Vinnan - 01.12.1974, Síða 16

Vinnan - 01.12.1974, Síða 16
LÚÐRASVEIT VEREALÝÐSINS „Ekki aðeins göngusveit11 Rœtt við Ólaf L. Kristjánsson stjórnanda Lúðrasveitar verkalýðsins 1. maí ganga að hefjast. Lúðrasveit verkalýðsins er tvímælalaust einn þeirra þátta, er snertir menningar- líi íslensks verkafólks, og gegnir því veigamiklu hlutverki, sem einn hluti verkalýðshreyfingarinnar. Við ótalin tækifæri heíur hún leikið þar sem laun- þegar hafa komið saman. Ekki hvað síst er nafn hennar tengt 1. maí í hugum fólks. Til þess að forvitnast nokkuð um lúðrasveitina og starf hennar bað VINNAN Ólaf L. Kristjánsson stjórnanda sveitarinnar um árabil að svara fáein- um spurningum. Hvenær er lúðrasveitin stofnuð, og hvers vegna verkalýðsins? Hún var stofnuð árið 1953. Hugmyndin að stofnun hennar fékk þá fyrst byr undir báða vængi, þegar klofningur átti sér stað um 1. maí, því þá var oft erfitt að fá lúðrasveit til þess að blása fyrir Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna, eða hinn róttækari hluta þess, sem Ólafur me5 sprotann á qóSviðrisdegi í Hallar- garðinum. þá var. Ég man það að Lúðrasveit Reykjavík- ur þurfti einu sinni að skipta sér í tvennt til þess að bjarga málunum. I annað sinn var það, að lúðrasveit, sem spila átti fyrir Full- trúaráðið, hætti við, þegar önnur verkalýðs- félög - hægri sinnuð — buðu betri borgun. Ég held að þessi atburður hafi endanlega ráð- ið mestu um það að Lúðrasveit verkalýðsins var endanlega stofnuð. Líka var það, að þeir sem áhuga höfðu á menningarmálum innan verkalýðshreyfingarinnar vissu að þarna var skarð sem þurfti að fylla í sambandi við menningarlíf verkafólks í Reykjavík. Helstu hvatamenn að stofnun sveitarinnar voru eftir því sem ég man best þeir Sigur- sveinn D. Kristinsson og Haraldur Guðmunds- son, sem nú er skólastjóri Tónlistarskólans í Neskaupsstað. Einnig koma hér við sögu frá verkalýðsfélögunum Eðvarð Sigurðsson og Eggert Þorbjarnarson auk prentaranna Stef- áns Ogmundssonar og Páls Bjarnasonar. Fleiri áttu hlut að máli því þetta var mikið átak. Hvernig er samskiptum lúðrasveitar- innar og verkalýðsfélaganna háttað? Lengi framan af var þetta mjög erfitt. Menn litu alltof pólitískum augum á þessa lúðrasveit og skildu ekki þá menningarvið- leitni, sem þarna átti sér stað. Það hefur vafa- laust átt sinn þátt í því að ekki voru allir á einu máli um nauðsyn lúðrasveitarinnar þeg- ar hún var stofnuð. Sveitin var bendluð við kommúnisma og slíkt, sem var mörgum mann- inum þyrnir í augum. Lengi vel voru það að- eins hin róttækari félög sem styrktu lúðra- sveitina. Nú er málum þannig háttað, að ég get fullyrt að það skiptir ekki máli hvernig verkalýðsfélögin eru lituð, ef svo má að orði komast. Öll styrkja þau okkur. Almennt er mjög jákvæður skilningur á starfi sveitarinn- ar innan verkalýðshreyfingarinnar. Hin gagnkvæmu samskipti lúðrasveitarinn- ar og verkalýðsfélaganna felast náttúrlega í því að við teljum það skyldu okkar að bregð- ast alltaf eins vel við og nokkur kostur er, þegar verkalýðsfélögin þurfa á okkur að halda. A það leggjum við okkar meginþunga. Eins vil ég benda á það, að við höldum af og til tónleika, sem ég vil segja að notið hafa vinsælda. Fólki hefur þótt gaman að koma til okkar á þessa tónleika. Lúðrasveit verka- lýðsins er nefnilega ekki bara einhvers konar göngusveit, heldur er hún raunveruleg hljóm- sveit, sem heldur sína eigin hljómleika. Það er hennar annað andlit, sem krefst mikilla 16 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.