Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 8
innan FYRSTA LISTASAFNIEIGU ALÞÝÐUSAMTAKA í EVRÓPU iálið er nú í höndum íslenzkrar alþýðu. Listasafn Alþýðu- samhandsins verður smiðja íslenzkra menningarverðmæta — lifandi tengiliður milli íslenzkrar þjóðar og listmenn- ingar hennar. — Nefur þú gerzt áskrifandi að listaverkabókinni? ARIÐ 1878 flutti blað eitt í Berlín þá fregn, að verkamaður hefði komið inn á skrautlegt veitingahús, setzt þar við borð — og pantað glas af kampa- Alþýðusambandið eignast dýrmætan listfjársjóð. Árið 1961 gerðist sá höfuðatburður í sögu íslenzkra alþýðusamtaka, að víni. Hið þýzka blað lýsti vandlæt- ingu sinni með sterkum orðum, og var hneyksli þetta lengi í minnum haft. Betri borgurum í höfuðborg þýzka keisaraveldisins þótti það óheyrilegt, að erfiðismenn skyldu krefjast þess að sitja jafnréttháir til borðs með stólp- um þjóðfélagsins. Nú á dögum þætti slíkur atburður ekki slíkt tiltökumál. Erfiðismenn hafa beitt samtökum sínum fyrir sig og öðlazt meiri rétt á ýmsum sviðum þjóðlífs og menningar. Listir og mennt voru áður einkaeign hinna betri borgara. Nú lætur allur almenningur sig þau mál skipta. Aukin menntun og frístundir gefa iafnvel erfiðismönn- um færi á að njóta fagurra lista í miklu ríkara mæli en áður var. Á okkar dögum hafa samtök erfið- ismanna í heiminum breytt allri ásýnd jarðhnattarins. Barátta þeirra sam- taka miðar ekki aðeins að því að bæta hag vinnandi fólks á líðandi stund, hún er hið mikla endurnýjandi afl hvers þjóðfélags um sig. Mannlegri heimur, uppspretta aukinna mann- legra verðmæta er stefnumið þeirrar baráttu. Án vinnu erfiðismanrianna hryndi öll þjóðfélagsbyggingin í rúst. Smám saman gera þeir sér ljóst, að þeir eiga þennan heim, að þeir eiga rétt til að njóta allra afurða anda og efnis, sem þeir skapa og gefa öllu mannlífinu inntak og gildi. þau urðu eigendur að dýrmætasta málverkasafni, sem til er í óopinberri eigu á íslandi, safni Ragnars Jóns- sonar. Frá þeim atburðum hefur áður verið skýrt í Vinnunni (4.—7. hefti 1961). Vandi lagður á herðar verkalýðssamtakanna. Sýning á hluta verkanna var opnuð í Listamannaskálanum í Reykjavík þann 1. júlí 1961, og var Alþýðusam- bandinu þá afhent safnið til eignar. Með því hlotnaðist Alþýðusamband- Bygging safnhúss — áskriftasöfnun. Á næsta ári mun bókaútgáfan Helgafell gefa út mikla listsögu- og listaverkabók, og hefur forst óri út- gáfunnar, Ragnar Jónsson, ánafnað listasafni ASí 5G00 eintök af henni. Þessi bók verður í stóru broti, og stærsta listaverkabck, sem enn hefur komið út á íslenzku, um 400 síður. Þessi bók mun ekki aðeins flytja end- urprentanir af rúmlega eitt hundrað íslenzkum málverkum, heldur einnig sögu íslenzkrar myndlistar frá upp- hafi til vorra daga, skráða af Birni Th. Björnssyni. Þetta verður fyrsta íslenzka myndlistarsagan, sem út kemur. Bókin verður því ekki aðeins lykill að safni Alþýðusambandsins, heldur að íslenzkri myndlist yfirleitt. Framgangur þessa mikla metnaðar- máls alþýðusamtakanna, bygging húss fyrir Listasafn ASí, er í höndum íslenzkrar alþýðu og undir menning- aráhuga hennar kominn. Áskriftasöfnun að þessari bók er þegar hafin, og undir henni er það komið, hversu fljótt verður hægt að hefjast handa um byggingu safnhúss. Hvert verkalýðsféiag verður að leggja stein í bygginguna með því að safna nægilega mörgum áskrifendum á sínu félagssvæði, til þess að upplagið verði selt upp fyrir mitt ár 1963. Þá verður hægt að hefja framkvæmdir þegar á næsta ári. Hvert eintak verður tölu- sett og með árituðu nafni kaupand- ans. Auk þess verður prentuð skrá yf- ir nöfn áskrifenda aftan við bókina. Verð bókarinnar — 1500 krónur — er kostnaðarverð, og verður aldrei hægt að fá hana á lægra verði, þótt inu ekki aðeins mikill heiður, að vera falin varðveizla svo verðmæts fjár- sjóðar íslenzkrar listmenningar, því var einnig lagður mikill vandi á herð- ar. Brýna nauðsyn bar til þess að reisa sérstakt hús yfir safnið. En hvaða ráð voru til þess? seinna verði prentað annað upplag af henni. Athygli skal vakin á því, að sérhver áskrifandi getur greitt bók- ina með afborgunum, t. d. 100 krón- um á mánuði. Þetta fyrirkomulag ætti að gera mönnum kleift að eign- ast þessa bók á auðveldan hátt.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.