Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 10
innan
komið í höfn.
Sú tilhögun var í fyrsta sinn upp
tekin s.l. sumar hjá Verkamannafé-
laginu Þrótti og Verkakvennafélaginu
Brynju á Siglufirði að gera sameigin-
legan kaup- og kjarasamning við
Vinnuveitendafélag Siglufjarðar. í
samningi þessum eru öll kjaraákvæði
hin sömu fyrir konur og karla, og um
kaupgjaldsákvæðin segir svo í 27.
grein:
„Lágmarkskaup verkafólks skal
vera sem hér segir:
1. Almenn dagvinna karla og kvenna
.... kr. 22.74.“
En hér er þó ein tegund vinnu tek-
in út úr og greidd ennþá sérstöku og
lægra kvennakaupi. Það er vinna við
pökkun og snyrtingu í hraðfrystihúsi.
— Hún er nú unnin fyrir kr. 19.52 á
klst. í dagvinnu.
Fyrir þessu eru að vísu engin hald-
góð rök til af hendi atvinnurekenda.
Því að væru karlmenn settir í spor
þessara kvenna og skyldu annast
pökkun og snyrtingu í hraðfrystihúsi,
mundi það óefað koma í ljós, að þeir
væru sízt afkastameiri en konurnar.
En kaup þeirra mundi samt verða kr.
22.74 á klukkustund. — Þetta er því
rökleysa og kórvilla, sem hlýtur að
hverfa í næstu samningum.
Að vísu eru þessi störf — pökkun og
snyrting í hraðfrystihúsi — hverfandi
lítill hluti þeirrar kvennavinnu, sem
til fellur á Siglufirði. — Að öðru leyti
er öll vinna á Siglufirði goldin sama
verði, hvort sem unnin er af konum
eða körlum. Kemur hér til greina öll
vinna við síldarsöltun, öll vinna við
fiskþvott, öll línuvinna, en öll þessi
störf eru unnin í ákvæðisvinnu.
Hér er svo rétt að geta þess, að
Verkalýðsfélag Hríseyjar hefur sam-
eiginlegan samning um kaup verka-
fólks við einn atvinnurekanda — Nýju
síldarstöðina, og er þetta sameiginlega
kaup kr. 22.74. — Að öðru leyti er
kvennakaupið í Hrísey hið sama og
á Akureyri.
Verkakvennafélagið „Von“ á Húsa-
vík náði s.l. haust samningum um, að
vinna við pökkun og snyrtingu í hrað-
frystihúsi skyldi greidd með kr. 20.97
á klst. í dagvinnu, en öll önnur kvenna-
vinna er þar greidd karlmannskaupi.
— Þar er því aðeins eftir herzlutakið
um algert launajafnrétti kvenna og
karla.
Þá er þess enn ógetið, að Verkalýðs-
félag Skagastrandar hefur að öllu leyti
sömu samningsákvæði undantekning-
arlaust um karla og konur. Þar er því
launajafnrétti kynjanna komið í fulla
framkvæmd.
Að vísu er þar ekki greitt fyrir kvöld-
matartímann, en þeirra kjara nutu
karlmenn áður. Og eftirvinnuálag er
þar aðeins 50%, en ekki 60. — Er því
líklegt, að heildarkaupgreiðsla sé þar
ekki hærri en annars staðar, þrátt
Það skil ég ekki að sé neitt réttlæti,
að karlmennirnir skuli fá meira fyrir
að óhreinka íbúðirnar, en við fyíir að
gera hreint eftir þá.
fyrir launajafnréttið.
Þá er það orðin óyggjandi regla hér
á landi í öllum löggiltum iðngreinum,
að konur hafi sama kaup og karlar,
ef þær hafa lokið sveinsprófi í iðn-
inni. — Hinsvegar hafa aðstoðarstúlk-
ur í prentiðn, bókbandsiðn og mörg-
um öðrum iðngreinum búið við miklu
lakari launakjör.
Eftir því sem ég hef komizt næst,
hafa konur lokið sveinsprófi í prent-
iðn, bókbandsiðn, netagerðariðn,
bakaraiðn, Ijósmyndun, matreiðslu,
málaraiðn, rakaraiðn, klæðskeraiðn,
framreiðsluiðn og gullsmíði, og ef til
vill fleiri iðngreinum, og hafa þær all-
ar fengið kaup samkvæmt samningi
viðkomandi sveinafélags. — Má því
fullyrða, að fullu launajafnrétti er
þegar náð í öllum iðngreinum hér á
landi.
Er ánægjulegt til þess að vita, að ís-
lenzk verkalýðshreyfing er þannig
komin nokkuð lengra en verkalýðs-
hreyfing nágrannalandanna í þá átt
að afmá þann smánarblett, sem launa-
misrétti kvenna hefur verið fram að
þessu.
Samkvæmt seinustu skýrslum er al-
menna kvennakaupið í Noregi 73% af
kaupi karla. í Danmörku er það 76%
og í Svíþjóð er það 78% af karlakaup-
inu.
En að einu leyti megum við samt
passa okkur á að dragast ekki afturúr.
Svíar og Norðmenn hafa þegar samið
um að hafa komið fullu launajafn-
rétti á hjá sér innan fjögurra ára.
r-—----------------—— ------- -i
Dropínn holar steininn
ÁRIÐ 1948 flutti Hannibal
Valdimarsson í fyrsta sinn á Al-
þingi frumvarp til laga um rétt-
indi kvenna.
í þessu frumvarpi sagði með-
al annars:
„Konur skulu njóta algerlega
sama réttar í atvinnumálum og
fjármálum sem karlar, og er ó-
heimilt að setja nokkrar tak-
markanir á val kvenna til þátt-
töku í nokkrum störfum. —
Hvarvetna þar, sem þess telst
þörf, er skylt að gera sérstakar
ráðstafanir til þess, að aðstaða
konunnar sem móður til þátt-
töku í atvinnulífi þjóðarinnar
verði sem bezt tryggð.“
„Konum skulu greidd sömu
laun og körlum við hverskonar
embætti, störf og sýslanir, hvort
sem er í þjónustu hins opinbera
eða í þjónustu atvinnulífsins.“
Flaug nú ekki svona jafnrétt-
is- og mannréttindamál gegn
um þingið? Við skyldum ætla
það. — En svo varð ekki. Sjálf-
stæðismenn og Framsóknar-
menn lögðust fast gegn því og
létu svo sem væri það hégóma-
mál eitt. — Frumvarpið var
svæft.
Enginn gat þó neitað, að mis-
rétti væri enn ríkjandi í launa-
málum kvenna.
Þess vegna tók Hannibal þetta
eina atriði útúr og flutti næst
ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni, Emil
Jónssyni og Eggert Þorsteinssyni
frumvarp til laga um sömu laun
kvenna og karla.
Enn lögðust Sjálfstæðismenn
og Framsóknarmenn gegn mál-
inu og svæfðu það,
Á næsta þingi (1954—55)
flutti Hannibal þetta frumvarp
á ný. En íhaldsöflin voru söm
við sig. Þau þvældust enn gegn
málinu og stöðvuðu afgreiðslu
þess.
Á þinginu 1960 flutti Hannibal
frumvarpið enn, að þessu sinni
ásamt 5 öðrum þingmönnum Al-
þýðubandalagsins. Nú var fyrst
látið undan síga, og nú studdi
Framsóknarflokkurinn frum-
varpið. Þessu frumvarpi var að
vísu hafnað, en öðru frumvarpi
skákað fram gegn því um launa-
jöfnuð kvenna og karla á árun-
um 1962—1967 og það samþykkt.
Þannig holar dropinn stein
inn.