Vinnan - 01.12.1974, Síða 11

Vinnan - 01.12.1974, Síða 11
ÞING OG ÁLYKTANIR Ályktun MSÍ um aðbúnað og vinnuvernd 6. þing MSI vill vekja athygli stjórn- valda, stofnana, atvinnurekenda og alls verkafólks á því, aff ástand vinnustað- arins hefur megináhrif á líkamlegt og andlegt heilbrigði þeirra sem þar dvelja og starfa. Á flestum vinnustöðum verður verka- fólk fyrir tjóni á heilsu af margvísleg- um ástæðum, svo sem hávaða, ryki, ýmsum óhreinindum, meðferð kem- iskra efna, óvarlegri meðferð véla og tækja og óeðlilegu vinnuálagi. Lífshamingja verkafólks byggist ekki eingöngu á launatekjum. Enginn á að þurfa að selja heilsu sína fyrir sérstak- ar launagreiðslur. 6. þing MSI ályktar því eftirfarandi: Að vekja þarf málmiðnaðarmenn og allt verkafólk um þær hættur sem heilsu þess er búin af vinnuumhverf- inu eins og það er almennt í dag. Að aðildarfélög MSÍ og málmiðn- aðarmenn almennt fylgi fast eftir fram- kvæmd samningsákvæða, reglugerða og laga um aðbúnað og hollustuhætti, með því að beita vinnustöðvunum sam- kvæmt samningsákvæðum. Að við gerð kjarasamninga verði vinnuverndarsjónarmið meginatriði, en ekki sérstakar greiðslur fyrir hættuleg og óholl störf. Að Alþýðusamband íslands og fræðslustofnun þess ráði sem fyrst sér- fróðan starfsmann til að sjá um áróður og fræðslu fyrir aukinni vinnuvemd ís- lensks verkafólks. Að tekin verði upp kerfisbundið lækniseftirlit á vinnustöðum, til að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma. Læknis- skoðun verði framkvæmd á viður- kenndri læknisstöð. Að fulltrúar verkalýðsfélaga verði látnir samþykkja vinnuhúsnæði og vinnuaðstöðu áður en nýtt húsnæði er tekið til notkunar. Að eftirlitsmenn heilbrigðiseftirlits og öryggiseftirlits snúi sér ávallt til trúnaðarmanna verkalýðsfélaga þegar þeir koma til eftirlits á vinnustaði. Sjómannasambandsþing. Sjómannasamband íslands 9. þing sjómannasambandsins var haldið í Reykjavík 12. og 13. október s.l. Þingið fjall- aði m. a. um verðlagsráð sjávarútvegsins og mótmælti þeim ákvæðum bráðabirgðajaga ríkisstjórnarinnar frá 20. sept. er tóku ráðin af verðlagsráði sjávarútvegsins. Þá mótmælti þingið þeirri skerðingu á hlut fiskimanna sem varð af hækkaðri gjaldtöku í stofnlána- sjóð fiskiskipa. I ályktun þingsins kemur fram að fáist ekki leiðrétting á kaupi og kjörum togarasjómanna verði ekki komist hjá rót- tækum aðgerðum. Þá ályktaði þingið um slysa- og öryggismál sjómanna. Þar segir: „9. þing SSI fagnar þeirri miklu aukningu og endurnýjun, sem orðið hefur á skipastóli landsmanna síðastliðin fjögur ár. Hins vegar harmar þingið hin tíðu og al- varlegu slys, sem orðið hafa á hinum nýju skuttogurum og gerir kröfu til þess ,að mark- visst verði unnið að því að draga úr slysa- hættu á skipum þessum, ekki síst þeirri, sem stafar af mannlegum mistökum. Sé það gert m. a. með því, að þeir aðilar, sem þetta varðar, taki höndum saman til lausnar þessu vandamáli. Sárstaklega er þessu beint til Sjóslysa- nefndar og þeirra aðila sem að henni standa, einnig Fiskifélags Islands, Stýrimannaskól- anna og Öryggiseftirlits ríkisins." Síðan tiltekur ályktunin mörg atriði, sem úr þarf að bæta varðandi öryggismálin, og segir m. a.: „Að fræðsla meðal skipshafna um orsakir slysa verði stóraukin, þ. á m. í fjölmiðlum, eins og hljóðvarpi og sjónvarpi. Að koma upp í skipunum leiðbeiningum í myndum og lesmáli til að forðast slys. Að halda fyrirlestra yfir skipshöfn með fræðslumyndum áður en skip hefja veiðar. Að fordæma með öllu svo mikla fækkun skipverja að stjórnandi skips verði að grípa inn í svo mörg ábyrgðarmikil störf, að ekki verði við ráðið fyrir einn mann. Þingið bendir ennfremur á, að ef sú sókn á að haldast á erfiðustu fiskimið heims, sem hefur gert íslenska fiskimenn hina afkasta- mestu í heimi, en um leið með langhæsta slysa- og dánartal allra starfsstétta hér á landi, verði þjóðin að verja af sameiginlegu aflafé sínu, nauðsynlegu fjármagni til slysa- og öryggis- mála sæfarenda. Þá telur þingið einnig að lögbinda eigi ákvæði þess efnis, að allar tryggingaupphæðir og bætur sjómanna, þ. á m. úr lífeyrissjóðum þeirra, verði verðtryggðar og aukinn kostn- aður vegna þessa greiðast úr ríkissjóði. Þá telur þingið að starfsmenn sjómanna- félaga og annarra verkalýðsfélaga eigi ekki aðeins að taka til greina kvartanir skipverja vegna öryggisbúnaðar og koma þeim áleiðis til skipaeftirlitsins, heldur einnig að eiga frumkvæði að athugun þessa búnaðar t. d. með trúnaðarmanni stéttarfélagsins á skipinu. Þá er þess krafist að starfsmenn bruna- varna hjá sveitarfélögum, sem útgerð reka, hafi reglulega fyrirlestra og leiðbeiningar um hrunavarnir meðal skipshafna." Jón Sigurðsson var endurkjörinn formaður Sjómannasambands íslands. VINNAN 11

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.