Vinnan - 01.12.1974, Side 4

Vinnan - 01.12.1974, Side 4
SAMB ANDSSTJ ORN ASI Ogilding kjarasamninga fordœmd Frá sambandsstjórnarfundi A.S.Í. Reglulegur sambandsstjórnarfundur ASÍ fyrir árið 1974 var haldinn í Reykjavík 29. og 30. nóv. s.l. Tveir sambandsstjórnarfundir höfðu verið haldnir fyrr á árinu. Fundinum 1973 hafði vegna samninganna verið frestað til 4.-5. apríl, og sérstakur fundur hafði verið kallaður saman vegna efnahagsráðstafana stjórnvalda 10. maí. í sambandsstjórn eiga sæti: Miðstjórn ASÍ (15 manns), fulltrúar kjörnir af ASÍ-þingi (18 manns), samkvæmt tilnefningu landssam- banda 14, eða alls 57 manns. Auk þeirra voru að þessu sinni boðaðir á fundinn, formenn svæða- og landssambanda og formenn allra fé- laga með yfir 500 félaga, ef þeir ekki áttu sæti fyrir í miðstjórn eða sambandsstjórn, með málfrelsi og tillögurétti og fullum rétt- indum um kjaramálin. Helstu mál á dagskrá fundarins voru: For- seti, Björn Jónsson, flutti skýrslu miðstjórnar um starfsemina á árinu 1974 (auk þess var lögð fram prentuð skýrsla ársins 1973). Gjald- keri, Einar Ögmundsson, gaf yfirlit um fjár- hagsstöðu sambandsins og lagði fram fjár- hagsáætlun fyrir árið 1975 ásamt tillögu um skatt fyrir það ár. Var einróma samþykkt að skatturinn yrði kr. 350,00 á félaga, eða með gjöldum til MFA, Vinnudeilusjóðs og Lista- safns ASÍ kr. 420,00. Þá fluttu Stefán Ög- mundsson og Bolli Thoroddsen skýrslu um starfsemi MFA og undirbúning stofnunar Fé- lagsmálaskóla alþýðu. Óskar Hallgrímsson gaf yfirlit um starf Alþýðuorlofs á árinu. Snorri Jónsson skýrði frá gangi endurskoðunar á or- lofslöggjöfinni. Um öll þessi mál urðu talsverðar umræður. Meginverkefni fundarins var þó kjaramálin. Stóðu umræður um þau nær allan laugardag- inn, en að þeim loknum var samþykkt ályktun sú um kjaramál, sem birt er hér í blaðinu. Einnig kaus fundurinn 9-manna nefnd til að annast samningamálin og er hún þannig skip- uð: Björn Jónsson, forseti ASI. Eðvarð Sigurðsson, form. Verkamannasamb. Islands. Snorri Jónsson, form. Málm- og skipasmiða- sambands Islands. Björn Þórhallsson, form. Landssamb. fsl. verslunarmanna. Benedikt Davíðsson, form. Sambands bygg- ingamanna. Björn Bjarnason, form. Landssambands iðn- verkafólks. Einar Ögmundsson, form. Landssambands vörubifreiðarstjóra. Magnús Geirsson, form. Rafiðnaðarsambands Islands. Jón Sigurðsson, form. Sjómannasambands ísl. Síðan er ákveðið, að allfjölmenn bak- nefnd verði með í ráðum um allar mikilvægar ákvarðanir, og mun aðalsamninganefndin og miðstjórn ákveða hverjir skipi hana, þegar séð verður hvaða verkalýðsfélög veita nefnd- inni umboð til að koma fram fyrir þeirra hönd. 4 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.