Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 19
IÐJA 40 ARA
löja 40 ára
Hinn 17. október s.l. varð Iðja, félag
verksmiðjufólks í Reykjavík, 40 ára.
Fyrsti formaður Iðju var Runólfur Pét-
ursson frá Geirastöðum í Hróarstungu.
Hann lést árið 1963. Fljótlega eftir stofn-
un Iðju hafði gengið í félagið verkafólk
úr ýmsum greinum iðnaðarins, sem þá
var reyudar að stíga sín fyrstu skref hér
á landi. Iðja kom brátt fram sem heild-
arsamtök iðnverkafólks í Reykjavik og
fyrstu heildarsamningana gerir félagið
1935.
Formenn Iðju hafa verið auk Runólfs
Péturssonar þeir Björn Bjarnason. Pétur
Lárusson, Guðjón Sv. Sigurðsson og
Runólfur Péturs’son, sem er núverandi
formaður. Auk hans sitja í stjórn þau
Guðmundur Þ. Jónsson, Bjarni Jakobs-
son, Gunnlaugur Einarsson, Klara Ge-
orgsdóttir, María Vilhjálmsdóttir og
Ragnheiður Sigurðardóttir.
í tilefni afmælisins er hér birtur hluti
greinar sem Björn Bjarnason hefur skrif-
að í veglegt afmælisblað sem Iðja hefur
gefið út. Greinina neínir Björn „40 ár".
Honum farast svo orð:
Njálsson Dagsbrún. 45 ? 46 Guðjón Baldvins-
son. 47 Jón Jóhannesson ísaf. 48 Eiríkur Ein-
arsson ísaf. 49 Ingimar Bjarnason Hnífsd. 50
Guðmundur Sigurgeirsson Drangsn. 51 Sigur-
björn Oddson. 52 Arnþór Jóhannesson Sigluf.
53 ? 54 ? 55 Jóhann Fr. Guðmundsson. 56 ?
57 Pétur vélstj. Sigluf. 58 Sigurður Breiðfjörð.
59 Guðmundur Ó. Guðmundsson. 60 ? 61 ?
Guðmundur Sigurgeirsson Drangsn. 51 Svein-
Magnús (Hlíf). 65 ? 66 Þorsteinn Björnsson
VINNAN
„Þegar Iöja var stofnuð var verk-
smiöjuiðnaðurinn ekki sá veigamikli
þáttur í atvinnulífi okkar, sem hann nú
er, enda iðnverkafólkið fátt og illa laun-
að. Hópurinn var því ekki stór er að
félagsstofnuninni stóð og kom þar hvort
tveggja til, vanþroski iðnverkafólksins
sjálfs og andstaða atvinnurekenda, sem
sumir hverjir reyndu að halda sínum
starfsmönnum utan samtakanna. En
þrátt fyrir þetta almenna viðhorf at-
vinnurekenda til samtaka verkafólksins,
naut Iðja skilnings eigenda smjörlíkis-
gerðanna þriggja, Smára, Ásgarðs og
Ljóma, sem tafarlaust viðurkenndu fé-
lagið og gerðu við það kjarasamninga.
Þessi skjóti árangur varð til þess að
auka trú meðlimanna á þessi ungu sam-
tök sín og var forsenda þess að innan
tíðar náðust samningar við heildarsam-
tök iðnrekenda, FÍI.
Jafnhliða skipulagningu iðnverka-
Hlíf. 67 Jón Guðnason. 68 Emil Jónsson. 69 ?
70 Steinunn Þórarinsdóttir. 71 Sigríður Olafs-
dóttir. 72 ? 73 Jóna Guðjónsdóttir Framsókn.
74 Þrúður Friðriksdóttir. 75 Vigdís Gissurar-
dóttir. 76 ? 77 Sigrún frá lsafirði. 78 Sigurrós
Sveinsdóttir. 79 Sigríður Erlendsdóttir. 80 ?
81 Guðjón Bjarnason Bolungarvík. 82 Hanni-
bal Valdimarsson. 83 Kristján Dýrfjörð Sigluf.
84 Gunnar Friðriksson. 85 Hjörtur Cýrusson.
Björn Bjarnctson.
fólksins var unnið að því að ná fólki úr
ýmsum þjónustugreinum inn í samtök-
in, svo sem úr þvottahúsum, efnalaug-
um, hjólhestaviðgerðum, netagerð og
kjötvinnslu. Fyrir þetta fólk voru stofn-
aðar deildir innan Iðju, sem síðar ýmist
runnu inn í aðalfélagið eða urðu stofn-
inn að sveinafélögum svo sem Félagi
kjötiðnaðarmanna og Nót, félagi neta-
vinnufólks.
Ég hygg að með réttu megi halda því
fram að erfitt sé að skapa öflugt verka-
lýðsfélag úr þeim efnivið sem Iðja
samanstendur af, að langmestu ungu
fólki, sem er að koma út í atvinnulífið,
og margt af því, sérstaklega kvenfólkið,
gerir ekki ráð fyrir að vera nema stutt-
an tíma við störf í iðnaðinum. Að vísu
er alltaf nokkur hópur sem ílendist í fé-
laginu og þannig skapast kjarni, sem
verður bakfiskurinn í félaginu.
Iðja hefur verið svo lánsöm að eign-
ast í þessu fólki kjarna, sem ávallt var
hægt að treysta og þess hefur hún þurft
með, því stundum hefur gustað um hana
þessi 40 ár.
Þegar Iðja hóf göngu sína var inn-
lendi iðnaðurinn í hernsku og naut ekki
mikillar hylli ráðamanna þjóðfélagsins
og má reyndar segja að svo hafi lengst
af verið. Það er þá helst nú síðustu árin
að hann sé að öðlast þá viðurkenningu,
sem honum óneitanlega ber. Þessi af-
Fromh. á bls. 21
19