Vinnan - 01.12.1974, Side 3

Vinnan - 01.12.1974, Side 3
FORYSTUGREIN Vinnan Tímarit Alþýðusambands Islands og Menn- ingar- og fræðslusambands alþýðu. Eínhuga verkalýðshreyfing Ritncínd; Björn Jónsson (ábm.) Hermann Guð- mundsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson. AfgreiSsla og auglýsingar: Laugavegi 18 VI. hæð, sími 17120. Umsjón: Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Setning og prentun: Prentsmiðjan Hólar hf. Verð: Áskriftarverð er 300 krónur á ári. Hvert eintak kostar 100 kr. í lausasölu. Efni blaðsins FORSÍÐAN Vetrarmynd. (Ljósm. Gunnar Andrésson) ÁRSFUNDUR MFA 2 FORYSTUGREIN 3 SAMBANDSSTJÓRNAR- FUNDUR 4,5 UM KAUPMÁTT Tölur um kaupgjald og verðlag 6,7 ÞINGHALD 8, 9, Frá jiingum starfsgreina- sambanda 10,11 FRAMSÓKN 60 ÁRA 12,13 FRÆÐSLUHÓPUR MFA Trúnaðarmaðurinn á vinnu- stað 14,15 LÚÐRASVEIT VERKA- LÝÐSINS Viðtal við Ólaf L. Kristjánss. 16,17 FRÁ LIÐNUM DÖGUM 18 IÐJA 40 ÁRA 19 0g 21 AF ERLENDUM 20 Og 24 VETTVANGI KVEÐJUR 22,23 Arlegir fundir sambandsstjórnar ASÍ verða jafnan taldir til merkisat- burða, en sú stofnun fer með æðsta vald í málum sambandsins milli þinga. Ekki á þetta síst við þegar svo stendur á sem nú, að við blasa marg- slungin og stórbrotin vandamál verkalýðshreyfingarinnar, þar sem stefnu- mótun og aðgerðir samtakanna hljóta að varða miklu um alla framvindu mála í þjóðfélaginu. Meginverkefni sambandsstjórnarfundarins, sem háður var 29. og 30. nóv. s.l., var annarsvegar að meta stöðu verkalýðshreyfingarinnar í kjaramálum og hinsvegar að móta stefnu hennar og næstu aðgerðir. Til þess að leggja enn meiri áherslu á þetta meginverkefni voru, auk sam- bandsstjórnarmanna, kvaddir til fundarins allmargir fleiri en þar eiga lögskipað sæti, allt fólk úr fremsta forustuliði verkalýðsfélaganna. Hafi einhverjir vænst þess að fundurinn sýndi sundurþykkan og sundur- lyndan hóp, hafa þeir hinir sömu orðið fyrir miklum vonbrigðum. Auðvitað voru ekki allir á einu máli um einstök atriði, en að fundi lokn- um stendur það þó tvímælalaust uppúr, að þar tókst að marka skýra kjaramálastefnu og leiðir til að heyja baráttu fyrir henni á næstu tímum. Einróma samþykkt kjaramálaályktunar fundarins reisti það merki að endurheimta þau lífskjör, sem samið var um í frjálsum samningum í byrjun þessa árs, sem hafa með stjórnaraðgerðum verið skert á hinn greypilegasta hátt, svo sem rakið er í ályktuninni. I annan stað komst fundurinn svo að niðurstöðu um það hversu að verki skyldi staðið á næstu tímum í baráttunni. Kjörin var 9 manna sameiginleg samninga- nefnd skipuð forseta ASI og formönnum allra landssambanda innan þess. Alyktun fundarins um kjaramálin var síðan send öllum verkalýðs- félögum innan sambandsins, en í þeirra höndum er samningsrétturinn, og umboðs þeirra óskað með venjulegum fyrirvörum. Þarf ekki að efa að verkalýðsfélögin bregðist fljótt og vel við þeirri málaleitan. Þá verður einnig mynduð stór „baknefnd“, sem höfð verður með í ráðum um allar meiriháttar ákvarðanir. Með þessum hætti eru best tryggð fyllstu lýðræðisleg vinnubrögð og, ef að vonum lætur, óvenjulega víðtæk samstaða allra verkalýðssam- takanna. Hér er gæfulega af stað farið og með þeim hætti að Alþýðusam- bandinu er sómi að. Hitt er augljóst að verkefnið, sem vinna skal, er bæði örðugt og vandasamt. En ef svo verður fram haldið sem hafið er, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Einhuga og djörf verkalýðshreyfing getur verið sterkasta þjóðfé- lagsaflið. Hér þarf því tæpast að spyrja að málalyktum, heldur frem- ur að því hvort sigur vinnst mánuðum fyrr eða síðar. Það skyldu þeir valdsmenn úr hópi ríkisstjómar og atvinnurekenda, sem nú munu brátt setjast að samningaborðinu muna og skilja. B. J. VINNAN 3

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.