Vinnan - 01.12.1974, Síða 14

Vinnan - 01.12.1974, Síða 14
FRÆÐSLUSTARF MFA Trúnaðarmaðurinn á vinnustað Fræðsluhópur MFA fjallar um stöðu hans og starf Eins og á undanförnum árum starfa á vettvangi MFA fræðsluhópar um ýmis- leg félagsleg efni. Fyrsti hópurinn í vetur fjallaði um starf trúnaðarmanna á vinnustað. Þátttakendur voru alls 36. Hópurinn tók til meðferðar ýmiss atriði varðandi störf og stöðu trúnaðarmanns- ins, m. a. stöðu hans í verkalýðshreyf- ingunni og samskipti hans við forsvars- menn verkalýðsfélaganna, hinn laga- lega rétt trúnaðarmannsins og sam- skipti hans við stjórnendur fyrirtækja og vinnufélaga. Fyrirlestrar voru fluttir af þeim Stefáni Ögmundssyni formanni MFA, Sigurði Líndal prófessor, Jóni Snorra Þorleifssyni formanni Trésmiða- félags Reykjavíkur og Erni Friðrikssyni aðaltrúnaðarmanni verkaíólksí Straums- vík. Rúnar Bachmann rafvirki hafði um- sjón með námskeiðinu. I lokin tók hópurinn til nánari athug- unar spumingar, sem vaknað höfðu í umræðum á undan og var einu kvöldi varið gagngert til þess. Hér verður gerð grein fyrir spurningunum, og svörum hópsins. 1. Er œskilegt að sérstök ákvœði um kosn- ingu trúnaðarmanna séu í lögum stéttarfélag- anna og hvað á kjörtímabil þeirra að vera langt? — Já, það er nauSsynlegt aS í lögum fé- laganna séu ákvæSi um á hvern hátt skuli kjósa trúnaSarmenn og til hvað langs tíma í senn. Verkafólk á viSkomandi vinnustaS skal kjósa trúnaðarmann. Rétt er aS ákvæSi séu í lögum um fjölda trúnaðarmanna miðaS viS fjölda starfsmanna. Til aS mynda 1 fyrir allt aS 30 og 2 fyrir allt að 60 o. s. frv. TrúnaS- armenn skal kjósa árlega og heimild ætti aS vera til endurkjörs allt aS fimm sinnum. Nýr trúnaSarmaður skal þó kjörinn til tveggja ára. 2. Er œskilegt að verkalýðssamtökin eigi kost á að tilnefna efárlitsmann ál starfa hjá heilbrigðis- og öryggisefárliá? ■—■ I lögum um öryggisráSstafanir á vinnu- stöðum eru lagagreinar, sem segja: „Verði trúnaðarmaður þess var að hægt sé að bæta um öryggisbúnaðinn á einhvern hátt ber hon- um að vekja athygli vinnuveitenda á því“ (7. gr.) „Sé trúnaðarmönnum verkamanna kunn- ugt um, að eigi sé farið eftir ákvæðum laga þessara, er þeim skylt að tilkynna það Or- yggiseftirlitínú* (35. gr.). „Trúnaðarmaður verkamanna skal fylgjast með starfstílhögun í fyrirtækinu í samráði við vinnuveitanda og líta eftír að haldnar séu reglur um öryggis- útbúnað og hollustuhættí“ (42. gr.). Af framansögðu má sjá að skylda er lögð á trúnaðarmanninn, varðandi öryggi og hollustu- hættí, og þess krafist aS ákveðnum reglum sé hlítt. Segja má að furðu gegnir að ekki skuli vera í öryggiseftirlitínu starfsmenn, valdir beint úr verkalýðshreyfingunni, sem trúnað- armenn og annað verkafólk getí snúið sér tíl. Þá verður að teljast nauðsynlegt að trúnaðar- menn á vinnustöðum kvittí undir skýrslur heilbrigðis- og öryggiseftírlitsmanna, og fái af þeim afrit. Ekki er einhlítt að öryggis- og heilbrigSis- eftírlit séu einu aðilarnir, sem fylgjast með ástandi vinnustaða. Nauðsynlegt getur talist að einstök verkalýðsfélög, eða fleiri í samein- ingu komi á fót vinnustaðaeftírliti, sem fram- fylgi samningum um aðbúnað og hollustu- hættí, ásamt trúnaðarmönnum og verkafólki. 3. Hvaða starfsskilyrði þarf trúnaðarmaður að hafa ál þess að geta rœkt starf átt? — I kjarasamningum og lögum þarf að vera ákvæði um að trúnaðarmenn hafi fulla heim- ild vinnuveitenda til að sinna þeim umkvörtun- um, sem koma fram og einskis missa í laun- um þess vegna. Trúnaðarmenn hafi heimild tíl að halda fundi á vinnustað með samstarfsmönnum sín- um, og fái tíl þess þá aSstöðu sem nauðsynleg er. Hópurinn telur að í næstu samningum þurfi að taka þessi mál fyrir, með samkomulag fyr- ir augum. 4. Hverrág verður yfirsýn og efárliá verka- lýðsfélaganna með ástandi vinnustaða best háttað? — Þar sem ástandi vinnustaða í öryggis- og aðbúnaðarmálum er mjög víða ábótavant verða verkalýðsfélögin að grípa til aðgerða. Eftírfarandi atriði koma tíl greina: 14 Þröngt mottu sáttir sitja. VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.