasta. En til eru mjög mörg dæmi þess, að kvennakaupið sé nú orðið hærra en kr. 19.62 og verður nú gerð nánari grein fyrir því, þó að tæmandi upplýsingar um það sé auð- vitað að finna í sjálfri kaupgjalds- skránni hér á eftir. Þau verkakvennafélög, sem hafa nokkru hærra kaup en 19.62 á tímann, eru: Verkalýðsfélögin í Alþýðusam- bandi Vestfjarða með 19 krónur 69 aura á klst. — Sama hafa einnig Verkakvennafélagið „Sigurvon", Ól- afsfirði og Verkalýðsfélag Kaldrana- neshrepps á Drangsnesi. Þá eru með 19 krónur 87 aura á tímann Verkalýðsfélag Vopnafjarðar og Verkalýðsfélag Djúpavogs. Nítján krónur og 90 hefur Verka- lýðsfélag Borgarness. Þá eru nokkur verkakvennafélög, sem komið hafa dagvinnukaupinu í 20 krónur og þar yfir. Þeirra á meðal eru t. d. Verka- kvennafélagið „Orka“ á Raufarhöfn og Verkalýðsfélag Hafnahrepps, bæði með kr. 20.07 á tímann. — Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar hef- ur kr. 20.26 á timann á alm. dagvinnu kvenna. Verka.kvennafélagið ,.Snót“ í Vestmannaeyjum hefur kr. 21.73- Á Siglufirði má heita, að launajafn- rétti kvenna og karla sé að mestu Með því að gerast áskrifandi að þessari bók, eignast þú ekki aðeins, kæri lesandi, einn mestan kjörgrip meðal íslenzkra bóka, heldur leggur þú einnig fram þinn skerf til þess, að hér á íslandi rísi fyrsta listasafn í eigu alþýðusamtaka í Evrópu. Slíkt tækifæri mátt þú ekki láta fram hjá þér fara. Áskriftasöfnunin er þegar hafin. Söfnunargögn hafa þegar verið send öllum verkalýðsfélögum landsins, og þarf sá, sem vill gerast áskrifandi, ekki annað að gera en snúa sér til einhvers stjórnarmanns verkalýðsfé- lagsins á staðnum. Stofnun til hvíldar og mennta. Hvarvetna ryður sér nú til rúms ný gerð af listasöfnum. Þau vilja ekki vera grafhýsi fyrir málverk, og láta sér ekki heldur nægja að vera aðeins gevmslur fyrir málverk. Þau leitast við að sýna hvert málverk í um- hverfi, sem fær það til að njóta sín sem þezt. Þaup leitast við að mennta sækjendur safnsins í listum: Halda fyrirlestra, tónleika, h'óðskáldakvöld, sýna fróðlegar kvikmyndir. Hinn al- menni borgari eflir bar fegurðarskyn sitt og kynnir sér fjársjóði mannlegr- ar menningar, Þar er kaffihús og bókasafn. Þar er og sérstök stofa ætluð börnum. Þau geta unað sér þar við að teikna og móta í leir, meðan hinir eldri skoða safnið. Slíkt safn er heimili til hvíld- ar og hressingar fyrir vinnandi fólk. Slík stofnun verður Listasafn Al- þýðusambands fslands. Það á að gera fólki kleift að njóta fegurðar og hvíld- ar í aðlaðandi umhverfi. Það á að flytja mönnum boðskap listarinnar, kynna mönnum fjársjóði hennar. Listasafn Alþýðusambands íslands verður smiðja íslenzkra menningar- verðmæta um langa framtíð, lifandi tengiliður milli íslenzkrar þjóðar og listmenningar hennar. Tökum öll þátt í áskrifta- söfnuninni. Hér er því um mikilvægt málefni að tefla. Framkvæmd þess er falin verkalýðsfélögunum á hendur. I Roykjavík hafa nokkur verkaiýðsfé- lög þegar náð góðum árangri í á- skriftasöfnuninni. ÖLL verkalýðsfélög landsins þurfa að fylgja fordæmi þeirra. M°ð samstilltu átaki allra verkalýðsfélaga — stærstu og öflug- ustu félagasamtaka á fslandi — verð- ur hægt að tryggja, að bygging safn- húss fyrir Listasafn Alþýðusambands íslands hefjist þegar á næsta ári! Hafið samband við skrifstofu lista- safnsins, sem opnuð hefur verið að Laugavegi 18 í Reykjavík (sími 19348). Skrifstofan veitir allar nánari upp- lýsingar og tekur einnig á móti áskrift- um að listaverkabókinni. Komið, símið eða skrifið! Sýnum, að hinu dýrmæia málverka- safni sé bezt borgið í höndum alþýðu- samtakanna! Gerizt áskrifendur að listaverkabókinni, og sýnið þannig áhuga ykkar í verki!

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.